Bleiki fíllinn í postulínsbúðinni Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. janúar 2024 12:00 Ég vil hrósa aðilum vinnumarkaðarins fyrir ábyrga nálgun í upphafi kjaraviðræðna. Verðbólgu og vaxtabölið er bleiki fíllinn í postulínsbúðinni. Lífsgæði og afkoma flestra ráðast að mestu af þessum þáttum og sveitarfélögin eru ekki stikkfrí. Gjaldskrárhækkanir upp á 9,9%, fyrir árið 2024 að jafnaði, var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar nú í desember þegar fjárhagsáætlun bæjarins var afgreidd. Bæjarfulltrúi Viðreisnar greiddi einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn áætluninni, m.a. vegna hinna óskynsamlegu hækkana á gjaldskrá sem undirritaður taldi verðbólguhvetjandi. Ákall fulltrúa vinnumarkaðarins um að ríki, sveitarfélög og atvinnulífið stilli verðhækkunum í hóf er ein af grundvallarforsendum góðrar niðurstöðu í kjaraviðræðum og að markmið um vaxta og verðbólgulækkun gangi eftir. Það skiptir stórskuldug sveitarfélög meira máli að ná niður vöxtum og verðbólgu heldur en óhófleg gjaldskrárhækkun á þjónustu sinni. Lækkun verðbólgu og vaxta mun gera miklu meira fyrir reksturinn og þá nauðsynlegu uppbyggingu sem flest sveitarfélög standa frammi fyrir en hækkun gjaldskrár. Það er því allra hagur að sveitarfélög stilli hækkunum í hóf og standi saman og sýni fordæmi þegar kemur að því að taka í handbremsu verðhækkana. Hóflegar launahækkanir eru sveitarfélögum í hag og munu án efa vega upp þá gjaldskrárlækkun sem nauðsynleg er. Það er af þessum ástæðum sem Viðreisn hefur lagt það til við bæjarráð að Hafnarfjörður skipi sér í forystuhlutverk í sveitarstjórnarmálum eins og bænum ber og takmarki hækkanir við 3,5%. Slíkt mun skila sér margfalt til baka. Ég hvet öll sveitarfélög landsins að takmarka gjaldskrárhækkanir sínar. Það mun skila sér margfalt til baka, bæði fyrir bæjarsjóði og íbúa. Það er kominn tími til að einhver axli pólitíska ábyrgð og forystu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Viðreisn Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Sjá meira
Ég vil hrósa aðilum vinnumarkaðarins fyrir ábyrga nálgun í upphafi kjaraviðræðna. Verðbólgu og vaxtabölið er bleiki fíllinn í postulínsbúðinni. Lífsgæði og afkoma flestra ráðast að mestu af þessum þáttum og sveitarfélögin eru ekki stikkfrí. Gjaldskrárhækkanir upp á 9,9%, fyrir árið 2024 að jafnaði, var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar nú í desember þegar fjárhagsáætlun bæjarins var afgreidd. Bæjarfulltrúi Viðreisnar greiddi einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn áætluninni, m.a. vegna hinna óskynsamlegu hækkana á gjaldskrá sem undirritaður taldi verðbólguhvetjandi. Ákall fulltrúa vinnumarkaðarins um að ríki, sveitarfélög og atvinnulífið stilli verðhækkunum í hóf er ein af grundvallarforsendum góðrar niðurstöðu í kjaraviðræðum og að markmið um vaxta og verðbólgulækkun gangi eftir. Það skiptir stórskuldug sveitarfélög meira máli að ná niður vöxtum og verðbólgu heldur en óhófleg gjaldskrárhækkun á þjónustu sinni. Lækkun verðbólgu og vaxta mun gera miklu meira fyrir reksturinn og þá nauðsynlegu uppbyggingu sem flest sveitarfélög standa frammi fyrir en hækkun gjaldskrár. Það er því allra hagur að sveitarfélög stilli hækkunum í hóf og standi saman og sýni fordæmi þegar kemur að því að taka í handbremsu verðhækkana. Hóflegar launahækkanir eru sveitarfélögum í hag og munu án efa vega upp þá gjaldskrárlækkun sem nauðsynleg er. Það er af þessum ástæðum sem Viðreisn hefur lagt það til við bæjarráð að Hafnarfjörður skipi sér í forystuhlutverk í sveitarstjórnarmálum eins og bænum ber og takmarki hækkanir við 3,5%. Slíkt mun skila sér margfalt til baka. Ég hvet öll sveitarfélög landsins að takmarka gjaldskrárhækkanir sínar. Það mun skila sér margfalt til baka, bæði fyrir bæjarsjóði og íbúa. Það er kominn tími til að einhver axli pólitíska ábyrgð og forystu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar