Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. janúar 2024 23:00 Sigmundur Davíð segir breytinguna fela í sér að gera líf Íslendingar flóknara. Vísir/Vilhelm Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigmundar, þar sem hann spyr: „Af hverju þarf stöðugt að reyna að gera lífið erfiðara og leiðinlegra í nafni einhvers konar nútímavæðingar?“ RÚV greindi frá áformunum á vef sínum í dag, en í frétt miðilsins segir að öll stæði við Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll verði gjaldskyld frá og með febrúarmánuði. Þá er haft eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia að ætli maður sér að leggja við flugvellina verði fyrsta korterið frítt, en síðan verði 350 krónur rukkaðar fyrir klukkutímann og 1750 krónur fyrir daginn, fyrstu sjö dagana áður en verðið lækkar. Sigmundur er ekki spenntur fyrir þessum breytingum. Hann minnist þess að lengi hafa verið uppi áform um að rukka fyrir bílastæði við Reykjavíkurflugvöll, en sem betur fer, að hans sögn, hefur ekkert orðið úr því. „Við höfum nóg land undir bílastæði við flugvelli á landsbyggðinni. Þau geta verið malarstæði mín vegna,“ segir Sigmundur. „Við Íslendingar viljum vera frjálsir. Það er einn af kostum þess að búa hérna,“ Hann nefnir að Íslendingar hafi ekki þurft að skrá persónuupplýsingar sínar til að leggja bílum. „Svo ég tali nú ekki um, eins og nú er boðað, að eitthvað rafrænt eftirlitskerfi sé notað til að fylgjast með og refsa fólki fyrir að mæta á flugvöllinn að sækja vin sem þurfti að bíða í 10 mín. eftir töskunni.“ Í lok færslu sinnar segir Sigmundur að Ísland hafi séð miklar framfarir undanfarna áratugi „En flóknara líf, aukið eftirlit og gjaldheimta teljast ekki til framfara í minni bók,“ bætir hann við. Bílastæði Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Samgöngur Múlaþing Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigmundar, þar sem hann spyr: „Af hverju þarf stöðugt að reyna að gera lífið erfiðara og leiðinlegra í nafni einhvers konar nútímavæðingar?“ RÚV greindi frá áformunum á vef sínum í dag, en í frétt miðilsins segir að öll stæði við Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll verði gjaldskyld frá og með febrúarmánuði. Þá er haft eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia að ætli maður sér að leggja við flugvellina verði fyrsta korterið frítt, en síðan verði 350 krónur rukkaðar fyrir klukkutímann og 1750 krónur fyrir daginn, fyrstu sjö dagana áður en verðið lækkar. Sigmundur er ekki spenntur fyrir þessum breytingum. Hann minnist þess að lengi hafa verið uppi áform um að rukka fyrir bílastæði við Reykjavíkurflugvöll, en sem betur fer, að hans sögn, hefur ekkert orðið úr því. „Við höfum nóg land undir bílastæði við flugvelli á landsbyggðinni. Þau geta verið malarstæði mín vegna,“ segir Sigmundur. „Við Íslendingar viljum vera frjálsir. Það er einn af kostum þess að búa hérna,“ Hann nefnir að Íslendingar hafi ekki þurft að skrá persónuupplýsingar sínar til að leggja bílum. „Svo ég tali nú ekki um, eins og nú er boðað, að eitthvað rafrænt eftirlitskerfi sé notað til að fylgjast með og refsa fólki fyrir að mæta á flugvöllinn að sækja vin sem þurfti að bíða í 10 mín. eftir töskunni.“ Í lok færslu sinnar segir Sigmundur að Ísland hafi séð miklar framfarir undanfarna áratugi „En flóknara líf, aukið eftirlit og gjaldheimta teljast ekki til framfara í minni bók,“ bætir hann við.
Bílastæði Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Samgöngur Múlaþing Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira