Til þeirra sem eiga miða á Lúnu í Borgarleikhúsinu Drífa Snædal skrifar 16. janúar 2024 10:30 Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. Þetta ýfði upp sár brotaþola Heiðars en hann hlaut dóm árið 1996 fyrir húsbrot og kynferðisbrot gagnvart 18 ára dreng á Egilsstöðum. Í dómnum eru tvö vitni sem skýra frá broti gagnvart sér og fyrr sama ár hlaut hann dóm fyrir kynferðisbrot á Akureyri. Þó langt sé um liðið þá olli það vanlíðan og undrun brotaþola að sett væri upp leikverk þar sem Heiðari væri hampað eða um hann fjallað. Þetta er ekki verk sem gagnrýnir hann sem kynferðisbrotamann eða fjallar um það heldur um „fegurðina“ eins og leikskáldið kemst að orði. Það rétta hefði verið þegar fjalla á um kynferðisbrotamenn að hafa samband við brotaþola þeirra fyrirfram og fá þeirra afstöðu til frásagnarinnar. Ef viðkomandi kæra sig ekki um að málið sé tekið fyrir skal virða þær óskir til að koma í veg fyrir vanvirðingu. Reynsla brotaþola er þessu ekki óviðkomandi. Við hjá Stígamótum fengum ákall um aðstoð við brotaþola að koma á framfæri þeirra viðhorfum. Ég hef verið í samskiptum við tvo brotaþola og að auki fengið afrit af bréfi sem var sent Borgarleikhúsinu frá þriðja brotaþolanum. Allir lýsa þeir vanlíðan og vanvirðingu gagnvart sinni upplifun af Heiðari að þetta verk sé sett á fjalirnar. Það er því ekki rétt sem Tyrfingur segir í viðtali við Vísi þann 28. desember síðastliðinn: „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ.” Fulltrúar Borgarleikhússins, stjórnin þar með talin hafa vitneskju um þrjá brotaþola sem hafa meið einhverjum hætti komið á framfæri upplifun af vanvirðingu og að auki hafa fulltrúar Stígamóta átt fund með meðal annars leikhússtjóra og leikskáldinu til að fara yfir þann sársauka sem svona sýning getur valdið og að það væri nær að vera með brotaþolavæna nálgun í verkum og framkomu. Titill verksins skiptir þar litlu máli, miklu frekar umfjöllunarefnið en Tyrfingur segir engu hafa verið breytt í verkinu sjálfu. Nú kunna ýmsir að segja að listin megi allt og stór listaverk hafi einmitt troðið ýmsum um tær í gegnum tíðina. Borgarleikhússtjóri segir leikhúsið vera á „lendum frásagnarlistarinnar” og þar má víst allt. Ég lít hinsvegar á málið í stærra samhengi og sem hluta af samfélagi sem neitar ekki einungis að viðurkenna alvarleika kynferðisbrota heldur vill alls ekki að gerendur þurfi að axla ábyrgð. Kynferðisofbeldi er ógeð og smánarblettur í okkar samfélagi en nú um mundir virðist fólk aðallega hafa áhyggjur af því að þeir sem brjóta á öðru fólki megi ekki láta ljós sitt skína opinberlega lengur. Minni áhyggjur eru af því að kynferðisbrot geta haft áhrif á brotaþola allt þeirra líf og þó fólk hafi leitað sér hjálpar getur komið bakslag í líðan og það er sannanlega raunin hér. Borgarleikhúsið virðir ekki óskir brotaþola eða alvarleika afleiðinga á þolendur heldur ákveður, þrátt fyrir óskir um annað, að stilla kynferðisbrotamanni í kastljósið af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis. Þetta finnst mér mikilvægt að gestir sýningarinnar Lúna viti. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikhús Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Drífa Snædal Tengdar fréttir Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35 Langar stundum að verða slaufað „Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 6. maí 2023 08:00 Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. Þetta ýfði upp sár brotaþola Heiðars en hann hlaut dóm árið 1996 fyrir húsbrot og kynferðisbrot gagnvart 18 ára dreng á Egilsstöðum. Í dómnum eru tvö vitni sem skýra frá broti gagnvart sér og fyrr sama ár hlaut hann dóm fyrir kynferðisbrot á Akureyri. Þó langt sé um liðið þá olli það vanlíðan og undrun brotaþola að sett væri upp leikverk þar sem Heiðari væri hampað eða um hann fjallað. Þetta er ekki verk sem gagnrýnir hann sem kynferðisbrotamann eða fjallar um það heldur um „fegurðina“ eins og leikskáldið kemst að orði. Það rétta hefði verið þegar fjalla á um kynferðisbrotamenn að hafa samband við brotaþola þeirra fyrirfram og fá þeirra afstöðu til frásagnarinnar. Ef viðkomandi kæra sig ekki um að málið sé tekið fyrir skal virða þær óskir til að koma í veg fyrir vanvirðingu. Reynsla brotaþola er þessu ekki óviðkomandi. Við hjá Stígamótum fengum ákall um aðstoð við brotaþola að koma á framfæri þeirra viðhorfum. Ég hef verið í samskiptum við tvo brotaþola og að auki fengið afrit af bréfi sem var sent Borgarleikhúsinu frá þriðja brotaþolanum. Allir lýsa þeir vanlíðan og vanvirðingu gagnvart sinni upplifun af Heiðari að þetta verk sé sett á fjalirnar. Það er því ekki rétt sem Tyrfingur segir í viðtali við Vísi þann 28. desember síðastliðinn: „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ.” Fulltrúar Borgarleikhússins, stjórnin þar með talin hafa vitneskju um þrjá brotaþola sem hafa meið einhverjum hætti komið á framfæri upplifun af vanvirðingu og að auki hafa fulltrúar Stígamóta átt fund með meðal annars leikhússtjóra og leikskáldinu til að fara yfir þann sársauka sem svona sýning getur valdið og að það væri nær að vera með brotaþolavæna nálgun í verkum og framkomu. Titill verksins skiptir þar litlu máli, miklu frekar umfjöllunarefnið en Tyrfingur segir engu hafa verið breytt í verkinu sjálfu. Nú kunna ýmsir að segja að listin megi allt og stór listaverk hafi einmitt troðið ýmsum um tær í gegnum tíðina. Borgarleikhússtjóri segir leikhúsið vera á „lendum frásagnarlistarinnar” og þar má víst allt. Ég lít hinsvegar á málið í stærra samhengi og sem hluta af samfélagi sem neitar ekki einungis að viðurkenna alvarleika kynferðisbrota heldur vill alls ekki að gerendur þurfi að axla ábyrgð. Kynferðisofbeldi er ógeð og smánarblettur í okkar samfélagi en nú um mundir virðist fólk aðallega hafa áhyggjur af því að þeir sem brjóta á öðru fólki megi ekki láta ljós sitt skína opinberlega lengur. Minni áhyggjur eru af því að kynferðisbrot geta haft áhrif á brotaþola allt þeirra líf og þó fólk hafi leitað sér hjálpar getur komið bakslag í líðan og það er sannanlega raunin hér. Borgarleikhúsið virðir ekki óskir brotaþola eða alvarleika afleiðinga á þolendur heldur ákveður, þrátt fyrir óskir um annað, að stilla kynferðisbrotamanni í kastljósið af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis. Þetta finnst mér mikilvægt að gestir sýningarinnar Lúna viti. Höfundur er talskona Stígamóta.
Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35
Langar stundum að verða slaufað „Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 6. maí 2023 08:00
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun