Hörmungarnar síðari Ingólfur Steinsson skrifar 2. janúar 2024 07:30 Það átti að heita vopnahlé á Gaza um daginn. Íbúar svæðisins heimsóttu byggðir sínar en fundu þar aðeins sprengjubrot og rusl. Heilu hverfin höfðu verið lögð í rúst og meira en 21 þúsund hafa nú í árslok verið drepin, aðallega börn og konur. Tugir þúsunda eru særðar, þúsundir týndar og heilbrigðiskerfið hrunið. Síonistar ráku íbúana til suðurs, sögðu þeim að þar væri öruggara en svo sprengdu þeir suðrið líka. Í vopnahléinu skutu þeir á hvern þann sem reyndi að komast norður. Þeir segjast vera í stríði við Hamas en eru í raun að murka lífið úr palestínsku þjóðinni. Og þeir virðast ætla að komast upp með margfalda stríðsglæpi sína. Bandaríkin og Evrópusambandið mestallt stendur með þeim í útrýmingarherferð sinni. Eins og fyrrum hafa síonistar öll ráð almennings í hendi sér, með hermenn gráa fyrir járnum, skriðdreka og bandarískar herþotur af nýjustu gerð sem jafna við jörðu heilu hverfin í hverri ferð. Ekki er gott að segja hvers vegna þetta er látið viðgangast af alþjóðasamfélaginu, hvort um sé að ræða samviskubit vegna helfarinnar eða hvað. En víst er þetta nýr botn í sögu mannsins á jörðinni á síðari tímum. Og Netanjahú fer í sögubækurnar sem slátrari 21. aldar. Er það stefnan að drepa alla palestínsku þjóðina til að þurrka Hamas út? Eða hrekja þá sem eftir lifa úr landi? Sú tegund stríðsglæpa, að láta sprengjum rigna yfir almenning og drepa ókjör barna og kvenna, er alsendis fáránleg fyrir nú utan mannvonskuna. Landherinn er kominn inn á svæðið fyrir löngu og ætti að geta fengist þannig við Al Quassam sveitirnar maður á mann. Að sprengja upp heilu hverfin, fyrir utan illskuna, er algerlega óþarft ef markmiðið er að ryðja Hamas úr vegi og frelsa gíslana. Það myndi líka margfalda líkurnar á því að ná fleiri gíslum lifandi að stöðva þessar loftárásir. Þær eru augljóslega hefnd síonista vegna niðurlægingarinnar 7. október. Og hefndin beinist að palestínsku þjóðinni. Síonismi er orð sem notað er yfir þá stefnu að sameina gyðinga til að nema land og ríkja í Ísrael (Palestínu). Hreyfingin varð til í byrjun síðustu aldar. Ekki eru allir gyðingar síonistar. Það var sú tíð að maður hafði samúð með þjóð Ísraels. Nazistar höfðu drepið milljónir gyðinga í seinni heimsstyrjöld og hin tvístraða þjóð virtist hvergi eiga höfði sínu að halla. Þá var henni boðið af Sameinuðu þjóðunum að stofna ríki í landinu helga. Mörgum þótti þau vera loksins komin heim eftir að hafa verið rekin úr landi um 70 e.Kr. á dögum rómverska ríkisins. Dálítið langsótt kannski en tengsl þeirra við svæðið voru sterk, þetta hafði í fyrndinni verið þeirra fyrirheitna land. Og gyðingdómur hafði gefið heiminum gamla testamentið, stóran hluta Biblíunnar. Gyðingar áttu samúð umheimsins eftir heimsstyrjöldina. En þetta átti eftir að breytast. Eftir stofnun ríkis Ísraels í maí 1948 réðust arabar á þá. Palestínumenn voru ekki sáttir. Þetta var jú þeirra land. Þeir höfðu búið þarna frá ómunatíð og undanfarið í tiltölulegri sátt við vaxandi fjölda gyðinga sem nú skyldu fá meira en helming landsins til að stofna ríki! Gyðingar hrundu árás araba og hröktu í kjölfarið meira en 750 þúsund manns úr landi. Þetta er það sem Palestínumenn kalla Al naqba, hörmungarnar. Þessir flóttamenn settust að í nágrannalöndunum og á Gaza. Þar búa nú afkomendur flóttafólksins og þeir hafa aldrei fengið að snúa heim. Palestínskir telja að nú sé skollið á annað naqba, hörmungarnar síðari, enda hafa síonistar sagt að þeir þurfi að hrekja fólkið burt frá Gaza og inn í Egyptaland! Þessi saga er orðin svo löng og flókin að margir hrista hausinn. Þetta er í augum þeirra sagan endalausa. Arabar gerðu nokkrar tilraunir til að knésetja Ísrael en lutu í lægra haldi. Ísrael var dyggilega stutt af Vesturveldunum með USA í fararbroddi. Mikil vatnaskil urðu í samskiptum þessara þjóða í byrjun júní 1967. Bítlarnir höfðu náð hæsta tindi sinnar sköpunar, gefið út St. Pepper´s Lonely Hearts´ Club Band og voru að fara að syngja All you need is love í fyrstu sjónvarpsútsendingunni um gervihnött. Við vorum að búa okkur undir ástarsumarið mikla (Summer of love), ástin var á hvers manns vörum í okkar heimi en þá skall 6 daga stríðið á í Mið-Austurlöndum. Ísraelsmenn hernámu Vesturbakkann og Gaza. Í rúm 56 ár hafa þessi meginsvæði Palestínu verið hernumin. Og landránið á Vesturbakkanum hefur staðið yfir árum saman þar sem svokallaðir „landnemar“ hafa hreiðrað um sig víðs vegar á palestínsku landi í skjóli hersins. Árið 2006 unnu Hamas samtökin kosningar á Gaza og hafa síðan stjórnað þar en PLO á Vesturbakkanum. Varla er þó hægt að tala um stjórn þessara afla þar sem síonistar hafa sem fyrr öll ráð þeirra í hendi sér, ráða m.a. því hvað fer inn og út af Gaza svæðinu. Þó að þeir hafi farið brott þaðan með herinn og rúmlega 20 „landnema“byggðir þetta ár hafa þeir haldið landsvæðinu í herkví æ síðan. Ég skil ekki hvernig venjulegt fólk getur lofað og prísað Ísrael en horft svo upp á síonista drepa þúsundir barna og kvenna. Ísraelar segjast vera í stríði við Hamas. En samt ryðjast þeir inn á Vesturbakkann daglega, þar sem Hamas er ekki við stjórn, hafa handtekið þúsundir og hörmuleg er meðferð þeirra á föngum sínum; þeir fara um rænandi og ruplandi, hafa drepið hundruð manna, eyðileggjandi götur og hús með jarðýtum. En það fer litlum sögum af mannfalli hjá Hamas. Það eru fyrst og fremst óbreyttir borgarar sem falla. Allt er sprengt og lagt í rúst, híbýli, skólar, spítalar, kirkjur, moskur, flóttamannabúðir. Gaza svæðið hefur að stórum hluta verið lagt í rúst. Hafa ber í huga að hér er um að ræða hernám Ísraels til margra áratuga. Að sjálfsögðu hefur hernámið getið af sér andstöðu, hreyfingu sem berst fyrir frelsi með öllum ráðum. Það þarf því ekki að koma á óvart að síonistar eigi erfitt með að greina á milli almennings og „hryðjuverkamanna“, eða eigum við að kalla það sínu rétta nafni: þjóðfrelsissveitir. Gera má ráð fyrir að stór hluti þjóðarinnar sé hluti af e-s konar andófi, frelsisbaráttu. Frelsisbarátta Palestínumanna er ekkert öðru vísi en Víetnama á sínum tíma eða gyðinga gegn Bretum. Irgun og Haganah voru frelsissveitir síns tíma en kallaðar hryðjuverkasveitir af Bretum í þá daga! Tvær grímur eru jafnvel farnar að renna á vestrænar þjóðir en þó ekki Bandaríkjamenn, sem haldið hafa áfram að sjá síonistum fyrir morðvopnum. En Macron Frakklandsforseti sagði nýlega að Ísrael yrði að skýra markmið sitt betur um að þurrka Hamas út. Slíkt gæti kostað 10 ára stríð og þetta mikla mannfall væri óásættanlegt. Á meðan mótmælir almenningur á götunum sem aldrei fyrr. Hinn mikli fjöldi þeirra hefur haft áhrif á ráðamenn. Þó svo að síonistar vilji ráðast gegn Hamas þá þýðir það ekki að þeir geti stundað fjöldamorð á almenningi á Gaza. Það verður að gera þá ábyrga og sækja þá til saka fyrir þessa slátrun. Annars er ekkert réttlæti til í veröldinni. Og Palestínumenn verða að fá að stofna sitt sjálfstæða ríki. Fyrr verður enginn friður. Hernámskúguninni verður að ljúka. Nú hefur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkt ályktun sem gengur helst út á að sýna mannúð gagnvart Palestínumönnum. Hversu margar ályktanir skyldi þessi söfnuður vera búinn að samþykkja síðustu áratugina? Þær eiga það sameiginlegt að Ísrael tekur ekkert mark á þeim. Ísrael hefur komist upp með að hunsa allar ályktanir SÞ. Landránið hefur t.d. verið lýst ólöglegt, hinar svokölluðu landnemabyggðir. Og þeir hafa komist upp með að sniðganga þessar ályktanir einfaldlega vegna þess að þeir eru undir verndarvæng Bandaríkjanna. Þannig að það skiptir litlu máli hvað þetta batterí kemur sér saman um. Það sendir ákveðin skilaboð en ekki er farið eftir þeim. Annars er hernaður síonista á Gaza orðinn með þeim endemum að það verður seint fyrirgefið. Og þeir hafa hert á útrýmingunni yfir jólin. Þeir líkjast æ meira sínum gömlu kvölurum Þriðja ríkisins, hafa gengið af göflunum og brennt allar brýr að baki sér með múgmorðum og eyðileggingu undir vafasömu yfirskini svo ekki sé meira sagt. Þeir hafa látið hinn viti firrta og valdagráðuga Netanjahú, sem kallaður er Bíbí, leiða sig fram á hengiflug sem víst mun verða vandratað af. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ingólfur Steinsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Sjá meira
Það átti að heita vopnahlé á Gaza um daginn. Íbúar svæðisins heimsóttu byggðir sínar en fundu þar aðeins sprengjubrot og rusl. Heilu hverfin höfðu verið lögð í rúst og meira en 21 þúsund hafa nú í árslok verið drepin, aðallega börn og konur. Tugir þúsunda eru særðar, þúsundir týndar og heilbrigðiskerfið hrunið. Síonistar ráku íbúana til suðurs, sögðu þeim að þar væri öruggara en svo sprengdu þeir suðrið líka. Í vopnahléinu skutu þeir á hvern þann sem reyndi að komast norður. Þeir segjast vera í stríði við Hamas en eru í raun að murka lífið úr palestínsku þjóðinni. Og þeir virðast ætla að komast upp með margfalda stríðsglæpi sína. Bandaríkin og Evrópusambandið mestallt stendur með þeim í útrýmingarherferð sinni. Eins og fyrrum hafa síonistar öll ráð almennings í hendi sér, með hermenn gráa fyrir járnum, skriðdreka og bandarískar herþotur af nýjustu gerð sem jafna við jörðu heilu hverfin í hverri ferð. Ekki er gott að segja hvers vegna þetta er látið viðgangast af alþjóðasamfélaginu, hvort um sé að ræða samviskubit vegna helfarinnar eða hvað. En víst er þetta nýr botn í sögu mannsins á jörðinni á síðari tímum. Og Netanjahú fer í sögubækurnar sem slátrari 21. aldar. Er það stefnan að drepa alla palestínsku þjóðina til að þurrka Hamas út? Eða hrekja þá sem eftir lifa úr landi? Sú tegund stríðsglæpa, að láta sprengjum rigna yfir almenning og drepa ókjör barna og kvenna, er alsendis fáránleg fyrir nú utan mannvonskuna. Landherinn er kominn inn á svæðið fyrir löngu og ætti að geta fengist þannig við Al Quassam sveitirnar maður á mann. Að sprengja upp heilu hverfin, fyrir utan illskuna, er algerlega óþarft ef markmiðið er að ryðja Hamas úr vegi og frelsa gíslana. Það myndi líka margfalda líkurnar á því að ná fleiri gíslum lifandi að stöðva þessar loftárásir. Þær eru augljóslega hefnd síonista vegna niðurlægingarinnar 7. október. Og hefndin beinist að palestínsku þjóðinni. Síonismi er orð sem notað er yfir þá stefnu að sameina gyðinga til að nema land og ríkja í Ísrael (Palestínu). Hreyfingin varð til í byrjun síðustu aldar. Ekki eru allir gyðingar síonistar. Það var sú tíð að maður hafði samúð með þjóð Ísraels. Nazistar höfðu drepið milljónir gyðinga í seinni heimsstyrjöld og hin tvístraða þjóð virtist hvergi eiga höfði sínu að halla. Þá var henni boðið af Sameinuðu þjóðunum að stofna ríki í landinu helga. Mörgum þótti þau vera loksins komin heim eftir að hafa verið rekin úr landi um 70 e.Kr. á dögum rómverska ríkisins. Dálítið langsótt kannski en tengsl þeirra við svæðið voru sterk, þetta hafði í fyrndinni verið þeirra fyrirheitna land. Og gyðingdómur hafði gefið heiminum gamla testamentið, stóran hluta Biblíunnar. Gyðingar áttu samúð umheimsins eftir heimsstyrjöldina. En þetta átti eftir að breytast. Eftir stofnun ríkis Ísraels í maí 1948 réðust arabar á þá. Palestínumenn voru ekki sáttir. Þetta var jú þeirra land. Þeir höfðu búið þarna frá ómunatíð og undanfarið í tiltölulegri sátt við vaxandi fjölda gyðinga sem nú skyldu fá meira en helming landsins til að stofna ríki! Gyðingar hrundu árás araba og hröktu í kjölfarið meira en 750 þúsund manns úr landi. Þetta er það sem Palestínumenn kalla Al naqba, hörmungarnar. Þessir flóttamenn settust að í nágrannalöndunum og á Gaza. Þar búa nú afkomendur flóttafólksins og þeir hafa aldrei fengið að snúa heim. Palestínskir telja að nú sé skollið á annað naqba, hörmungarnar síðari, enda hafa síonistar sagt að þeir þurfi að hrekja fólkið burt frá Gaza og inn í Egyptaland! Þessi saga er orðin svo löng og flókin að margir hrista hausinn. Þetta er í augum þeirra sagan endalausa. Arabar gerðu nokkrar tilraunir til að knésetja Ísrael en lutu í lægra haldi. Ísrael var dyggilega stutt af Vesturveldunum með USA í fararbroddi. Mikil vatnaskil urðu í samskiptum þessara þjóða í byrjun júní 1967. Bítlarnir höfðu náð hæsta tindi sinnar sköpunar, gefið út St. Pepper´s Lonely Hearts´ Club Band og voru að fara að syngja All you need is love í fyrstu sjónvarpsútsendingunni um gervihnött. Við vorum að búa okkur undir ástarsumarið mikla (Summer of love), ástin var á hvers manns vörum í okkar heimi en þá skall 6 daga stríðið á í Mið-Austurlöndum. Ísraelsmenn hernámu Vesturbakkann og Gaza. Í rúm 56 ár hafa þessi meginsvæði Palestínu verið hernumin. Og landránið á Vesturbakkanum hefur staðið yfir árum saman þar sem svokallaðir „landnemar“ hafa hreiðrað um sig víðs vegar á palestínsku landi í skjóli hersins. Árið 2006 unnu Hamas samtökin kosningar á Gaza og hafa síðan stjórnað þar en PLO á Vesturbakkanum. Varla er þó hægt að tala um stjórn þessara afla þar sem síonistar hafa sem fyrr öll ráð þeirra í hendi sér, ráða m.a. því hvað fer inn og út af Gaza svæðinu. Þó að þeir hafi farið brott þaðan með herinn og rúmlega 20 „landnema“byggðir þetta ár hafa þeir haldið landsvæðinu í herkví æ síðan. Ég skil ekki hvernig venjulegt fólk getur lofað og prísað Ísrael en horft svo upp á síonista drepa þúsundir barna og kvenna. Ísraelar segjast vera í stríði við Hamas. En samt ryðjast þeir inn á Vesturbakkann daglega, þar sem Hamas er ekki við stjórn, hafa handtekið þúsundir og hörmuleg er meðferð þeirra á föngum sínum; þeir fara um rænandi og ruplandi, hafa drepið hundruð manna, eyðileggjandi götur og hús með jarðýtum. En það fer litlum sögum af mannfalli hjá Hamas. Það eru fyrst og fremst óbreyttir borgarar sem falla. Allt er sprengt og lagt í rúst, híbýli, skólar, spítalar, kirkjur, moskur, flóttamannabúðir. Gaza svæðið hefur að stórum hluta verið lagt í rúst. Hafa ber í huga að hér er um að ræða hernám Ísraels til margra áratuga. Að sjálfsögðu hefur hernámið getið af sér andstöðu, hreyfingu sem berst fyrir frelsi með öllum ráðum. Það þarf því ekki að koma á óvart að síonistar eigi erfitt með að greina á milli almennings og „hryðjuverkamanna“, eða eigum við að kalla það sínu rétta nafni: þjóðfrelsissveitir. Gera má ráð fyrir að stór hluti þjóðarinnar sé hluti af e-s konar andófi, frelsisbaráttu. Frelsisbarátta Palestínumanna er ekkert öðru vísi en Víetnama á sínum tíma eða gyðinga gegn Bretum. Irgun og Haganah voru frelsissveitir síns tíma en kallaðar hryðjuverkasveitir af Bretum í þá daga! Tvær grímur eru jafnvel farnar að renna á vestrænar þjóðir en þó ekki Bandaríkjamenn, sem haldið hafa áfram að sjá síonistum fyrir morðvopnum. En Macron Frakklandsforseti sagði nýlega að Ísrael yrði að skýra markmið sitt betur um að þurrka Hamas út. Slíkt gæti kostað 10 ára stríð og þetta mikla mannfall væri óásættanlegt. Á meðan mótmælir almenningur á götunum sem aldrei fyrr. Hinn mikli fjöldi þeirra hefur haft áhrif á ráðamenn. Þó svo að síonistar vilji ráðast gegn Hamas þá þýðir það ekki að þeir geti stundað fjöldamorð á almenningi á Gaza. Það verður að gera þá ábyrga og sækja þá til saka fyrir þessa slátrun. Annars er ekkert réttlæti til í veröldinni. Og Palestínumenn verða að fá að stofna sitt sjálfstæða ríki. Fyrr verður enginn friður. Hernámskúguninni verður að ljúka. Nú hefur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkt ályktun sem gengur helst út á að sýna mannúð gagnvart Palestínumönnum. Hversu margar ályktanir skyldi þessi söfnuður vera búinn að samþykkja síðustu áratugina? Þær eiga það sameiginlegt að Ísrael tekur ekkert mark á þeim. Ísrael hefur komist upp með að hunsa allar ályktanir SÞ. Landránið hefur t.d. verið lýst ólöglegt, hinar svokölluðu landnemabyggðir. Og þeir hafa komist upp með að sniðganga þessar ályktanir einfaldlega vegna þess að þeir eru undir verndarvæng Bandaríkjanna. Þannig að það skiptir litlu máli hvað þetta batterí kemur sér saman um. Það sendir ákveðin skilaboð en ekki er farið eftir þeim. Annars er hernaður síonista á Gaza orðinn með þeim endemum að það verður seint fyrirgefið. Og þeir hafa hert á útrýmingunni yfir jólin. Þeir líkjast æ meira sínum gömlu kvölurum Þriðja ríkisins, hafa gengið af göflunum og brennt allar brýr að baki sér með múgmorðum og eyðileggingu undir vafasömu yfirskini svo ekki sé meira sagt. Þeir hafa látið hinn viti firrta og valdagráðuga Netanjahú, sem kallaður er Bíbí, leiða sig fram á hengiflug sem víst mun verða vandratað af. Höfundur er tónlistarmaður.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun