Reykjavík eignist nýja vini í Palestínu Stefán Pálsson skrifar 11. janúar 2024 07:00 Árið 1944 tóku enska borgin Coventry og Stalíngrað í Sovétríkjunum upp vinaborgasamband. Sú fyrrnefnda hafði farið verst allra borga á Bretlandseyjum út úr loftárásum Þjóðverja og sú síðarnefnda mátti heita rústir einar eftir langvinnt og blóðugt umsátur í stríðinu. Nokkrum misserum síðar þróuðu íbúar Coventry hugmyndina lengra og stofnuðu til vinaborgasambands við þýskar borgir sem sömuleiðis höfðu mátt þola harðar loftárásir, þar á meðal Dresden sem orðið hafði fyrir gríðarlegum eldsprengjuárásum. Talið er að þessi táknræni gjörningur hafi skipt talsverðu máli við að græða sárin og vinna að sáttum milli þjóðanna teggja sem svo skömmu áður höfðu barist á banaspjótum. Coventry var ekki fyrsta borgin til að koma á vinasambandi við aðrar borgir. Vinaborgir, einnig nefndar systraborgir eða tvíburaborgir, höfðu þekkst á fyrri helmingi tuttugustu aldar en vinsældir fyrirbærisins hófust fyrst fyrir alvöru eftir stríðið og voru nátengdar hugsjónum um frið og útrýmingu styrjalda. Í stórum hlutum heimsins má það teljast viðtekin venja að borgir og stærri sveitarfélög eigi í slíku samstarfi við eina að fleiri borgir og bæi í öðrum ríkjum. Inntak slíks samstarfs er mismunandi í hverju tilfelli. Stundum er það lítið annað en að nafninu til en í öðrum tilvikum hefur vinaborgarsamband verið kveikja að ýmis konar samskiptum, svo sem stúdentaskiptum eða gagnkvæmum heimsóknum listamanna eða íþróttafólks. Vinaborgasamband kannað Á síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur var samþykkt að vinna áfram að tillögu okkar Vinstri grænna um að Reykjavíkurborg kanni möguleika og kosti þess að koma á vinabæjarsambandi við borg eða sveitarfélag í Palestínu. Fordæmið er augljóst. Í fyrra gerðist Reykjavík vinaborg Lviv í Úkraínu og var tilgangurinn augljóslega sá að senda skýr pólitísk skilaboð um samstöðu með fórnarlömbum árásarstríðsins þar í landi. Óþarf er að fjölyrða um hrylling þann sem fylgt hefur árásum Ísraelshers á Gaza síðustu vikur með óheyrilegu mannfalli og þjáningum borgara. Saga hernáms og ofbeldis á svæðinu er þó miklu lengri og öllum kunn. Heimsbyggðin getur ekki setið hjá og fylgst aðgerðalaust með. Með því að efna til vinaborgarsambands við samfélög í Palestínu myndi Reykjavík senda skýr og uppbyggileg skilaboð. Fyrirmyndina að slíku samstarfi mætti hæglega sækja til vina okkar Norðmanna sem búa að langri hefð fyrir slíku. Norskar borgir og stórbæir hafa t.a.m. verið í vinarborgasambandi við Ramallah, Nablus og Gazaborg. Í mörgum tilvikum hefur það orðið kveikjan að blómlegum ungmennasamskiptum og listsköpun. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Borgarstjórn Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Árið 1944 tóku enska borgin Coventry og Stalíngrað í Sovétríkjunum upp vinaborgasamband. Sú fyrrnefnda hafði farið verst allra borga á Bretlandseyjum út úr loftárásum Þjóðverja og sú síðarnefnda mátti heita rústir einar eftir langvinnt og blóðugt umsátur í stríðinu. Nokkrum misserum síðar þróuðu íbúar Coventry hugmyndina lengra og stofnuðu til vinaborgasambands við þýskar borgir sem sömuleiðis höfðu mátt þola harðar loftárásir, þar á meðal Dresden sem orðið hafði fyrir gríðarlegum eldsprengjuárásum. Talið er að þessi táknræni gjörningur hafi skipt talsverðu máli við að græða sárin og vinna að sáttum milli þjóðanna teggja sem svo skömmu áður höfðu barist á banaspjótum. Coventry var ekki fyrsta borgin til að koma á vinasambandi við aðrar borgir. Vinaborgir, einnig nefndar systraborgir eða tvíburaborgir, höfðu þekkst á fyrri helmingi tuttugustu aldar en vinsældir fyrirbærisins hófust fyrst fyrir alvöru eftir stríðið og voru nátengdar hugsjónum um frið og útrýmingu styrjalda. Í stórum hlutum heimsins má það teljast viðtekin venja að borgir og stærri sveitarfélög eigi í slíku samstarfi við eina að fleiri borgir og bæi í öðrum ríkjum. Inntak slíks samstarfs er mismunandi í hverju tilfelli. Stundum er það lítið annað en að nafninu til en í öðrum tilvikum hefur vinaborgarsamband verið kveikja að ýmis konar samskiptum, svo sem stúdentaskiptum eða gagnkvæmum heimsóknum listamanna eða íþróttafólks. Vinaborgasamband kannað Á síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur var samþykkt að vinna áfram að tillögu okkar Vinstri grænna um að Reykjavíkurborg kanni möguleika og kosti þess að koma á vinabæjarsambandi við borg eða sveitarfélag í Palestínu. Fordæmið er augljóst. Í fyrra gerðist Reykjavík vinaborg Lviv í Úkraínu og var tilgangurinn augljóslega sá að senda skýr pólitísk skilaboð um samstöðu með fórnarlömbum árásarstríðsins þar í landi. Óþarf er að fjölyrða um hrylling þann sem fylgt hefur árásum Ísraelshers á Gaza síðustu vikur með óheyrilegu mannfalli og þjáningum borgara. Saga hernáms og ofbeldis á svæðinu er þó miklu lengri og öllum kunn. Heimsbyggðin getur ekki setið hjá og fylgst aðgerðalaust með. Með því að efna til vinaborgarsambands við samfélög í Palestínu myndi Reykjavík senda skýr og uppbyggileg skilaboð. Fyrirmyndina að slíku samstarfi mætti hæglega sækja til vina okkar Norðmanna sem búa að langri hefð fyrir slíku. Norskar borgir og stórbæir hafa t.a.m. verið í vinarborgasambandi við Ramallah, Nablus og Gazaborg. Í mörgum tilvikum hefur það orðið kveikjan að blómlegum ungmennasamskiptum og listsköpun. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun