Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2024 10:26 Hilmar segir að það ætti ekki að koma Sigurði Inga á óvart að stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða. „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. „Þau sem eru með lífeyrissjóðslánin og þau sem eru á leigumarkaðnum, við sitjum eftir. Ríkisstjórnin tók umræðuna við bankana sem felldu niður vexti og verðbætur en svo bara hættu þeir. Svo hefur ekkert heyrst. Við sitjum bara eftir og við bara borgum,“ sagði Hilmar um stöðu þessa hóps. „Viðbrögðin hafa verið mjög sterk og það leynir sér ekki að það er mikil ánægja með umfjöllunina,“ sagði Hilmar í framhaldsviðtali í Bítinu í morgun. „En þessi svör frá ráðherranum... að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum.“ Hilmar er þarna að vísa til viðbragða ráðherra, sem Bítið ræddi við í framhaldinu af fyrra viðtalinu við Hilmar. Þar sagði Sigurður Ingi að stjórnvöld hefðu staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðirnir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum í Grindavík. Lífeyrissjóðirnir hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé ekki heimilt að fella niður vexti og verðbætur Grindvíkinga, þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í annað en að greiða út lífeyri. Ráðherra sagði álitamál hvort þessi lagatúlkun væri rétt en að þingið og stjórnvöld þyrftu að skoða málið. „Lífeyrissjóðirnir voru mjög skýrir og hafa verið mjög skýrir í sínum skoðunum að þeir ætli ekki að fella niður vexti og verðbætur eins og bankarnir og Sigurður Ingi sagði á íbúafundi 12. desember að [stjórnvöld] væru að bíða eftir svörum áður en [þau] myndu stíga inn í. Svo kom þarna svarið minnir mig daginn eftir íbúafundinn og þá kom bara svarið hreint og beint að þeir ætluðu ekki að fara sömu leið og bankarnir, að fella niður vexti og verðbætur. Síðan hefur ekkert heyrst í ríkisstjórninni,“ sagði Hilmar í morgun. Hann segir fólk mjög hissa og ósátt og segist spyrja sig að því af hverju Sigurður Ingi telji eitthvað hafa breyst síðan þá. „Ég myndi halda það að ríkisstjórnin og Sigurður Ingi ættu að vera inni í þessum málum og hefðu átt að fylgjast með.“ Hilma segir það klárlega hafa verið skilning íbúa að ef svör lífeyrissjóðanna yrðu á þennan veg myndu stjórnvöld grípa til sinna ráða. Hvað varðar bæjaryfirvöld í Grindavík segir hann ekkert hafa heyrst frá þeim. „Nú er maður svolítið hræddur um að hún sofni umræðan,“ sagði hann spurður um framhaldið og hvatti fjölmiðla til að fylgja málinu eftir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lífeyrissjóðir Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
„Þau sem eru með lífeyrissjóðslánin og þau sem eru á leigumarkaðnum, við sitjum eftir. Ríkisstjórnin tók umræðuna við bankana sem felldu niður vexti og verðbætur en svo bara hættu þeir. Svo hefur ekkert heyrst. Við sitjum bara eftir og við bara borgum,“ sagði Hilmar um stöðu þessa hóps. „Viðbrögðin hafa verið mjög sterk og það leynir sér ekki að það er mikil ánægja með umfjöllunina,“ sagði Hilmar í framhaldsviðtali í Bítinu í morgun. „En þessi svör frá ráðherranum... að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum.“ Hilmar er þarna að vísa til viðbragða ráðherra, sem Bítið ræddi við í framhaldinu af fyrra viðtalinu við Hilmar. Þar sagði Sigurður Ingi að stjórnvöld hefðu staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðirnir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum í Grindavík. Lífeyrissjóðirnir hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé ekki heimilt að fella niður vexti og verðbætur Grindvíkinga, þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í annað en að greiða út lífeyri. Ráðherra sagði álitamál hvort þessi lagatúlkun væri rétt en að þingið og stjórnvöld þyrftu að skoða málið. „Lífeyrissjóðirnir voru mjög skýrir og hafa verið mjög skýrir í sínum skoðunum að þeir ætli ekki að fella niður vexti og verðbætur eins og bankarnir og Sigurður Ingi sagði á íbúafundi 12. desember að [stjórnvöld] væru að bíða eftir svörum áður en [þau] myndu stíga inn í. Svo kom þarna svarið minnir mig daginn eftir íbúafundinn og þá kom bara svarið hreint og beint að þeir ætluðu ekki að fara sömu leið og bankarnir, að fella niður vexti og verðbætur. Síðan hefur ekkert heyrst í ríkisstjórninni,“ sagði Hilmar í morgun. Hann segir fólk mjög hissa og ósátt og segist spyrja sig að því af hverju Sigurður Ingi telji eitthvað hafa breyst síðan þá. „Ég myndi halda það að ríkisstjórnin og Sigurður Ingi ættu að vera inni í þessum málum og hefðu átt að fylgjast með.“ Hilma segir það klárlega hafa verið skilning íbúa að ef svör lífeyrissjóðanna yrðu á þennan veg myndu stjórnvöld grípa til sinna ráða. Hvað varðar bæjaryfirvöld í Grindavík segir hann ekkert hafa heyrst frá þeim. „Nú er maður svolítið hræddur um að hún sofni umræðan,“ sagði hann spurður um framhaldið og hvatti fjölmiðla til að fylgja málinu eftir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lífeyrissjóðir Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira