„Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2024 11:55 Jóhannes Þór segir að til framtíðar verði að liggja fyrir áætlanir fyrir atvinnustarfsemi í Svartsengi. Vísir/Arnar Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. Opnunin nær til lónsins sjálfs, kaffihússins, vetiingastaðarins Laca, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vef lónsins var ákvörðunin tekin í nánu samráði við yfirvöld. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar opnuninni. „Ég held að það sé bara afar mikilvægt að það sé hægt að halda uppi starfsemi fyrirtækjanna í Svartsengi, þegar öryggisaðstæður sýna að það er mögulegt,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SA. Bláa lónið sé mikilvægasta vörumerki Íslands út á við. „Það er mjög mikið af gestum sem sækja Bláa lónið, af heildargestafjölda sem kemur til landsins,“ segir Jóhannes og bætir við að á síðasta ári hafi um annar hver ferðamaður sem hingað kom farið í Bláa lónið. Önnur staða en í Grindavík Um gagnrýni á að lónið geti verið opið en ekki sé ráðist í verðmætabjörgun í Grindavík segir Jóhannes að Svartsengi sé í annarri stöðu en Grindavíkurbær. „Miðað við hættumat Veðurstofunnar þá myndi gos innan varnargarðanna utan um Svartsengi þýða töluvert langan aðdraganda, fjórar til sjö klukkustundir að minnsta kosti. Því myndu fylgja miklir jarðskjálftar. Þetta eru svona þær upplýsingar sem gefnar hafa verið út.“ Bláa lónið og önnur fyrirtæki á svæðinu hafi sýnt fram á að rýmingar geti gengið hratt fyrir sig. Hættan sé því í lágmarki. „Ég ætla hins vegar ekki að leggja mat á það hvort fólk eigi að fá að sækja verðmæti í Grindavík, ég vona að það gerist sem fyrst,“ segir Jóhannes. Til framtíðar skipti mestu máli varðandi atvinnustarfsemi í Svartsengi að fyrir liggi lausnir og skýrar áætlanir um rýmingar, lokanir og opnanir eftir atvikum. „Þannig að þetta geti virkað til lengri tíma, því hinn möguleikinn er sá að þessi starfsemi verði lögð niður og það er bara einfaldlega ekki í boði.“ Grindavík Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. 18. janúar 2024 13:47 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Opnunin nær til lónsins sjálfs, kaffihússins, vetiingastaðarins Laca, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vef lónsins var ákvörðunin tekin í nánu samráði við yfirvöld. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar opnuninni. „Ég held að það sé bara afar mikilvægt að það sé hægt að halda uppi starfsemi fyrirtækjanna í Svartsengi, þegar öryggisaðstæður sýna að það er mögulegt,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SA. Bláa lónið sé mikilvægasta vörumerki Íslands út á við. „Það er mjög mikið af gestum sem sækja Bláa lónið, af heildargestafjölda sem kemur til landsins,“ segir Jóhannes og bætir við að á síðasta ári hafi um annar hver ferðamaður sem hingað kom farið í Bláa lónið. Önnur staða en í Grindavík Um gagnrýni á að lónið geti verið opið en ekki sé ráðist í verðmætabjörgun í Grindavík segir Jóhannes að Svartsengi sé í annarri stöðu en Grindavíkurbær. „Miðað við hættumat Veðurstofunnar þá myndi gos innan varnargarðanna utan um Svartsengi þýða töluvert langan aðdraganda, fjórar til sjö klukkustundir að minnsta kosti. Því myndu fylgja miklir jarðskjálftar. Þetta eru svona þær upplýsingar sem gefnar hafa verið út.“ Bláa lónið og önnur fyrirtæki á svæðinu hafi sýnt fram á að rýmingar geti gengið hratt fyrir sig. Hættan sé því í lágmarki. „Ég ætla hins vegar ekki að leggja mat á það hvort fólk eigi að fá að sækja verðmæti í Grindavík, ég vona að það gerist sem fyrst,“ segir Jóhannes. Til framtíðar skipti mestu máli varðandi atvinnustarfsemi í Svartsengi að fyrir liggi lausnir og skýrar áætlanir um rýmingar, lokanir og opnanir eftir atvikum. „Þannig að þetta geti virkað til lengri tíma, því hinn möguleikinn er sá að þessi starfsemi verði lögð niður og það er bara einfaldlega ekki í boði.“
Grindavík Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. 18. janúar 2024 13:47 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. 18. janúar 2024 13:47