Gikkskjálfti að stærð 4,5 skók suðvesturhornið Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2024 10:52 Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að um hafi verið svokallaðan gikkskjálfta. Vísir/Vilhelm Stór skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar um klukkan 10:50 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur til að skjálftinn hafi verið 4,5 að stærð og að upptök hans hafi verið við Trölladyngju, nærri Keili, á um fimm kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur segir að líklegast hafi verið um að ræða svokallaðan gikkskjálfta vegna spennubreytinga. Hann segir skjálftann ekki hafa verið þar sem kvikusöfnunin við Svartsengi sé. Nú verði skoðað hver áhrifin verða. Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur segir að nokkrir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfar stóra skjálftans. Sá stærsti hafi mælst 3,8 að stærð klukkan 10:54 og var hann á svipuðum slóðum og sá stóri. Tilkynning frá Veðurstofunni sem send var á fjölmiðla klukkan 11:10: Fyrstu upplýsingar frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar vegna jarðskjálfta við Trölladyngju. Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist nærri Trölladyngju kl. 10:50. Annar skjálfti af stærð 3,9 mældist skömmu síðar kl. 10:54, og fjöldi eftirskjálfta hefur mælst. Skjálftarnir urðu á um 5 km dýpi en unnið er nánari yfirferð. Skjálftarnir fundust víða á Suður- og Vesturlandi. Staðsetning skjálftanna er um 20 km NNA við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi. Kvikuþrýstingur að aukast Staðsetning skjálftanna er um tuttugu kílómetra norðnorðaustur við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi. Veðurstofan greindi frá því í gær að dregið hafi úr hraðanum á landrisinu við Svartsengi. Þetta hafi verið staðfest með GPS gögnum. Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara „Það að dragi úr hraða landriss er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Þetta er sambærileg breyting á landrisi og fór að sjást í lok dags 15. desember, en þá hófst gos um þremur dögum síðar. Erfitt er þó að fullyrða um hvort að það munstur endurtaki sig. Fyrstu merki um að kvikuhlaup sé hafið er skyndilega aukning í skjálftavirkni, en slík merki sáust rétt áður en eldgosið hófst 18. desember,“ sagði í færslu á vef Veðurstofunnar í gær. Myndir frá Veðurstofunni vegna skjálftans klukkan 10:50.Veðurstofan Hér að neðan má sjá vefmyndavél Vísis frá Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Hafnarfjörður Vogar Tengdar fréttir „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. 2. janúar 2024 23:20 Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ 2. janúar 2024 11:20 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur segir að líklegast hafi verið um að ræða svokallaðan gikkskjálfta vegna spennubreytinga. Hann segir skjálftann ekki hafa verið þar sem kvikusöfnunin við Svartsengi sé. Nú verði skoðað hver áhrifin verða. Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur segir að nokkrir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfar stóra skjálftans. Sá stærsti hafi mælst 3,8 að stærð klukkan 10:54 og var hann á svipuðum slóðum og sá stóri. Tilkynning frá Veðurstofunni sem send var á fjölmiðla klukkan 11:10: Fyrstu upplýsingar frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar vegna jarðskjálfta við Trölladyngju. Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist nærri Trölladyngju kl. 10:50. Annar skjálfti af stærð 3,9 mældist skömmu síðar kl. 10:54, og fjöldi eftirskjálfta hefur mælst. Skjálftarnir urðu á um 5 km dýpi en unnið er nánari yfirferð. Skjálftarnir fundust víða á Suður- og Vesturlandi. Staðsetning skjálftanna er um 20 km NNA við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi. Kvikuþrýstingur að aukast Staðsetning skjálftanna er um tuttugu kílómetra norðnorðaustur við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi. Veðurstofan greindi frá því í gær að dregið hafi úr hraðanum á landrisinu við Svartsengi. Þetta hafi verið staðfest með GPS gögnum. Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara „Það að dragi úr hraða landriss er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Þetta er sambærileg breyting á landrisi og fór að sjást í lok dags 15. desember, en þá hófst gos um þremur dögum síðar. Erfitt er þó að fullyrða um hvort að það munstur endurtaki sig. Fyrstu merki um að kvikuhlaup sé hafið er skyndilega aukning í skjálftavirkni, en slík merki sáust rétt áður en eldgosið hófst 18. desember,“ sagði í færslu á vef Veðurstofunnar í gær. Myndir frá Veðurstofunni vegna skjálftans klukkan 10:50.Veðurstofan Hér að neðan má sjá vefmyndavél Vísis frá Grindavík.
Tilkynning frá Veðurstofunni sem send var á fjölmiðla klukkan 11:10: Fyrstu upplýsingar frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar vegna jarðskjálfta við Trölladyngju. Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist nærri Trölladyngju kl. 10:50. Annar skjálfti af stærð 3,9 mældist skömmu síðar kl. 10:54, og fjöldi eftirskjálfta hefur mælst. Skjálftarnir urðu á um 5 km dýpi en unnið er nánari yfirferð. Skjálftarnir fundust víða á Suður- og Vesturlandi. Staðsetning skjálftanna er um 20 km NNA við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Hafnarfjörður Vogar Tengdar fréttir „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. 2. janúar 2024 23:20 Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ 2. janúar 2024 11:20 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
„Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. 2. janúar 2024 23:20
Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ 2. janúar 2024 11:20