Grétar Sigfinnur dæmdur fyrir stórfelld skattsvik Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2023 22:58 Grétari Sigfinni verður gert að greiða tæpar 64 milljón krónur í sekt. Vísir/Vilhelm Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi og fyrirliði KR, Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelld skattsvik. Honum hefur einnig verið gert að greiða tæpra 64 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Samkvæmt dómi sem birtur var fyrsta desember síðastliðinn stóð Grétar skil á efnislega röngum skattframtölum frá árunum 2018 til 2020 með því að hafa vanframtalið rúmlega 76 milljónir króna í tekjum og því komist hjá því að greiða tæplega 32 milljón krónur í skatt. Ásetningur eða stórfellt hirðuleysi Í dómnum kemur fram að í júlí ársins 2020 hafi Skattrannsóknarstjóri ríkisins hafið formlega rannsókn sem beindist að Grétari og tveimur einkahlutafélögum sem tengdust honum. Niðurstaða Skattrannsóknarstjóra var sú að greiðslur Grétars frá þessum einkahlutafélögum auk greiðslna frá íþróttafélagi sem hann starfaði fyrir hefðu verið vanframtaldar. Einnig kom fram í tilkynningu frá Skattrannsóknarstjóra sem beint var til ákærða 30. desember ársins 2020 að Skattrannsóknarstjóri teldi að þessi brot hefðu verið framin af ásetningi eða stórfelldu hirðuleysi og að þau gætu þar af leiðandi varðað hann refsiábyrgð. Játaði brotin Í maí ársins 2022 gaf Grétar framburðarskýrslu hjá héraðssaksóknara og í þeirri skýrslu sagðist hann ekki hafa framið brotin af ásetningi heldur að um mistök væri að ræða vegna skorts á yfirsýn á fyrirtækjarekstur. Einnig sagði hann að hann hefði í einlægni staðið í trú um að skattframtölin sín væru lögmæt og að hann hafi strax leitast við að standa skil á þeim skattgreiðslum sem honum og fyrirtækjum hans bæri að greiða. Grétar játaði brotin skýlaust og í dómi kemur fram að tekið hafi verið tillit til þess auk þess að hann hafi ekki áður gerst brotlegur við refsilög. Dómsmál Reykjavík Fótbolti Efnahagsbrot KR Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Honum hefur einnig verið gert að greiða tæpra 64 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Samkvæmt dómi sem birtur var fyrsta desember síðastliðinn stóð Grétar skil á efnislega röngum skattframtölum frá árunum 2018 til 2020 með því að hafa vanframtalið rúmlega 76 milljónir króna í tekjum og því komist hjá því að greiða tæplega 32 milljón krónur í skatt. Ásetningur eða stórfellt hirðuleysi Í dómnum kemur fram að í júlí ársins 2020 hafi Skattrannsóknarstjóri ríkisins hafið formlega rannsókn sem beindist að Grétari og tveimur einkahlutafélögum sem tengdust honum. Niðurstaða Skattrannsóknarstjóra var sú að greiðslur Grétars frá þessum einkahlutafélögum auk greiðslna frá íþróttafélagi sem hann starfaði fyrir hefðu verið vanframtaldar. Einnig kom fram í tilkynningu frá Skattrannsóknarstjóra sem beint var til ákærða 30. desember ársins 2020 að Skattrannsóknarstjóri teldi að þessi brot hefðu verið framin af ásetningi eða stórfelldu hirðuleysi og að þau gætu þar af leiðandi varðað hann refsiábyrgð. Játaði brotin Í maí ársins 2022 gaf Grétar framburðarskýrslu hjá héraðssaksóknara og í þeirri skýrslu sagðist hann ekki hafa framið brotin af ásetningi heldur að um mistök væri að ræða vegna skorts á yfirsýn á fyrirtækjarekstur. Einnig sagði hann að hann hefði í einlægni staðið í trú um að skattframtölin sín væru lögmæt og að hann hafi strax leitast við að standa skil á þeim skattgreiðslum sem honum og fyrirtækjum hans bæri að greiða. Grétar játaði brotin skýlaust og í dómi kemur fram að tekið hafi verið tillit til þess auk þess að hann hafi ekki áður gerst brotlegur við refsilög.
Dómsmál Reykjavík Fótbolti Efnahagsbrot KR Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira