Innlent

Tvær flug­vélar þurftu að hring­sóla í skamman tíma

Atli Ísleifsson skrifar
Umræddar vélar Icelandair voru að koma frá Kaupmannahöfn og Heathrow-flugvelli í London.
Umræddar vélar Icelandair voru að koma frá Kaupmannahöfn og Heathrow-flugvelli í London. Vísir/Vilhelm

Starfsemi á Keflavíkurflugvelli er eðlileg og er flogið bæði til og frá vellinum. Tvær flugvélar Icelandair sem voru á leið til Keflavíkurflugvallar þurftu að hringsóla í skamman tíma á meðan unnin var öskuspá vegna gossins sem hófst um fjóra kílómetra norðaustur af Grindavík klukkan 22:17.

Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Hann segir að þegar gos hefst færist flugkóði fyrir Keflavíkurflugvöll á rautt, en hann er nú aftur kominn á appelsínugult.

„Það sem gerist í tilvikum sem þessum, þegar gos hefst, er að það er afmarkaður ákveðinn stór hringur í kringum eldstöðina. Ekkert er flogið innan hans á meðan Veðurstofan og fleiri vinna að gerð öskuspár. Þar sem Keflavíkurflugvöllur var innan hringsins þá þurftu tvær vélar Icelandair að hringsóla á meðan sú spá var unnin. Það var þó einungis í skamman tíma,“ segir Guðjón. 

Umræddar vélar Icelandair voru að koma frá Kaupmannahöfn og Heathrow-flugvelli í London og lentu báðar á tólfta tímanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×