Þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni fyrir notkun á uppfinningu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. janúar 2024 10:26 Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu. Vísir/Egill Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Íslenskar orkurannsóknir, eða ÍSOR, þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á þegar hann var starfsmaður stofnunarinnar. Maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum en starf hans var lagt niður í janúar 2021. Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Hann krafðist þess að ÍSOR myndu greiða honum 38 þúsund evrur, sem jafngildir rúmlega 5,6 milljónum króna, vegna hagnýtingar á uppfinningu hans, en upphæðina sagði hann vera þriðjung af nettóhagnaði hennar. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði „engan veginn“ sýnt fram á að nettóhagnaður hafi orðið hjá ÍSOR vegna hagnýtingar uppfinningar hans og því síður að slíkur hagnaður hafði verið að mun meiri en sem nam kostnaði sem stofnunin hafði af henni svo maðurinn ætti rétt á endurgjaldi. Í málinu lá fyrir samningur milli mannsins og ÍSOR sem bar yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“. Þar var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi sínu. Í málinu vísaði maðurinn til samningsins þar sem að sagði að kæmi í ljós að nettóhagnaður á uppfinningum mannsins væri mun meiri en kostnaður við gerð uppfinningarinnar ætti hann rétt á hæfilegu endurgjaldi. Líkt og áður segir þótti maðurinn ekki sýna fram á að nettóhagnaður hafi orðið á uppfinningu hans og því var ÍSOR sýknað af kröfum mannsins. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms, en manninum er gert að greiða ÍSOR 2,5 milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómsmál Orkumál Nýsköpun Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum en starf hans var lagt niður í janúar 2021. Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Hann krafðist þess að ÍSOR myndu greiða honum 38 þúsund evrur, sem jafngildir rúmlega 5,6 milljónum króna, vegna hagnýtingar á uppfinningu hans, en upphæðina sagði hann vera þriðjung af nettóhagnaði hennar. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði „engan veginn“ sýnt fram á að nettóhagnaður hafi orðið hjá ÍSOR vegna hagnýtingar uppfinningar hans og því síður að slíkur hagnaður hafði verið að mun meiri en sem nam kostnaði sem stofnunin hafði af henni svo maðurinn ætti rétt á endurgjaldi. Í málinu lá fyrir samningur milli mannsins og ÍSOR sem bar yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“. Þar var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi sínu. Í málinu vísaði maðurinn til samningsins þar sem að sagði að kæmi í ljós að nettóhagnaður á uppfinningum mannsins væri mun meiri en kostnaður við gerð uppfinningarinnar ætti hann rétt á hæfilegu endurgjaldi. Líkt og áður segir þótti maðurinn ekki sýna fram á að nettóhagnaður hafi orðið á uppfinningu hans og því var ÍSOR sýknað af kröfum mannsins. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms, en manninum er gert að greiða ÍSOR 2,5 milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Dómsmál Orkumál Nýsköpun Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira