Um hagnað bankanna Heiðrún Jónsdóttir og Ingvar Haraldsson skrifa 31. janúar 2024 15:01 Í hönd fer senn uppgjörstímabil skráðra félaga. Jafnan verður það tilefni til umræðu um afkomu banka líkt og annarra fyrirtækja. Í því samhengi má benda á hvernig kröfur stjórnvalda um lágmarks eigin fé og lágmarks arðsemi, það er hagnað í hlutfalli við eigið féð, fara saman við hagnað bankanna. Eigið fé viðskiptabankanna fjögurra er nú samtals tæplega 800 milljarðar króna. Það er há fjárhæð og samsvarar fasteignamati af öllu íbúðarhúsnæði í Garðabæ eða kostnaði af rekstri allra framhaldsskóla landsins í hátt í tvo áratugi. Ríkissjóður á nærri helminginn af þessu fé eða tæplega 400 milljarða króna í gegnum nær allt hlutafé í Landsbankanum og 44,25% hlut í Íslandsbanka. Þá fara lífeyrissjóðir alls með um fjórðungshlut í bönkunum, eða um 200 milljarða króna. Þannig eru nærri 600 milljarðar af eigin fé bankanna í beinni eða óbeinni eigu almennings í gegnum ríkið og lífeyrissjóði. Það er því mikið undir fyrir ríkissjóð og landsmenn alla að vel sé haldið utan um rekstur bankanna. Þetta mikla eigið fé er að miklu leyti afleiðing reglna sem löggjafinn og eftirlitsaðilinn hafa sett um lágmarks eigið fé banka. Reglurnar eru að stofninum til samevrópskar og taka mið af umfangi og samsetningu eigna og skulda hvers banka um sig og mati á ýmsum áhættuþáttum í rekstrinum. Reglurnar eru strangari hér en í löndunum í kringum okkur, en það hefur í för með sér að eiginfjárhlutfall íslenska bankakerfisins er það hæsta í Evrópu. Markmiðið er að tryggja öryggi í fjármálakerfinu, sem er af því góða, en á meðan eru fjármunirnir ekki nýttir til annarra verka. Svo að eigið féð haldi verðgildi sínu og ávaxtist í samræmi við áhættu setja eigendur fyrirtækja þeim kröfu um að skila ákveðinni arðsemi. Bankarnir sem ríkið fer með ráðandi hlut í, Íslandsbanki og Landsbankinn, hafa sett sér markmið um 10% arðsemi á ári, það er að hagnaður hvers árs nemi 10% af eigin fé bankanna. Til að ná hagnaði sem nemur 10% af 800 milljarða eigin fé þurfa viðskiptabankarnir fjórir því að skila hagnaði sem nemur samanlagt 80 milljörðum á ári. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna fjögurra í heild á síðasta ári var lítillega undir því eða 72 milljarðar króna. Arðsemin árið 2022 var því áþekk og verðbólgu ársins, sem mældist 9,6%. Þannig stóð virði eigin fjár bankanna í heild um það bil í stað að raungildi á árinu 2022. Afkomutölurnar eru vissulega háar í öllu samhengi. En er einnig rökrétt afleiðing þeirrar umgjörðar sem búin hefur verið fjármálastarfsemi hér á landi. Þannig setur hið opinbera fram kröfur um lágmarks eigið fé banka (nú alls tæplega 800 milljarðar króna) og um leið kröfu um hvað teljist viðunandi hagnaður á ári, eða 10% af eigin fénu. Það ætti því ekki að koma á óvart þegar niðurstaða reglubundinna uppgjöra bankanna er í samræmi við þann ramma sem stjórnvöld hafa markað fjármálastarfsemi í landinu. Enda markmiðið ekki síst að það almannafé sem bundið í eigin fé bankanna ávaxtist í samræmi við þá áhættu sem óhjákvæmilega er fólgin í bankarekstri. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Ingvar er greininga- og samskiptastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Kvika banki Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Í hönd fer senn uppgjörstímabil skráðra félaga. Jafnan verður það tilefni til umræðu um afkomu banka líkt og annarra fyrirtækja. Í því samhengi má benda á hvernig kröfur stjórnvalda um lágmarks eigin fé og lágmarks arðsemi, það er hagnað í hlutfalli við eigið féð, fara saman við hagnað bankanna. Eigið fé viðskiptabankanna fjögurra er nú samtals tæplega 800 milljarðar króna. Það er há fjárhæð og samsvarar fasteignamati af öllu íbúðarhúsnæði í Garðabæ eða kostnaði af rekstri allra framhaldsskóla landsins í hátt í tvo áratugi. Ríkissjóður á nærri helminginn af þessu fé eða tæplega 400 milljarða króna í gegnum nær allt hlutafé í Landsbankanum og 44,25% hlut í Íslandsbanka. Þá fara lífeyrissjóðir alls með um fjórðungshlut í bönkunum, eða um 200 milljarða króna. Þannig eru nærri 600 milljarðar af eigin fé bankanna í beinni eða óbeinni eigu almennings í gegnum ríkið og lífeyrissjóði. Það er því mikið undir fyrir ríkissjóð og landsmenn alla að vel sé haldið utan um rekstur bankanna. Þetta mikla eigið fé er að miklu leyti afleiðing reglna sem löggjafinn og eftirlitsaðilinn hafa sett um lágmarks eigið fé banka. Reglurnar eru að stofninum til samevrópskar og taka mið af umfangi og samsetningu eigna og skulda hvers banka um sig og mati á ýmsum áhættuþáttum í rekstrinum. Reglurnar eru strangari hér en í löndunum í kringum okkur, en það hefur í för með sér að eiginfjárhlutfall íslenska bankakerfisins er það hæsta í Evrópu. Markmiðið er að tryggja öryggi í fjármálakerfinu, sem er af því góða, en á meðan eru fjármunirnir ekki nýttir til annarra verka. Svo að eigið féð haldi verðgildi sínu og ávaxtist í samræmi við áhættu setja eigendur fyrirtækja þeim kröfu um að skila ákveðinni arðsemi. Bankarnir sem ríkið fer með ráðandi hlut í, Íslandsbanki og Landsbankinn, hafa sett sér markmið um 10% arðsemi á ári, það er að hagnaður hvers árs nemi 10% af eigin fé bankanna. Til að ná hagnaði sem nemur 10% af 800 milljarða eigin fé þurfa viðskiptabankarnir fjórir því að skila hagnaði sem nemur samanlagt 80 milljörðum á ári. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna fjögurra í heild á síðasta ári var lítillega undir því eða 72 milljarðar króna. Arðsemin árið 2022 var því áþekk og verðbólgu ársins, sem mældist 9,6%. Þannig stóð virði eigin fjár bankanna í heild um það bil í stað að raungildi á árinu 2022. Afkomutölurnar eru vissulega háar í öllu samhengi. En er einnig rökrétt afleiðing þeirrar umgjörðar sem búin hefur verið fjármálastarfsemi hér á landi. Þannig setur hið opinbera fram kröfur um lágmarks eigið fé banka (nú alls tæplega 800 milljarðar króna) og um leið kröfu um hvað teljist viðunandi hagnaður á ári, eða 10% af eigin fénu. Það ætti því ekki að koma á óvart þegar niðurstaða reglubundinna uppgjöra bankanna er í samræmi við þann ramma sem stjórnvöld hafa markað fjármálastarfsemi í landinu. Enda markmiðið ekki síst að það almannafé sem bundið í eigin fé bankanna ávaxtist í samræmi við þá áhættu sem óhjákvæmilega er fólgin í bankarekstri. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Ingvar er greininga- og samskiptastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun