Álit annara og almannarómur auk ímyndar Sigurður Páll Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 16:00 Ímynd Íslands útávið, er einhver eltingarleikur og markaðssetning sem undanfarin ár hefur leitt til þess að minnimáttarkennd þjóðarinnar hefur aukist. Saga Íslands í rúm þúsund ár er saga baráttu uppá líf og dauða við náttúruöflin og að eiga til hnífs og skeiðar, draga björg í bú. Þessi eyja sem ég er gríðarlega stoltur af að hafa fæðst og alist upp á en hef samt auknar áhyggjur vegna ímyndunarveiki nútímans. Ísland er magnað verk skaparans umlukin sjó sem býr yfir auðlindum sem hafa lengi vel verið grunnurinn að uppbyggingu velferðar hér á fróni. Það hefur opinberast síðustu rúm hundrað ár með tækniframförum í skipakostum og veiðarfærum. Hið umtalaða fiskveiðistjórnunar kerfi okkar í dag er umdeilt en þó ekki verra en það að það getur borgað auðlindargjald (veiðigjald) eitt örfárra fiskveiðiþjóða. Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru mikið fjöregg, sem mitt í allri ,,ímyndarveikinni“ stjórnvöld virðast vera ákveðin í að missa fullveldi yfir til ESB þjóða. Þegar orkupakka 3 var troðið uppá okkur árið 2019 reyndum við í Miðflokknum að opna augu þings og þjóðar um að samþykkja hann ekki. Í einni af ræðum sem ég flutti þetta vor var mér á orði ,, Við Íslendingar námum ekki hér land til að ganga í ESB nokkrum árum síðar“. Í EES samningnum á sínum tíma var hvergi minnst á orkumál! Það byrjaði með orkupakka 1 og 2 um síðustu aldarmót og svo orkupakka 3. Orkupakki 4 og 5 bíða á kantinum með enn frekara fullveldisframsali okkar Íslendinga til ESB. Ferðamannaiðnaðurinn er í gríðarlegum vexti eða um 2,5 miljónir manna á síðasta ári og gjaldeyristekjurnar komnar upp fyrir gjaldeyristekjur sjávarútvegsins það ár. Markaðsuppbygging leikur stórt hlutverk í þessum bransa og þar spilar „ímyndin“ inní. En sú vinna þarf að mínu áliti að vera gerð með bakið beint Uppbygging samgangna er á algjörum brauðfótum og ber alls ekki uppi þá miklu þungaflutninga sem á þjóðvegum landsins dynja eða þá fjölgun ferðamanna sem um vegina aka. Metnaðarleysi ráðherra málaflokksins sést best á því að framkvæmdum er ýtt frammí tímann, yfir á ráðherra framtíðarinnar, þegar núverandi ráðherra verður í öðrum gegningum. Landbúnaður á undir högg að sækja og svo hefur verið um langt skeið. Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn segja á tyllidögum að landbúnaðinn verði að tryggja. Svo er ekkert gert. Tveir af ríkisstjórnaflokkunum yfir 100 ára gamlir og telja sig málsvara bænda, samt er staðan þessi. Á síðasta kjörtímabili lagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingmenn Miðflokksins fram metnaðarfulla þingsályktunartillögu um stór eflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar í 24 liðum. Innlend matvælaframleiðsla er ein af grunnforsendum þess að við byggjum sjálfbært og sjálfbært samfélag til framtíðar. Varla nokkur skynsamur maður heldur öðru fram. Framtíð landbúnaðar veltur á ýmsu, má þar nefna á skilningi stjórnmálamanna, en umfram allt getu þjóðarinnar til að skoða heildarmyndina. Öllum ætti að vera ljóst að víða liggja vannýtt tækifæri í landbúnaði á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ímynd Íslands útávið, er einhver eltingarleikur og markaðssetning sem undanfarin ár hefur leitt til þess að minnimáttarkennd þjóðarinnar hefur aukist. Saga Íslands í rúm þúsund ár er saga baráttu uppá líf og dauða við náttúruöflin og að eiga til hnífs og skeiðar, draga björg í bú. Þessi eyja sem ég er gríðarlega stoltur af að hafa fæðst og alist upp á en hef samt auknar áhyggjur vegna ímyndunarveiki nútímans. Ísland er magnað verk skaparans umlukin sjó sem býr yfir auðlindum sem hafa lengi vel verið grunnurinn að uppbyggingu velferðar hér á fróni. Það hefur opinberast síðustu rúm hundrað ár með tækniframförum í skipakostum og veiðarfærum. Hið umtalaða fiskveiðistjórnunar kerfi okkar í dag er umdeilt en þó ekki verra en það að það getur borgað auðlindargjald (veiðigjald) eitt örfárra fiskveiðiþjóða. Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru mikið fjöregg, sem mitt í allri ,,ímyndarveikinni“ stjórnvöld virðast vera ákveðin í að missa fullveldi yfir til ESB þjóða. Þegar orkupakka 3 var troðið uppá okkur árið 2019 reyndum við í Miðflokknum að opna augu þings og þjóðar um að samþykkja hann ekki. Í einni af ræðum sem ég flutti þetta vor var mér á orði ,, Við Íslendingar námum ekki hér land til að ganga í ESB nokkrum árum síðar“. Í EES samningnum á sínum tíma var hvergi minnst á orkumál! Það byrjaði með orkupakka 1 og 2 um síðustu aldarmót og svo orkupakka 3. Orkupakki 4 og 5 bíða á kantinum með enn frekara fullveldisframsali okkar Íslendinga til ESB. Ferðamannaiðnaðurinn er í gríðarlegum vexti eða um 2,5 miljónir manna á síðasta ári og gjaldeyristekjurnar komnar upp fyrir gjaldeyristekjur sjávarútvegsins það ár. Markaðsuppbygging leikur stórt hlutverk í þessum bransa og þar spilar „ímyndin“ inní. En sú vinna þarf að mínu áliti að vera gerð með bakið beint Uppbygging samgangna er á algjörum brauðfótum og ber alls ekki uppi þá miklu þungaflutninga sem á þjóðvegum landsins dynja eða þá fjölgun ferðamanna sem um vegina aka. Metnaðarleysi ráðherra málaflokksins sést best á því að framkvæmdum er ýtt frammí tímann, yfir á ráðherra framtíðarinnar, þegar núverandi ráðherra verður í öðrum gegningum. Landbúnaður á undir högg að sækja og svo hefur verið um langt skeið. Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn segja á tyllidögum að landbúnaðinn verði að tryggja. Svo er ekkert gert. Tveir af ríkisstjórnaflokkunum yfir 100 ára gamlir og telja sig málsvara bænda, samt er staðan þessi. Á síðasta kjörtímabili lagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingmenn Miðflokksins fram metnaðarfulla þingsályktunartillögu um stór eflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar í 24 liðum. Innlend matvælaframleiðsla er ein af grunnforsendum þess að við byggjum sjálfbært og sjálfbært samfélag til framtíðar. Varla nokkur skynsamur maður heldur öðru fram. Framtíð landbúnaðar veltur á ýmsu, má þar nefna á skilningi stjórnmálamanna, en umfram allt getu þjóðarinnar til að skoða heildarmyndina. Öllum ætti að vera ljóst að víða liggja vannýtt tækifæri í landbúnaði á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar