Frystum ekki mannúð Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar 31. janúar 2024 09:31 Nú hafa nokkrar þjóðir, þar á meðal Ísland, ákveðið að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu (UNRWA) vegna ásakana Ísraels um að 12 starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Þessu tengt hafa tvö atvik komið upp í huga minn frá störfum mínum sem tengjast átakasvæðum. Annað atvikið er frá rannsóknarvinnu minni í Búrúndí fyrir doktorsverkefnið mitt þegar einn af aðal viðmælendum mínum, „Jacques“, sagði mér frá því hvernig hann varð skæruliði. Hann var 17 ára gamall og hafði flúið til Tansaníu. Mörgum ungum mönnum og strákum var safnað saman í flóttamannabúðunum og boðið að taka þátt í hæfileikakeppni í öðrum flóttamannabúðum sem hann þáði. Það var hinsvegar ekki farið með þá í aðrar búðir, heldur í skóginn við landamæri Búrúndí þar sem þeir voru þjálfaðir til að gerast skæruliðar. Bíllinn sem notaður var til að ræna þessum ungu mönnum og drengjum var merktur Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Nokkrum árum áður en ég átti þetta spjall við „Jacques“ starfaði ég hjá Sameinuðu þjóðunum í Líberíu. Stuttu áður en samningi mínum lauk og ég yfirgaf landið logaði allt innan Sameinuðu þjóðanna því það lak út að í Líberíu stæði yfir rannsókn á vændi/mansali þar sem hluti fórnarlambanna voru börn. Einhverjir friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna voru viðriðnir málið. Mér fannst erfitt að heyra sögu „Jacques“ og var reið yfir því að starfsmaður Sameinuðu þjóðanna hefði annaðhvort verið tengdur skæruliðahópi beint eða þegið mútur fyrir afnot af bíl til að ræna ungum mönnum og drengjum. Ég fann líka til reiði gagnvart friðargæsluliðunum í Líberíu, að þeir skyldu nýta sér neyð fólks með svo ógeðfelldum hætti. En ekki hafði ég hugmyndaflug að láta mér detta í hug að það hefði átt að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðarinnar í Tansaníu sem á þessum tíma hélt nokkur hundruð þúsund búrúndískum flóttamönnum á lífi, né að frysta greiðslur til Friðargæslunnar í Líberíu sem á þessum tíma var forsenda fyrir stöðugleika og öryggi í landinu. Fleiri dæmi eru til af því að einhverjir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafi gerst sekir um glæpi. Það er ekki vegna þess að Sameinuðu þjóðirnar séu slæm samtök eða hafi óheiðarlegt starfsfólk. En það er gríðarlega erfitt að stjórna og hafa yfirsýn yfir mörg þúsund manns á átakasvæði þar sem neyð fólks er mikil. Innfæddir starfsmenn tengjast átökunum alltaf á einhvern hátt og því miður eru dæmi um að einhverjir erlendir starfsmenn nýtir sér neyð hinna innfæddu. Í umræðu um brot starfsmanna Sameinuðu þjóðanna hef ég aldrei nokkurn tíma heyrt neina manneskju láta sér detta það í hug að eðlileg viðbrögð við brotum starfsfólks stofnunar væru að hætta fjárhagsaðstoð við þá stofnun. Refsa viðkomandi einstaklingum? Já. Skoða verkferla og athuga hvort betur sé hægt að koma í veg fyrir slík brot í framtíðinni? Já. En að hætta að styrkja stofnunina og refsa þar með fólkinu sem hún styrkir? Aldrei. Fyrr en nú. Þau dæmi sem ég veit um þegar greiðslur hafa verið frystar til Sameinuðu þjóða stofnanna hefur verið þegar grunur hefur verið um fjárdrátt eða ójóst hvort fjármagn hafi verið notað eins og til var ætlast, eða þegar komist hefur upp um spillingu meðal æðstu stjórnenda stofnunar. Það er algjör rökleysa að frysta greiðslur til UNRWA nú. Það er afleitt að Ísland ætli að taka þátt í slíku óhæfuverki. Fjárhæðin sjálf er ekki það sem skiptir meginmáli, framlag Íslands er það lítill hluti af heildarframlaginu. En þetta snýst um að rétta fólki sem er hefur misst ástvini, heimili og á hvorki í sig né á, hjálparhönd. Þetta snýst um að sýna fólki í neyð samstöðu þegar ofurveldi heimsins vinna að því að útrýma því. Og þetta snýst um að berjast fyrir mennskunni á tímum þegar hún virðist vera að glatast. Höfundur hefur starfað hjá UN Women í Líberíu, Suður-Súdan og Laos og er nú rannsakandi við Norrænu Afríkustofnunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Nú hafa nokkrar þjóðir, þar á meðal Ísland, ákveðið að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu (UNRWA) vegna ásakana Ísraels um að 12 starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Þessu tengt hafa tvö atvik komið upp í huga minn frá störfum mínum sem tengjast átakasvæðum. Annað atvikið er frá rannsóknarvinnu minni í Búrúndí fyrir doktorsverkefnið mitt þegar einn af aðal viðmælendum mínum, „Jacques“, sagði mér frá því hvernig hann varð skæruliði. Hann var 17 ára gamall og hafði flúið til Tansaníu. Mörgum ungum mönnum og strákum var safnað saman í flóttamannabúðunum og boðið að taka þátt í hæfileikakeppni í öðrum flóttamannabúðum sem hann þáði. Það var hinsvegar ekki farið með þá í aðrar búðir, heldur í skóginn við landamæri Búrúndí þar sem þeir voru þjálfaðir til að gerast skæruliðar. Bíllinn sem notaður var til að ræna þessum ungu mönnum og drengjum var merktur Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Nokkrum árum áður en ég átti þetta spjall við „Jacques“ starfaði ég hjá Sameinuðu þjóðunum í Líberíu. Stuttu áður en samningi mínum lauk og ég yfirgaf landið logaði allt innan Sameinuðu þjóðanna því það lak út að í Líberíu stæði yfir rannsókn á vændi/mansali þar sem hluti fórnarlambanna voru börn. Einhverjir friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna voru viðriðnir málið. Mér fannst erfitt að heyra sögu „Jacques“ og var reið yfir því að starfsmaður Sameinuðu þjóðanna hefði annaðhvort verið tengdur skæruliðahópi beint eða þegið mútur fyrir afnot af bíl til að ræna ungum mönnum og drengjum. Ég fann líka til reiði gagnvart friðargæsluliðunum í Líberíu, að þeir skyldu nýta sér neyð fólks með svo ógeðfelldum hætti. En ekki hafði ég hugmyndaflug að láta mér detta í hug að það hefði átt að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðarinnar í Tansaníu sem á þessum tíma hélt nokkur hundruð þúsund búrúndískum flóttamönnum á lífi, né að frysta greiðslur til Friðargæslunnar í Líberíu sem á þessum tíma var forsenda fyrir stöðugleika og öryggi í landinu. Fleiri dæmi eru til af því að einhverjir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafi gerst sekir um glæpi. Það er ekki vegna þess að Sameinuðu þjóðirnar séu slæm samtök eða hafi óheiðarlegt starfsfólk. En það er gríðarlega erfitt að stjórna og hafa yfirsýn yfir mörg þúsund manns á átakasvæði þar sem neyð fólks er mikil. Innfæddir starfsmenn tengjast átökunum alltaf á einhvern hátt og því miður eru dæmi um að einhverjir erlendir starfsmenn nýtir sér neyð hinna innfæddu. Í umræðu um brot starfsmanna Sameinuðu þjóðanna hef ég aldrei nokkurn tíma heyrt neina manneskju láta sér detta það í hug að eðlileg viðbrögð við brotum starfsfólks stofnunar væru að hætta fjárhagsaðstoð við þá stofnun. Refsa viðkomandi einstaklingum? Já. Skoða verkferla og athuga hvort betur sé hægt að koma í veg fyrir slík brot í framtíðinni? Já. En að hætta að styrkja stofnunina og refsa þar með fólkinu sem hún styrkir? Aldrei. Fyrr en nú. Þau dæmi sem ég veit um þegar greiðslur hafa verið frystar til Sameinuðu þjóða stofnanna hefur verið þegar grunur hefur verið um fjárdrátt eða ójóst hvort fjármagn hafi verið notað eins og til var ætlast, eða þegar komist hefur upp um spillingu meðal æðstu stjórnenda stofnunar. Það er algjör rökleysa að frysta greiðslur til UNRWA nú. Það er afleitt að Ísland ætli að taka þátt í slíku óhæfuverki. Fjárhæðin sjálf er ekki það sem skiptir meginmáli, framlag Íslands er það lítill hluti af heildarframlaginu. En þetta snýst um að rétta fólki sem er hefur misst ástvini, heimili og á hvorki í sig né á, hjálparhönd. Þetta snýst um að sýna fólki í neyð samstöðu þegar ofurveldi heimsins vinna að því að útrýma því. Og þetta snýst um að berjast fyrir mennskunni á tímum þegar hún virðist vera að glatast. Höfundur hefur starfað hjá UN Women í Líberíu, Suður-Súdan og Laos og er nú rannsakandi við Norrænu Afríkustofnunina.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun