Að vera mjúkur kennari í hörðum heimi Súsanna Ósk Gestsdóttir skrifar 21. janúar 2024 13:00 Að starfa í skóla með börnum eru forréttindi. Því miður eru margir sem álíta það fremur lítilfjörleg hlutskipti. Það þykir meira töff að vinna í öðrum geirum og höndla peninga og völd heldur en að vinna með fólki. Oft hefur verið talað um að kennarastarfið tilheyri „mjúku störfunum“ þ.e. störfum þar sem kvenlægir eiginleikar eins og færni í samskiptum, umhyggja og umönnun eru veigamestir. Með „mjúkum störfum“ er átt við störf sem ekki eru metin til launa en eru unnin af konum sem sjá tilgang í því að starfa náið með öðrum manneskjum þeim til heilla og hamingju. Oft er ætlast til þess (þó svo að enginn vogi sér að segja það upphátt) að slík störf séu unnin í sjálfboðavinnu. Slagorð kennarastéttarinnar gæti verið: Hlauptu hraðar og sinntu meiru fyrir sömu laun. Einhvern veginn vill það líka verða svo að þegar fleiri konur verða hluti af stéttum sem tilheyra grunnstoðum samfélagsins, t.d. læknastéttinni, lögreglustéttinni og kennarastéttinni, fara laun og virðing stéttarinnar niður á við. Það var nú eitt sinn þannig að meirihluti karlmanna sinnti kennslu barna á Íslandi og var það álitið mikið ábyrgðarstarf og voru laun gagnfræðikennara til að mynda sambærileg launum þingmanna árin 1964-1971 en árið 1960 voru karlkyns kennarar 62%. Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, nefnir að sem samfélag séum við ófær um að bera virðingu fyrir þekkingu sem byggir á tilfinningum og uppeldi. Horft er framhjá mikilvægri þekkingu kvenna og kvennastétta og störf meira og minna gengisfelld eftir því hvaða kyn sinnir því. Er það jafnrétti? Mega konur leita í störf sem reyna á góða samskiptahæfni og skipulagningu eða þurfa þær að leita á önnur mið og elta uppi karlastörf“ til þess að geta fengið mannsæmandi laun? Oft er talað um að konur þurfi að sækja sér stjórnunarstöður í auknum mæli, leita tækifæra þar sem konur eru í minnihluta til þess að rétta við launakjör sín á almennum vinnumarkaði. Hins vegar er minna rætt um að karlar þurfi að stíga upp og taka að sér „mjúku störfin“ til jafns við konur bæði á vinnumarkaði og á heimilinu. Það er því miður almenn skoðun að það sé í lagi að konur taki sér lengra fæðingarorlof en karlar einungis vegna þess að það kemur betur við heimilisbókhaldið. Karlar missa af þessum sökum af mikilvægum tíma með nýfæddum börnum sínum. Að eignast barn felur í sér tímabundna tekjuskerðingu en margir karlmenn virðast upplifa að barnauppeldi sé aðallega í höndum kvenna á meðan þeirra hlutverk sé að skaffa peningum til heimilisins. Á Íslandi og í nágrannalöndunum er kennaraskortur farinn að gera vart við sig. Reyndar hefur leikskólastigið alltaf liðið kennaraskort. Kennarastéttin er farin að eldast og ljóst er að skortur verður á kennurum næstu ár og áratugi ef ekki verður brugðist hressilega við. Í ljósi grafalvarlegra niðurstaðna Pisa er mikilvægt að styðja við stétt kennara og bjóða upp á samkeppnishæf laun og viðunandi starfsaðstæður. Lesskilningur barna fer hrakandi og á sama tíma fer hlutfall innflytjenda vaxandi. Börn koma inn í íslensk skólakerfi með ólíkar þarfir og bakgrunn og því er mikilvægt að fagfólk taki á móti því. Hlutfall starfsfólks með annað tungumál en íslensku í leikskólum er hærra en í nágrannalöndum. Eiga innflytjendur að sjá um að kenna börnum innflytjenda íslensku? Það er dæmi sem gengur ekki upp. Áhugaverð tölfræði fylgir niðurstöðum Pisa en má þar nefna að meðaldvalartími barna í leikskólum í Evrópu er 28 klst. á viku en að meðaltali er hann 37,5 klukkustundir á viku hér á landi. Reyndar hafa mörg sveitarfélög nú stillt upp 6 klst. gjaldfrjálsum leikskólum sem hefur nú þegar minnkað meðaldvalartíma barna allverulega. Áskorunin sem kennarar standa frammi fyrir eru æ fjölbreyttari nemendahópar en þá er mikilvægt að bregðast við því með því að minnka hópastærðir svo hægt sé að sinna þörfum nemenda. Starf kennarans er sífellt að breytast með breyttri samfélagsgerð. Starfið verður flóknara og ábyrgðin meiri. Grunnskólakennarar óska til að mynda eftir því að aukið fjármagn fylgi nemendum sem þurfi á stuðningi að halda í skólakerfinu en yfirvöld hafa virt þá ósk að vettugi. Það er sérkennilegt að fylgjast með umræðunni en sífellt oftar er minnst á mikilvægi „menntaðra kennara“ en kennari er lögverndað starfsheiti samkvæmt lögum nr. 95/2019. Ég hef ekki heyrt talað um að óskað sé eftir „menntuðum læknum“ til starfa á Landspítalanum en það gæti þó verið að það styttist í það en læknaskortur er einnig staðreynd á Íslandi. Í hverju felst starf deildarstjóra í leikskóla? Starf deildarstjóra í leikskóla er ýmsum fríðindum gætt. Sveigjanleiki í starfi er mikill kostur sem og starfsöryggi en þar sem ég starfa eru deildarstjórar inni á deild fjóra daga vikunnar en fimmti dagurinn er undirbúningsdagur. Alls fá leikskólakennarar 10 klst. í undirbúning á viku en það er kjarasamningsbundinn réttur. Undirbúningur getur verið allt frá því að undirbúa og taka foreldraviðtöl, leggja fyrir börnin verkefni og fara yfir niðurstöður, finna viðeigandi námsefni fyrir börn með ólíkar þarfir og bakgrunn. Eins getur verið gott að bóka vettvangsferðir fyrir börnin, undirbúa starfsmannasamtöl og lesa nýjustu fræðigreinarnar til að halda sér ferskum í starfi. Foreldrasamstarf er eitt af því mikilvægasta þegar kemur að starfi leikskólakennara og það getur falið í sér að senda foreldrum reglulega myndir af starfinu eða að undirbúa og halda foreldrakynningu í upphafi skólaárs – eða einfaldlega að vera sýnilegur á morgnana í fataklefanum. Góð samskipti við foreldra er algjört lykilatriði þegar kemur að vellíðan og velferð barna. Stytting vinnuvikunnar felur svo í sér að einn dag í viku lýk ég vinnudeginum í hádeginu en ég hef einnig möguleika á því að safna styttingu og taka þá lengra jólafrí, páskafrí eða sumarfrí. Það er nokkuð ljóst kvennastörf eru minna metin í samfélagi okkar og er það mjög sorgleg staðreynd. Það er nauðsynlegt að fá fleiri karla að borðinu og byggja upp kennarastéttina áður en það verður of seint. Ég vil hvetja karla sem konur til þess að kynna sér kennarastarfið en síðan árið 2019 hefur verið gefið út eitt leyfisbréf kennara sem gefur kost á auknum sveigjanleika í starfi þar sem möguleiki er að færa sig á milli skólastiga (leik-, grunn og framhaldsskóla). Ég vil líka hvetja kennara til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir samþykkja komandi kjarasamninga því að ljóst er að kennarar hafa verið snuðaðir alltof lengi um sómasamleg laun. Laun sérfræðinga hjá sveitarfélögum eru mun lægri en laun hjá ríkinu en þar starfa konur í meirihluta. Hið opinbera getur ekki firrt sig ábyrgð endalaust og viðhaldið launaójöfnuði og stutt við að kvennastéttir séu láglaunastéttir án þess að það hafi afdrifarík áhrif á framtíð og gæði menntakerfisins á Íslandi. Höfundur er leikskólakennari við Leikskólann Múlaborg í Reykjavík og aðalfulltrúi skólamálanefndar Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Að starfa í skóla með börnum eru forréttindi. Því miður eru margir sem álíta það fremur lítilfjörleg hlutskipti. Það þykir meira töff að vinna í öðrum geirum og höndla peninga og völd heldur en að vinna með fólki. Oft hefur verið talað um að kennarastarfið tilheyri „mjúku störfunum“ þ.e. störfum þar sem kvenlægir eiginleikar eins og færni í samskiptum, umhyggja og umönnun eru veigamestir. Með „mjúkum störfum“ er átt við störf sem ekki eru metin til launa en eru unnin af konum sem sjá tilgang í því að starfa náið með öðrum manneskjum þeim til heilla og hamingju. Oft er ætlast til þess (þó svo að enginn vogi sér að segja það upphátt) að slík störf séu unnin í sjálfboðavinnu. Slagorð kennarastéttarinnar gæti verið: Hlauptu hraðar og sinntu meiru fyrir sömu laun. Einhvern veginn vill það líka verða svo að þegar fleiri konur verða hluti af stéttum sem tilheyra grunnstoðum samfélagsins, t.d. læknastéttinni, lögreglustéttinni og kennarastéttinni, fara laun og virðing stéttarinnar niður á við. Það var nú eitt sinn þannig að meirihluti karlmanna sinnti kennslu barna á Íslandi og var það álitið mikið ábyrgðarstarf og voru laun gagnfræðikennara til að mynda sambærileg launum þingmanna árin 1964-1971 en árið 1960 voru karlkyns kennarar 62%. Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, nefnir að sem samfélag séum við ófær um að bera virðingu fyrir þekkingu sem byggir á tilfinningum og uppeldi. Horft er framhjá mikilvægri þekkingu kvenna og kvennastétta og störf meira og minna gengisfelld eftir því hvaða kyn sinnir því. Er það jafnrétti? Mega konur leita í störf sem reyna á góða samskiptahæfni og skipulagningu eða þurfa þær að leita á önnur mið og elta uppi karlastörf“ til þess að geta fengið mannsæmandi laun? Oft er talað um að konur þurfi að sækja sér stjórnunarstöður í auknum mæli, leita tækifæra þar sem konur eru í minnihluta til þess að rétta við launakjör sín á almennum vinnumarkaði. Hins vegar er minna rætt um að karlar þurfi að stíga upp og taka að sér „mjúku störfin“ til jafns við konur bæði á vinnumarkaði og á heimilinu. Það er því miður almenn skoðun að það sé í lagi að konur taki sér lengra fæðingarorlof en karlar einungis vegna þess að það kemur betur við heimilisbókhaldið. Karlar missa af þessum sökum af mikilvægum tíma með nýfæddum börnum sínum. Að eignast barn felur í sér tímabundna tekjuskerðingu en margir karlmenn virðast upplifa að barnauppeldi sé aðallega í höndum kvenna á meðan þeirra hlutverk sé að skaffa peningum til heimilisins. Á Íslandi og í nágrannalöndunum er kennaraskortur farinn að gera vart við sig. Reyndar hefur leikskólastigið alltaf liðið kennaraskort. Kennarastéttin er farin að eldast og ljóst er að skortur verður á kennurum næstu ár og áratugi ef ekki verður brugðist hressilega við. Í ljósi grafalvarlegra niðurstaðna Pisa er mikilvægt að styðja við stétt kennara og bjóða upp á samkeppnishæf laun og viðunandi starfsaðstæður. Lesskilningur barna fer hrakandi og á sama tíma fer hlutfall innflytjenda vaxandi. Börn koma inn í íslensk skólakerfi með ólíkar þarfir og bakgrunn og því er mikilvægt að fagfólk taki á móti því. Hlutfall starfsfólks með annað tungumál en íslensku í leikskólum er hærra en í nágrannalöndum. Eiga innflytjendur að sjá um að kenna börnum innflytjenda íslensku? Það er dæmi sem gengur ekki upp. Áhugaverð tölfræði fylgir niðurstöðum Pisa en má þar nefna að meðaldvalartími barna í leikskólum í Evrópu er 28 klst. á viku en að meðaltali er hann 37,5 klukkustundir á viku hér á landi. Reyndar hafa mörg sveitarfélög nú stillt upp 6 klst. gjaldfrjálsum leikskólum sem hefur nú þegar minnkað meðaldvalartíma barna allverulega. Áskorunin sem kennarar standa frammi fyrir eru æ fjölbreyttari nemendahópar en þá er mikilvægt að bregðast við því með því að minnka hópastærðir svo hægt sé að sinna þörfum nemenda. Starf kennarans er sífellt að breytast með breyttri samfélagsgerð. Starfið verður flóknara og ábyrgðin meiri. Grunnskólakennarar óska til að mynda eftir því að aukið fjármagn fylgi nemendum sem þurfi á stuðningi að halda í skólakerfinu en yfirvöld hafa virt þá ósk að vettugi. Það er sérkennilegt að fylgjast með umræðunni en sífellt oftar er minnst á mikilvægi „menntaðra kennara“ en kennari er lögverndað starfsheiti samkvæmt lögum nr. 95/2019. Ég hef ekki heyrt talað um að óskað sé eftir „menntuðum læknum“ til starfa á Landspítalanum en það gæti þó verið að það styttist í það en læknaskortur er einnig staðreynd á Íslandi. Í hverju felst starf deildarstjóra í leikskóla? Starf deildarstjóra í leikskóla er ýmsum fríðindum gætt. Sveigjanleiki í starfi er mikill kostur sem og starfsöryggi en þar sem ég starfa eru deildarstjórar inni á deild fjóra daga vikunnar en fimmti dagurinn er undirbúningsdagur. Alls fá leikskólakennarar 10 klst. í undirbúning á viku en það er kjarasamningsbundinn réttur. Undirbúningur getur verið allt frá því að undirbúa og taka foreldraviðtöl, leggja fyrir börnin verkefni og fara yfir niðurstöður, finna viðeigandi námsefni fyrir börn með ólíkar þarfir og bakgrunn. Eins getur verið gott að bóka vettvangsferðir fyrir börnin, undirbúa starfsmannasamtöl og lesa nýjustu fræðigreinarnar til að halda sér ferskum í starfi. Foreldrasamstarf er eitt af því mikilvægasta þegar kemur að starfi leikskólakennara og það getur falið í sér að senda foreldrum reglulega myndir af starfinu eða að undirbúa og halda foreldrakynningu í upphafi skólaárs – eða einfaldlega að vera sýnilegur á morgnana í fataklefanum. Góð samskipti við foreldra er algjört lykilatriði þegar kemur að vellíðan og velferð barna. Stytting vinnuvikunnar felur svo í sér að einn dag í viku lýk ég vinnudeginum í hádeginu en ég hef einnig möguleika á því að safna styttingu og taka þá lengra jólafrí, páskafrí eða sumarfrí. Það er nokkuð ljóst kvennastörf eru minna metin í samfélagi okkar og er það mjög sorgleg staðreynd. Það er nauðsynlegt að fá fleiri karla að borðinu og byggja upp kennarastéttina áður en það verður of seint. Ég vil hvetja karla sem konur til þess að kynna sér kennarastarfið en síðan árið 2019 hefur verið gefið út eitt leyfisbréf kennara sem gefur kost á auknum sveigjanleika í starfi þar sem möguleiki er að færa sig á milli skólastiga (leik-, grunn og framhaldsskóla). Ég vil líka hvetja kennara til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir samþykkja komandi kjarasamninga því að ljóst er að kennarar hafa verið snuðaðir alltof lengi um sómasamleg laun. Laun sérfræðinga hjá sveitarfélögum eru mun lægri en laun hjá ríkinu en þar starfa konur í meirihluta. Hið opinbera getur ekki firrt sig ábyrgð endalaust og viðhaldið launaójöfnuði og stutt við að kvennastéttir séu láglaunastéttir án þess að það hafi afdrifarík áhrif á framtíð og gæði menntakerfisins á Íslandi. Höfundur er leikskólakennari við Leikskólann Múlaborg í Reykjavík og aðalfulltrúi skólamálanefndar Félags leikskólakennara.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun