Formaður og ritari Félags leiðsögumanna segja af sér Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. janúar 2024 21:14 Jóna Fanney Friðriksdóttir, formaður Leiðsagnar og Dóra Magnúsdóttir, ritari félagsins, hafa sagt af sér. Formaður og ritari Leiðsagnar - Félags Leiðsögumanna, Jóna Fanney Friðriksdóttir og Dóra Magnúsdóttir, hafa sagt af sér vegna þeirrar ólgu sem hefur geisað innan stjórnar félagsins frá því í október þegar stjórnarmeðlimir kröfðust afsagnar formanns. Þetta segir í lokaðri Facebook-færslu Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur, fráfarandi formanns. „Mikið er búið að ganga á, við tvær erum þó eldri en tvævetra og höfum brallað ýmislegt í lífinu en ALDREI á ævinni höfum við upplifað önnur eins ófaglegheit, rógburð, rætni og óvirðingu gagnvart öðru fólki líkt og fyrirfinnst innan stjórn félags leiðsögumanna. Þar er lyginn sannleikurinn, rætnin daglegt brauð og óvirðingin slík að okkur setti hljóða í fyrstu,“ segir í færslunni. Jóna Fanney segir að þær neiti að vinna áfram með fólki innan stjórnar sem hafi beitt „blekkingum, grófum rógburði og andlegu ofbeldi“ gagnvart samstarfsfólki sínu. Einstakt tækifæri eyðilagt með skrílslátum Mest svíði þó fyrir þær að upplifa hvernig stjórnarmeðlimir hafi virt að vettugi hagsmuni félagsmanna og lýðræðislega uppbyggingu félagsins. „Steininn tók úr þegar þessir einstaklingar höfnuðu því að setja erjur og ágreining til hliðar fram yfir gerð kjarasamnings 2024 í því augnamiði að bjarga bandalagi við VR,“ segir í færslunni. Jóna segir að þær tvær hafi átt frumkvæði og unnið að því að koma á bandalagi milli Leiðsagnar og VR. Það bandalag hafi verið handsalað í sumar og segir hafi falist í því að VR myndi ekki undirrita samninga við SA fyrr en fulltrúar í viðræðunefnd Leiðsagnar væru sáttir við kjör leiðsögumanna. „Þetta einstaka tækifæri með VR var eyðilagt með skrílslátum þeirra sem enn vilja ekki una niðurstöðum kosninga, að ég hafi fellt sitjandi formann þeirra,“ segir Jóna Segir stjórnarmenn stunda andlegt ofbeldi Undir lok færslunnar segir Jóna að hún hafi verið borin þungum ásökunum í nokkra mánuði án nokkurra röksemda og útskýringa. „Þannig vinnur þetta fólk, það kann ekki að sinna félagsstötfum með sóma. Þau hafa engar lausnir við málefni en setja heykvíslana hátt á loft þegar aðrir koma með lausnir,“ segir hún. „Það er með bæði trega og eftirsjá gagnvart félögum í Leiðsögn sem ég segi mig frá formannsstarfinu innar stjórnar félagsins. Ég var full eldmóðs eftir kosningarnar í maí sl. En þegar andleg heilsa er byrjuð að gefa aðeins eftir og stungur heykvíslanna farnar að meiða er ljóst að það er aðeins ein leið fær. Við neitum að starfa með fólki sem stundar andlegt ofbeldi!“ segir að lokum í færslunni. Borin þungum sökum Ásakanirnar sem Jóna vísar til komu fram á stjórnarfundi Leiðsagnar þann 31. október síðastliðinn. Tveir stjórnarmenn og þrír varamenn í stjórn félagsins lögðu þá fram bókun þar sem þeir kröfðu hana um afsögn vegna „óásættanlegrar framgöngu“. Stjórnarmennirnir sögðu hana hafa sýnt óvirðingu fyrir góðri stjórnsýslu, týnt bókun um alvarlegt eineltismál, hrakið burt starfsmann félagsins, gefið stjórn rangar upplýsingar um fjármál félagsins og ráðið sig sjálfa og varaformann á skrifstofu félagsins sem starfsfólk. Afsagnarkrafan var ekki studd af Jónu Fanneyju, Dóru og Guðnýju Margréti Emilsdóttur, gjaldkera, sem vísuðu ásökununum á bug. Í bókun sem þær skrifuðu sagði að með „dylgjum sé ætlunin að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins.“ Ekki náðist í Jónu Fanneyju Friðriksdóttur við skrif fréttarinnar. Félagasamtök Stéttarfélög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Sorgleg“ staða uppi hjá leiðsögumönnum Formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna segir sorglega stöðu uppi hjá félaginu eftir að fimm stjórnar- og varastjórnarmenn kröfðust afsagnar hennar á síðasta stjórnarfundi. Stjórnarmaður segir uppreisn gegn formanni ekki persónulega. Hún hafi einfaldlega misst traust félagsmanna til þess að starfa fyrir félagið. 1. nóvember 2023 15:05 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Þetta segir í lokaðri Facebook-færslu Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur, fráfarandi formanns. „Mikið er búið að ganga á, við tvær erum þó eldri en tvævetra og höfum brallað ýmislegt í lífinu en ALDREI á ævinni höfum við upplifað önnur eins ófaglegheit, rógburð, rætni og óvirðingu gagnvart öðru fólki líkt og fyrirfinnst innan stjórn félags leiðsögumanna. Þar er lyginn sannleikurinn, rætnin daglegt brauð og óvirðingin slík að okkur setti hljóða í fyrstu,“ segir í færslunni. Jóna Fanney segir að þær neiti að vinna áfram með fólki innan stjórnar sem hafi beitt „blekkingum, grófum rógburði og andlegu ofbeldi“ gagnvart samstarfsfólki sínu. Einstakt tækifæri eyðilagt með skrílslátum Mest svíði þó fyrir þær að upplifa hvernig stjórnarmeðlimir hafi virt að vettugi hagsmuni félagsmanna og lýðræðislega uppbyggingu félagsins. „Steininn tók úr þegar þessir einstaklingar höfnuðu því að setja erjur og ágreining til hliðar fram yfir gerð kjarasamnings 2024 í því augnamiði að bjarga bandalagi við VR,“ segir í færslunni. Jóna segir að þær tvær hafi átt frumkvæði og unnið að því að koma á bandalagi milli Leiðsagnar og VR. Það bandalag hafi verið handsalað í sumar og segir hafi falist í því að VR myndi ekki undirrita samninga við SA fyrr en fulltrúar í viðræðunefnd Leiðsagnar væru sáttir við kjör leiðsögumanna. „Þetta einstaka tækifæri með VR var eyðilagt með skrílslátum þeirra sem enn vilja ekki una niðurstöðum kosninga, að ég hafi fellt sitjandi formann þeirra,“ segir Jóna Segir stjórnarmenn stunda andlegt ofbeldi Undir lok færslunnar segir Jóna að hún hafi verið borin þungum ásökunum í nokkra mánuði án nokkurra röksemda og útskýringa. „Þannig vinnur þetta fólk, það kann ekki að sinna félagsstötfum með sóma. Þau hafa engar lausnir við málefni en setja heykvíslana hátt á loft þegar aðrir koma með lausnir,“ segir hún. „Það er með bæði trega og eftirsjá gagnvart félögum í Leiðsögn sem ég segi mig frá formannsstarfinu innar stjórnar félagsins. Ég var full eldmóðs eftir kosningarnar í maí sl. En þegar andleg heilsa er byrjuð að gefa aðeins eftir og stungur heykvíslanna farnar að meiða er ljóst að það er aðeins ein leið fær. Við neitum að starfa með fólki sem stundar andlegt ofbeldi!“ segir að lokum í færslunni. Borin þungum sökum Ásakanirnar sem Jóna vísar til komu fram á stjórnarfundi Leiðsagnar þann 31. október síðastliðinn. Tveir stjórnarmenn og þrír varamenn í stjórn félagsins lögðu þá fram bókun þar sem þeir kröfðu hana um afsögn vegna „óásættanlegrar framgöngu“. Stjórnarmennirnir sögðu hana hafa sýnt óvirðingu fyrir góðri stjórnsýslu, týnt bókun um alvarlegt eineltismál, hrakið burt starfsmann félagsins, gefið stjórn rangar upplýsingar um fjármál félagsins og ráðið sig sjálfa og varaformann á skrifstofu félagsins sem starfsfólk. Afsagnarkrafan var ekki studd af Jónu Fanneyju, Dóru og Guðnýju Margréti Emilsdóttur, gjaldkera, sem vísuðu ásökununum á bug. Í bókun sem þær skrifuðu sagði að með „dylgjum sé ætlunin að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins.“ Ekki náðist í Jónu Fanneyju Friðriksdóttur við skrif fréttarinnar.
Félagasamtök Stéttarfélög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Sorgleg“ staða uppi hjá leiðsögumönnum Formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna segir sorglega stöðu uppi hjá félaginu eftir að fimm stjórnar- og varastjórnarmenn kröfðust afsagnar hennar á síðasta stjórnarfundi. Stjórnarmaður segir uppreisn gegn formanni ekki persónulega. Hún hafi einfaldlega misst traust félagsmanna til þess að starfa fyrir félagið. 1. nóvember 2023 15:05 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
„Sorgleg“ staða uppi hjá leiðsögumönnum Formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna segir sorglega stöðu uppi hjá félaginu eftir að fimm stjórnar- og varastjórnarmenn kröfðust afsagnar hennar á síðasta stjórnarfundi. Stjórnarmaður segir uppreisn gegn formanni ekki persónulega. Hún hafi einfaldlega misst traust félagsmanna til þess að starfa fyrir félagið. 1. nóvember 2023 15:05
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent