„Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2024 17:21 Þorvaldur Þórðarsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. „Skjálftafræðingar myndu sennilega kalla þetta ósköp venjulega jarðskjálfta,“ segir Þorvaldur Þórðarsson, prófessor í eldfjallafræði, spurður út í skjálfthrinuna um helgina. Sjálfur telji hann virknina hinsvegar vera hluta af því sem sé að gerast á Reykjanesskaganum. „Hann er komin í gang. Hinar ýmsu gosreinar taka við sér á mismunandi tímum. Við getum hugsað þetta þannig að Brennisteinssreinin sé farin að hugsa sér til hreyfings.“ Hvenær gæti farið að draga til tíðinda sé þó ómögulegt að segja til um. Hún lætur kannski á sér kræla innan fimmtíu ára. Þorvaldur var gestur í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Skíðasvæði og virkjanir í hættu Fari að gjósa á þessu svæði telur Þorvaldur hraun líklegast leita til norðurs, í áttina að Þjóðvegi 1. Sennilega yrðu um tíu til fimmtán kílómetrar í næstu innviði, fyrir utan skíðasvæði Bláfjalla, sem væri í mikilli hættu á að verða undir hrauni. Þá gæti Hellisheiðarvirkjun verið í hættu. „Leiðslan liggur þarna rétt fyrir ofan og spurning hvað skjálftarnir og hreyfingar á sprungum ná langt norðureftir, það á eftir að koma í ljós. Svo er náttúrulega Hengillinn líka virkt eldstöðvarkerfi. Ef það gerist þá má búast við að það stafi einhver ógn af slíku, bæði fyrir Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallarvirkjun.“ Telur að um eitt stórt kerfi sé að ræða Sérfræðingar vilja að sögn Þorvaldar margir hverjir skipta eldfjallakerfunum upp í nokkur kerfi, sumir í þrjú, sumir í fjögur eða fimm, jafnvel sex eða sjö. Sjálfur telur hann að um eitt stórt kerfi sé að ræða. „Ef við horfum á kvikuna sem hefur komið upp á Reykjanesskaga í gegnum tíðina og efnasamsetninguna á henni, þá er hún að stofninum til alveg sú sama. Það er eins og hún hafi öll komið úr sama geymsluhólfinu. Og ef það er rétt, þá er þetta ansi stórt geymsluhólf þarna undir.“ Af þessum sökum telur Þorvaldur mikilvægt að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir. „Ekki byggja varnargarða um Reykjanesskagann þveran og endilangann, heldur fara í að átta sig á hverskonar atburði við getum fengið. Hver eru verstu tilfellin, hvaða áhrif geta þau haft á okkar innviði og jafnvel bústaði. Hvernig getum við brugðist við þannig að við drögum úr áhrifum þessara atburða, ef þeir verða.“ Þetta krefst þess að við hugsum fram í tímann. Gerum áhættumat vel og fljótt, svo hægt sé að nota það. Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Skjálftafræðingar myndu sennilega kalla þetta ósköp venjulega jarðskjálfta,“ segir Þorvaldur Þórðarsson, prófessor í eldfjallafræði, spurður út í skjálfthrinuna um helgina. Sjálfur telji hann virknina hinsvegar vera hluta af því sem sé að gerast á Reykjanesskaganum. „Hann er komin í gang. Hinar ýmsu gosreinar taka við sér á mismunandi tímum. Við getum hugsað þetta þannig að Brennisteinssreinin sé farin að hugsa sér til hreyfings.“ Hvenær gæti farið að draga til tíðinda sé þó ómögulegt að segja til um. Hún lætur kannski á sér kræla innan fimmtíu ára. Þorvaldur var gestur í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Skíðasvæði og virkjanir í hættu Fari að gjósa á þessu svæði telur Þorvaldur hraun líklegast leita til norðurs, í áttina að Þjóðvegi 1. Sennilega yrðu um tíu til fimmtán kílómetrar í næstu innviði, fyrir utan skíðasvæði Bláfjalla, sem væri í mikilli hættu á að verða undir hrauni. Þá gæti Hellisheiðarvirkjun verið í hættu. „Leiðslan liggur þarna rétt fyrir ofan og spurning hvað skjálftarnir og hreyfingar á sprungum ná langt norðureftir, það á eftir að koma í ljós. Svo er náttúrulega Hengillinn líka virkt eldstöðvarkerfi. Ef það gerist þá má búast við að það stafi einhver ógn af slíku, bæði fyrir Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallarvirkjun.“ Telur að um eitt stórt kerfi sé að ræða Sérfræðingar vilja að sögn Þorvaldar margir hverjir skipta eldfjallakerfunum upp í nokkur kerfi, sumir í þrjú, sumir í fjögur eða fimm, jafnvel sex eða sjö. Sjálfur telur hann að um eitt stórt kerfi sé að ræða. „Ef við horfum á kvikuna sem hefur komið upp á Reykjanesskaga í gegnum tíðina og efnasamsetninguna á henni, þá er hún að stofninum til alveg sú sama. Það er eins og hún hafi öll komið úr sama geymsluhólfinu. Og ef það er rétt, þá er þetta ansi stórt geymsluhólf þarna undir.“ Af þessum sökum telur Þorvaldur mikilvægt að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir. „Ekki byggja varnargarða um Reykjanesskagann þveran og endilangann, heldur fara í að átta sig á hverskonar atburði við getum fengið. Hver eru verstu tilfellin, hvaða áhrif geta þau haft á okkar innviði og jafnvel bústaði. Hvernig getum við brugðist við þannig að við drögum úr áhrifum þessara atburða, ef þeir verða.“ Þetta krefst þess að við hugsum fram í tímann. Gerum áhættumat vel og fljótt, svo hægt sé að nota það.
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira