Innlent

Væntan­legir snjallgámar Sorpu eiga að tryggja tíman­lega losun

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Grenndarstöðvum verður nú skipt í stórar og litlar grenndarstöðvar. 
Grenndarstöðvum verður nú skipt í stórar og litlar grenndarstöðvar.  Vísir

Starfsmenn Sorpu munu á næstu vikum koma fyrir skynjurum í grenndargáma á höfuðborgarsvæðinu sem eiga að tryggja að gámarnir verði losaðir tímanlega. 

Innleiðing snjallgámanna svokölluðu á að hefjast í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ í næstu viku og á að standa yfir í um fimm vikur.

Málmumbúðum og gleri verður að auki safnað á öllum grenndarstöðvum, samkvæmt tilkynningu. Grenndarstöðvum verður nú skipt í litlar og stórar grenndarstöðvar. 

Á litlum grenndarstöðvum verða gámar fyrir gler, málmumbúðir, og flöskur og dósir. Litlar grenndarstöðvar verða um fimmtíu á höfuðborgarsvæðinu og verða staðsett í hverfum í nálægð við heimilin. 

Á stórum grenndarstöðvum verða gámar fyrir gler, málmumbúðir, flöskur og dósir, textíl, pappír og pappa, og plast. Þær verða um fjörutíu á höfuðborgarsvæðinu. 

Með þessu segir að tryggt verði að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti losað sig við helstu tegundir af rusli í sínu hverfi og nærumhverfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×