Gætum allt eins gefið einkunn fyrir fituprósentu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. desember 2023 10:13 Aron Gauti Laxdal, dósent í íþróttafræði. Vísir Aron Gauti Laxdal, dósent í íþróttafræði við háskólann í Agder í Noregi, hefur áhyggjur af stöðu íþróttakennslu á Íslandi. Hann segir námið ekki kenna börnum hvernig best sé að hugsa um heilsuna og njóta þess að hreyfa sig. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Aron Gauti í tilefni af því að hann mun halda fyrirlestur um skólaíþróttir í Háskólanum í Reykjavík klukkan 13:00 í dag. Hann segist sakna áframhaldandi umræðu um píptest sem hann líkir við að gefa einkunn fyrir fituprósentu. Ekki tekið á vandamálunum „Skólaíþróttir almennt hafa glímt við sömu vandamálin út um allt og það er það sem ég hef í raun og veru séð í mínum rannsóknum að Ísland er ekkert einsdæmi. Það sem er kannski einsdæmi hér er að það hefur enginn tekið á vandamálunum.“ Aron segir að í Noregi og í Svíþjóð hafi miklu fjármagni verið varið í rannsóknir á íþróttakennslu. Þær hafi skilað sér í miklar breytingar á faginu, á námskránni og kennsluháttum. „En hér erum við í raun og veru ennþá í myrkrinu. Það eru engar rannsóknir í gangi og þá er erfitt að vita hver staðan er og þá er í rauninni lítill hvati til þess að framkvæma þessar breytingar sem kannski er þörf á.“ Ekki bara að stunda íþróttir Aron segir að munurinn fyrir börnin sé sá að þeim sé ekki bara kennt hvernig stunda eigi mismunandi íþróttir. Kennarar séu ekki bara uppteknir af því að þau eigi að hreyfa sig í tímunum. „Við erum meira upptekin af því að þau eigi að læra að hreyfa sig, læra af hverju þau eigi að hreyfa sig, þannig að þau geti tekið ábyrgð á eigin heilsu til lengri tíma.“ Aron segir mikinn mun á að gera hluti og að læra eitthvað um þá. Hann nefnir sem dæmi að það sé ekki nóg að spila fótbolta, það þurfi líka að vera æðri markmið og þá þurfi að kenna nemendum að takast á við tilfinningar sínar. Saknar áframhaldandi umræðu um píptest Aron segist sjálfur hafa elskað leikfimi þegar hann var ungur. Hann hafi verið góður í leikfimi og í raun talið sig vita allt sem hann þyrfti að vita áður en hann fór í námið þar sem hann býr í Noregi. „Svo fer maður að setja sig í spor þessara nemenda sem finna sig ekki og þá náttúrulega sjá langflestir, þegar þeir hugsa til baka, að fagið hentar ákveðnum nemendum mun betur og svo eru aðrir sem draga sig í hlé og mörgum finnst fagið hreinlega alveg ömurlegt. Eiga bara slæmar minningar af faginu.“ Í þessu samhengi hafa píptestin verið nefnd sem mörgum finnst niðurlægandi? „Einmitt. Píptestin eru í raun mjög áhugaverð og ég var ánægður þegar umræðan kom upp á sínum tíma. En svo var ég ekki eins ánægður þegar umræðan í raun og veru bara dó,“ segir Aron. Hann segir að það standi í námskránni að það eigi að nota stöðluð próf. Aron segist persónulega vera ósammála því og segir að það sé ekki gert í Noregi í leikfimistímum. Þar megi ekki nota stöðluð próf. „Ef þið mynduð nota mikinn tíma í úthaldsíþróttir og mynduð svo nota píptest sem einhverskonar mat á hversu mikið við höfum bætt okkur eða hversu mikið við höfum lært á einhverju tímabili þá er það allt í lagi,“ segir Aron. „En píp test er í rauninni bara að mæla hvað þú gerir utan skóla og stýrist að miklu leyti af genum. Þannig að við gætum alveg eins mælt BMI eða fituprósentu og gefið einkunn fyrir það.“ Skóla - og menntamál Heilsa Íþróttir barna Grunnskólar Bítið Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Aron Gauti í tilefni af því að hann mun halda fyrirlestur um skólaíþróttir í Háskólanum í Reykjavík klukkan 13:00 í dag. Hann segist sakna áframhaldandi umræðu um píptest sem hann líkir við að gefa einkunn fyrir fituprósentu. Ekki tekið á vandamálunum „Skólaíþróttir almennt hafa glímt við sömu vandamálin út um allt og það er það sem ég hef í raun og veru séð í mínum rannsóknum að Ísland er ekkert einsdæmi. Það sem er kannski einsdæmi hér er að það hefur enginn tekið á vandamálunum.“ Aron segir að í Noregi og í Svíþjóð hafi miklu fjármagni verið varið í rannsóknir á íþróttakennslu. Þær hafi skilað sér í miklar breytingar á faginu, á námskránni og kennsluháttum. „En hér erum við í raun og veru ennþá í myrkrinu. Það eru engar rannsóknir í gangi og þá er erfitt að vita hver staðan er og þá er í rauninni lítill hvati til þess að framkvæma þessar breytingar sem kannski er þörf á.“ Ekki bara að stunda íþróttir Aron segir að munurinn fyrir börnin sé sá að þeim sé ekki bara kennt hvernig stunda eigi mismunandi íþróttir. Kennarar séu ekki bara uppteknir af því að þau eigi að hreyfa sig í tímunum. „Við erum meira upptekin af því að þau eigi að læra að hreyfa sig, læra af hverju þau eigi að hreyfa sig, þannig að þau geti tekið ábyrgð á eigin heilsu til lengri tíma.“ Aron segir mikinn mun á að gera hluti og að læra eitthvað um þá. Hann nefnir sem dæmi að það sé ekki nóg að spila fótbolta, það þurfi líka að vera æðri markmið og þá þurfi að kenna nemendum að takast á við tilfinningar sínar. Saknar áframhaldandi umræðu um píptest Aron segist sjálfur hafa elskað leikfimi þegar hann var ungur. Hann hafi verið góður í leikfimi og í raun talið sig vita allt sem hann þyrfti að vita áður en hann fór í námið þar sem hann býr í Noregi. „Svo fer maður að setja sig í spor þessara nemenda sem finna sig ekki og þá náttúrulega sjá langflestir, þegar þeir hugsa til baka, að fagið hentar ákveðnum nemendum mun betur og svo eru aðrir sem draga sig í hlé og mörgum finnst fagið hreinlega alveg ömurlegt. Eiga bara slæmar minningar af faginu.“ Í þessu samhengi hafa píptestin verið nefnd sem mörgum finnst niðurlægandi? „Einmitt. Píptestin eru í raun mjög áhugaverð og ég var ánægður þegar umræðan kom upp á sínum tíma. En svo var ég ekki eins ánægður þegar umræðan í raun og veru bara dó,“ segir Aron. Hann segir að það standi í námskránni að það eigi að nota stöðluð próf. Aron segist persónulega vera ósammála því og segir að það sé ekki gert í Noregi í leikfimistímum. Þar megi ekki nota stöðluð próf. „Ef þið mynduð nota mikinn tíma í úthaldsíþróttir og mynduð svo nota píptest sem einhverskonar mat á hversu mikið við höfum bætt okkur eða hversu mikið við höfum lært á einhverju tímabili þá er það allt í lagi,“ segir Aron. „En píp test er í rauninni bara að mæla hvað þú gerir utan skóla og stýrist að miklu leyti af genum. Þannig að við gætum alveg eins mælt BMI eða fituprósentu og gefið einkunn fyrir það.“
Skóla - og menntamál Heilsa Íþróttir barna Grunnskólar Bítið Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira