Framboðstilkynning til forseta Gunnar Ásgrímsson skrifar 12. janúar 2024 12:30 Nú þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs til forsetaembættisins, þá hef ég eftir samráð við mína nánustu og margar áskoranir tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram til forseta. Svona gæti tilkynning frá einhverjum stjórnarmanna okkar í Sambandi ungra Framsóknarmanna hljómað ef ekki væri fyrir það smáatriði að í stjórnarskrá Íslands er ungu fólki, undir 35 ára aldri, óheimilt að bjóða sig fram til forseta. Auk 35 ára aldurs eru ekki margar kröfur gerðar til forsetaframbjóðanda. Íslenskur ríkisborgararéttur, kosningaréttur og 1500 meðmæli. Hvorki er gerð krafa um fasta búsetu á Íslandi né hreint sakavottorð. Væri ekki heldur ráð að viðhalda virðingu embættis þjóðhöfðingja með því að gera kröfu um meira en 1500 meðmæli frekar en að meina kosningabærum, löghlýðnum skattgreiðendum frá því að bjóða fram krafta sína? Við í Ung Framsókn höfum ekki enn heyrt sannfærandi rök fyrir því að meina ungu fólki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það sama unga fólk getur verið kjörið í sveitarstjórnir, til Alþingis og jafnvel gegnt stöðu ráðherra. Yngri einstaklingur gæti því verið handhafi forsetavalds í fjarveru forseta, þar sem ekki er sett slík aldurstakmörkun á embætti forsætisráðherra eða forseta Alþingis. Í stefnu Framsóknar í stjórnskipunar- og alþjóðamálum, sem var samþykkt á flokksþingi 2021 segir “Þá vill Framsókn að […] Öll réttindi sem tengjast fullorðinsaldri verði virk við 18 ára aldur“, einnig hefur Ung Framsókn ályktað “Ungt Framsóknarfólk vill að öll aldurstengd réttindi fullorðinna verði endurskoðuð eftir 18 ára aldur með það í huga að afnema aldurstakmarkanir”. Krefjumst við í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna að við allar framtíðarendurskoðanir á stjórnarskrá verði unnið að því að fella niður þessa reglu. Það er óásættanlegt að í nútíma lýðræðisríki séu settar fram slíkar hindranir í veg fólks sem hyggur að forsetaframboði, sem virðast aðeins byggðar á aldursfordómum. Treystum íslensku þjóðinni til þess að meta hæfi frambjóðenda sjálf á kjörstað, hún hefur staðið sig vel í því verkefni til þessa. F.h Sambands ungra Framsóknarmanna. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Forseti Íslands Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs til forsetaembættisins, þá hef ég eftir samráð við mína nánustu og margar áskoranir tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram til forseta. Svona gæti tilkynning frá einhverjum stjórnarmanna okkar í Sambandi ungra Framsóknarmanna hljómað ef ekki væri fyrir það smáatriði að í stjórnarskrá Íslands er ungu fólki, undir 35 ára aldri, óheimilt að bjóða sig fram til forseta. Auk 35 ára aldurs eru ekki margar kröfur gerðar til forsetaframbjóðanda. Íslenskur ríkisborgararéttur, kosningaréttur og 1500 meðmæli. Hvorki er gerð krafa um fasta búsetu á Íslandi né hreint sakavottorð. Væri ekki heldur ráð að viðhalda virðingu embættis þjóðhöfðingja með því að gera kröfu um meira en 1500 meðmæli frekar en að meina kosningabærum, löghlýðnum skattgreiðendum frá því að bjóða fram krafta sína? Við í Ung Framsókn höfum ekki enn heyrt sannfærandi rök fyrir því að meina ungu fólki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það sama unga fólk getur verið kjörið í sveitarstjórnir, til Alþingis og jafnvel gegnt stöðu ráðherra. Yngri einstaklingur gæti því verið handhafi forsetavalds í fjarveru forseta, þar sem ekki er sett slík aldurstakmörkun á embætti forsætisráðherra eða forseta Alþingis. Í stefnu Framsóknar í stjórnskipunar- og alþjóðamálum, sem var samþykkt á flokksþingi 2021 segir “Þá vill Framsókn að […] Öll réttindi sem tengjast fullorðinsaldri verði virk við 18 ára aldur“, einnig hefur Ung Framsókn ályktað “Ungt Framsóknarfólk vill að öll aldurstengd réttindi fullorðinna verði endurskoðuð eftir 18 ára aldur með það í huga að afnema aldurstakmarkanir”. Krefjumst við í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna að við allar framtíðarendurskoðanir á stjórnarskrá verði unnið að því að fella niður þessa reglu. Það er óásættanlegt að í nútíma lýðræðisríki séu settar fram slíkar hindranir í veg fólks sem hyggur að forsetaframboði, sem virðast aðeins byggðar á aldursfordómum. Treystum íslensku þjóðinni til þess að meta hæfi frambjóðenda sjálf á kjörstað, hún hefur staðið sig vel í því verkefni til þessa. F.h Sambands ungra Framsóknarmanna. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun