Trúnaðarupplýsingar fjölda fólks undir í málinu Bjarki Sigurðsson skrifar 18. janúar 2024 11:29 Sigurður Örn Hilmarsson er formaður Lögmannafélags Íslands. Formaður Lögmannafélags Íslands segir hart hafa verið gengið fram þegar lögregla fékk leyfi til að skoða öll gögn í síma lögmanns. Ósk hans um að vera viðstaddur þinghald var hafnað. Hann kallar eftir lagabreytingum. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, fékk ekki að vera viðstaddur þinghald í máli þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að fá að skoða rafræn gögn í farsíma lögfræðings. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur lögfræðingur Hildur Sólveig Pétursdóttir sem er lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur sem fékk nýlega tuttugu mánaða dóm í Noregi fyrir að nema börnin sín á brott. Málið varði heila stétt Þinghald málsins var lokað en Sigurður segist hafa viljað vera viðstaddur eingöngu til að fylgjast með málinu fyrir hönd Lögmannafélagsins. Málið varði lögmannastéttina alla. „Þarna er gengið hart fram og það sem ég óttast er að framgangurinn sé líka ómarkviss vegna þess að undir eru ekki eingöngu sakamálið sem lögreglan er að rannsaka hverju sinni, heldur trúnaðarupplýsingar um alla aðra skjólstæðinga lögmannsins. Með því að leita svona í síma lögmanns og þeim skýjaþjónum sem hann tengist, þar eru undir öll gögnin,“ segir Sigurður. Kallar eftir viðbrögðum Hann segir það ekki hafa komið sér á óvart að hann hafi ekki fengið að vera viðstaddur málið enda sé meginreglan að annaðhvort geti allir mætt eða enginn. Hann kærði þó ákvörðunina en Landsréttur staðfesti hana. „Ég ítreka, þetta er ekki eingöngu gögn skjólstæðinga lögmannsins heldur allra gagnaðila og svo framvegis og svo framvegis. Þess vegna finnst mér rétt að það sé farið varlega að þessu. Þetta er ekki í síðasta skiptið sem þessi staða kemur upp og þess vegna er það áríðandi að löggjafinn bregðist við þessu og í lögunum verði tekið sérstakt tillit til þessarar óvenjulegu stöðu,“ segir Sigurður. Lögmennska Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, fékk ekki að vera viðstaddur þinghald í máli þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að fá að skoða rafræn gögn í farsíma lögfræðings. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur lögfræðingur Hildur Sólveig Pétursdóttir sem er lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur sem fékk nýlega tuttugu mánaða dóm í Noregi fyrir að nema börnin sín á brott. Málið varði heila stétt Þinghald málsins var lokað en Sigurður segist hafa viljað vera viðstaddur eingöngu til að fylgjast með málinu fyrir hönd Lögmannafélagsins. Málið varði lögmannastéttina alla. „Þarna er gengið hart fram og það sem ég óttast er að framgangurinn sé líka ómarkviss vegna þess að undir eru ekki eingöngu sakamálið sem lögreglan er að rannsaka hverju sinni, heldur trúnaðarupplýsingar um alla aðra skjólstæðinga lögmannsins. Með því að leita svona í síma lögmanns og þeim skýjaþjónum sem hann tengist, þar eru undir öll gögnin,“ segir Sigurður. Kallar eftir viðbrögðum Hann segir það ekki hafa komið sér á óvart að hann hafi ekki fengið að vera viðstaddur málið enda sé meginreglan að annaðhvort geti allir mætt eða enginn. Hann kærði þó ákvörðunina en Landsréttur staðfesti hana. „Ég ítreka, þetta er ekki eingöngu gögn skjólstæðinga lögmannsins heldur allra gagnaðila og svo framvegis og svo framvegis. Þess vegna finnst mér rétt að það sé farið varlega að þessu. Þetta er ekki í síðasta skiptið sem þessi staða kemur upp og þess vegna er það áríðandi að löggjafinn bregðist við þessu og í lögunum verði tekið sérstakt tillit til þessarar óvenjulegu stöðu,“ segir Sigurður.
Lögmennska Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45
Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37
Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30