Opið bréf til Áslaugar Örnu Hópur nemenda í starfstengdu diplómanámi á Menntavísindasviði HÍ skrifar 6. febrúar 2024 14:30 Opið bréf frá nemendum í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun á menntavísindasviði Háskóla Íslands til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla - iðnaðar - og nýsköpunarráðherra. Okkur langar að skora á Áslaugu Örnu að koma á fleiri námsleiðum á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun. Við erum hópur nemanda sem er að útskrifast í sumar. Fyrir okkur er mikilvægt að geta stundað nám á háskólastigi. Það sem það hefur gefið okkur eru tækifæri til að mennta okkur, vinna á almennum vinnumarkaði, kynnast frábærum samnemum og taka þátt í samfélagi án aðgreiningar. Í dag er starfstengda diplómanámið við menntavísindasvið eini valkosturinn sem í boði er fyrir þennan hóp nemenda á háskólastigi. Námið hefur mælst mjög vel fyrir og alla jafna berast fleiri umsóknir en hægt er að verða við. Mikilvægt er að fólki með þroskahömlun standi fjölbreytt nám til boða að loknum framhaldsskóla eins og hinum almenna nemanda. Á undanförnum árum hefur framboð á almennu háskólanámi aukist mjög en sú aukning hefur ekki náð til nemenda með þroskahömlun. Þá má geta þess að diplómanámið er einungis tveggja ára nám eða mun styttra en sambærilegt nám í ýmsum öðrum löndum. Staða menntunarmála fólks með þroskahömlun eftir framhaldsskóla er afleit og í engu samræmi við þá möguleika sem almennum nemendum bjóðast á Íslandi í dag. Menntamálayfirvöld hafa fram til þessa ekki sýnt menntunarmálum fólks með þroskahömlun þann skilning sem nauðsynlegur er til að tryggja því jafnrétti til náms og er það miður. Við teljum að þú sem ráðherra sért í góðri stöðu til að gera betur en forverar þínir hafa gert. Við skorum því á þig að gera gagngerar úrbætur á núverandi kerfi og fjölga verulega valmöguleikum fólks með þroskahömlun til náms á háskólastigi. Að lokum langar okkur að nota tækifærið og bjóða þér að koma á Jafnréttisdaga Háskóla Íslands þann 13. febrúar klukkan 15.00 á Litla Torgi Háskólatorgs. Þá verðum við með viðburð sem ber yfirskriftina: Er Háskóli fyrir öll? Inngilding og háskólanám fyrir fólk með þroskahömlun. Viðburðurinn er öllum opinn og hvetjum við fólk til að fjölmenna. Við hlökkum til að sjá þig Áslaug Arna. Adam Geir Baldursson, Árni Bárðarson, Fabiana Teixeira, Finnbogi Örn Rúnarsson, Gunnhildur Brynja Schiöth Bergsdóttir, Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir, Jóel Bjarki Sigurðarson, Katrín Lilja Júlíusdóttir, Lárus Thor Valdimarsson, Marta Lind Vilhjálmsdóttir, Snædís Barkardóttir, Þór Ólafsson. Nemendur í starfstengdu diplómanámi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Opið bréf frá nemendum í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun á menntavísindasviði Háskóla Íslands til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla - iðnaðar - og nýsköpunarráðherra. Okkur langar að skora á Áslaugu Örnu að koma á fleiri námsleiðum á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun. Við erum hópur nemanda sem er að útskrifast í sumar. Fyrir okkur er mikilvægt að geta stundað nám á háskólastigi. Það sem það hefur gefið okkur eru tækifæri til að mennta okkur, vinna á almennum vinnumarkaði, kynnast frábærum samnemum og taka þátt í samfélagi án aðgreiningar. Í dag er starfstengda diplómanámið við menntavísindasvið eini valkosturinn sem í boði er fyrir þennan hóp nemenda á háskólastigi. Námið hefur mælst mjög vel fyrir og alla jafna berast fleiri umsóknir en hægt er að verða við. Mikilvægt er að fólki með þroskahömlun standi fjölbreytt nám til boða að loknum framhaldsskóla eins og hinum almenna nemanda. Á undanförnum árum hefur framboð á almennu háskólanámi aukist mjög en sú aukning hefur ekki náð til nemenda með þroskahömlun. Þá má geta þess að diplómanámið er einungis tveggja ára nám eða mun styttra en sambærilegt nám í ýmsum öðrum löndum. Staða menntunarmála fólks með þroskahömlun eftir framhaldsskóla er afleit og í engu samræmi við þá möguleika sem almennum nemendum bjóðast á Íslandi í dag. Menntamálayfirvöld hafa fram til þessa ekki sýnt menntunarmálum fólks með þroskahömlun þann skilning sem nauðsynlegur er til að tryggja því jafnrétti til náms og er það miður. Við teljum að þú sem ráðherra sért í góðri stöðu til að gera betur en forverar þínir hafa gert. Við skorum því á þig að gera gagngerar úrbætur á núverandi kerfi og fjölga verulega valmöguleikum fólks með þroskahömlun til náms á háskólastigi. Að lokum langar okkur að nota tækifærið og bjóða þér að koma á Jafnréttisdaga Háskóla Íslands þann 13. febrúar klukkan 15.00 á Litla Torgi Háskólatorgs. Þá verðum við með viðburð sem ber yfirskriftina: Er Háskóli fyrir öll? Inngilding og háskólanám fyrir fólk með þroskahömlun. Viðburðurinn er öllum opinn og hvetjum við fólk til að fjölmenna. Við hlökkum til að sjá þig Áslaug Arna. Adam Geir Baldursson, Árni Bárðarson, Fabiana Teixeira, Finnbogi Örn Rúnarsson, Gunnhildur Brynja Schiöth Bergsdóttir, Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir, Jóel Bjarki Sigurðarson, Katrín Lilja Júlíusdóttir, Lárus Thor Valdimarsson, Marta Lind Vilhjálmsdóttir, Snædís Barkardóttir, Þór Ólafsson. Nemendur í starfstengdu diplómanámi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun