Apple veltir Samsung úr sessi Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2024 10:24 Apple seldi meira en fimmtung allra nýrra síma í heiminum á síðasta ári. AP/Andy Wong Bandaríska fyrirtækið Apple velti á síðasta ári tæknirisanum Samsung, frá Suður-Kóreu, úr sessi á toppi snjallsímamarkaðs heimsins. Þar hafði Samsung setið í tólf ár sem fyrirtækið sem seldi flesta snjallsíma í heiminum. Samkvkæmt gögnum greinenda fyrirtækisins International Data Corp. seldi Apple 20,1 prósent allra snjallsíma sem seldir voru í heiminum á síðasta ári. Þar á eftir kom Samsung með 19,4 prósent en kínverska fyrirtækið Xiaomi var í þriðja sæti með 12,5 prósent. Þegar kemur að því að kaupa nýrri snjallsíma hafa kaupendur heilt yfir haldið að sér höndum á undanförnum árum. Sala nýrra síma dróst saman um 3,2 prósent í fyrra, borið saman við árið 2022. Alls voru seldir 1,17 milljarðar síma árið 2023 og hefur fjöldinn ekki verið lægri í áratug. Apple var eina fyrirtækið af þremur efstu sem seldi fleiri síma í fyrra en árið 2022 og jókst salan um 3,7 prósent. Salan hjá Samsung dróst saman um 13,6 prósent í fyrra, samkvæmt gögnum IDC. Reuters hefur eftir öðrum greinendum að breytinguna megi að miklu leiti rekja til þess að forsvarsmenn Samsung hafi einbeitt sér að betri og dýrari símum, frekar en að því að selja marga síma, með því markmiði að hámarka hagnað. Apple Samsung Bandaríkin Suður-Kórea Tækni Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samkvkæmt gögnum greinenda fyrirtækisins International Data Corp. seldi Apple 20,1 prósent allra snjallsíma sem seldir voru í heiminum á síðasta ári. Þar á eftir kom Samsung með 19,4 prósent en kínverska fyrirtækið Xiaomi var í þriðja sæti með 12,5 prósent. Þegar kemur að því að kaupa nýrri snjallsíma hafa kaupendur heilt yfir haldið að sér höndum á undanförnum árum. Sala nýrra síma dróst saman um 3,2 prósent í fyrra, borið saman við árið 2022. Alls voru seldir 1,17 milljarðar síma árið 2023 og hefur fjöldinn ekki verið lægri í áratug. Apple var eina fyrirtækið af þremur efstu sem seldi fleiri síma í fyrra en árið 2022 og jókst salan um 3,7 prósent. Salan hjá Samsung dróst saman um 13,6 prósent í fyrra, samkvæmt gögnum IDC. Reuters hefur eftir öðrum greinendum að breytinguna megi að miklu leiti rekja til þess að forsvarsmenn Samsung hafi einbeitt sér að betri og dýrari símum, frekar en að því að selja marga síma, með því markmiði að hámarka hagnað.
Apple Samsung Bandaríkin Suður-Kórea Tækni Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira