Stöndum með Palestínufólki! Fjölskyldurnar heim! Askur Hrafn Hannesson skrifar 7. febrúar 2024 09:31 Þegar þetta er skrifað hefur Gasa verið undir stöðugu sprengjuregni í 122 daga; 35.000 manns hafa verið myrt og 2 milljónir eru fastar í herkví Ísraelshers. Aðstæðum hefur verið lýst sem fordæmalausri neyð af öllum helstu mannúðarsamtökum, mannúðaraðstoðin er fjársvelt og lítið sem ekkert af henni er leyft að berast á svæðið. Samhliða þessu hefur hópur Palestínufólks í 43 daga staðið fyrir kyrrsetumótmælum fyrir utan Alþingi, mitt í hörðustu vetrarhörkunum. Þau hafa gripið til þess örþrifaráðs vegna þess að fjölskyldur þeirra, sem hafa fengið samþykkt leyfi um fjölskyldusameiningu hér á Íslandi, eru fastar á Gasa - og vegna þess að enn stendur hluti hópsins frammi fyrir því að vera brottvísað aftur á flótta á meðan þjóðarmorð geisar í heimalandi þeirra. Viðbrögð stjórnvalda verða ekki rakin í þessari grein. Þau hafa verið slæleg, hæg og farið hefur verið með alvarleg ósannindi um framkvæmdir annara landa við að koma fólki út af Gasa. Ákveðnir ráðherrar hafa nýtt tækifærið til að skapa upplýsingaóreiðu og glundroða um innflytjendamál heilt yfir. Þessir pólitísku leikir koma palestínsku fólki á flótta ekkert við en koma niður á þeim og fjölskyldum þeirra. Þetta er lítill hópur fólks sem þráir ekkert nema frið og öryggi, og tækifæri til að lifa lífinu sínu með mannlegri reisn. Staðreyndin er sú að íslensk stjórnvöld hafa veitt tæplega hundrað manns, aðallega konum og börnum, dvalarleyfi hér á landi og þar með veitt fjölskyldum von um að þær geti loksins sameinast. Í ljósi þess að nágrannalönd eins og Svíþjóð, Noregur, Finnland, og Danmörk hafa þegar sýnt fram á hægt er að veita þessum einstaklingum aðstoð, er það fordæmalaust og óásættanlegt að Ísland hafi enn ekki brugðist við með sama hætti. Hver dagur sem líður án aðgerða getur þýtt muninn á lífi og dauða fyrir þessar fjölskyldur. Á sama tíma er hópur fólks hérlendis sem til stendur að brottvísa á meðan þau bíða fregna af því hvort aðstendur þeirra og vinir séu lífs eða liðin. Við köllum eftir því að þessi hópur fái efnislega meðferð á umsóknum sínum um alþjóðlega vernd og sé ekki vísað úr landi. Palestínufólk sem er að flýja mannskæðustu hörmungar 21. aldarinnar á ekki að þurfa að bíða milli vonar og óttar um framtíð sína og afdrif fjölskyldna sinna. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað þar sem þess er krafist að íslensk stjórnvöld taki strax í taumana og grípi til allra nauðsynlegra aðgerða til að tryggja öryggi Palestínufólks hér á landi og sameiningu þessara fjölskyldna. Tíminn til aðgerða er núna! Höfundur er aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hefur Gasa verið undir stöðugu sprengjuregni í 122 daga; 35.000 manns hafa verið myrt og 2 milljónir eru fastar í herkví Ísraelshers. Aðstæðum hefur verið lýst sem fordæmalausri neyð af öllum helstu mannúðarsamtökum, mannúðaraðstoðin er fjársvelt og lítið sem ekkert af henni er leyft að berast á svæðið. Samhliða þessu hefur hópur Palestínufólks í 43 daga staðið fyrir kyrrsetumótmælum fyrir utan Alþingi, mitt í hörðustu vetrarhörkunum. Þau hafa gripið til þess örþrifaráðs vegna þess að fjölskyldur þeirra, sem hafa fengið samþykkt leyfi um fjölskyldusameiningu hér á Íslandi, eru fastar á Gasa - og vegna þess að enn stendur hluti hópsins frammi fyrir því að vera brottvísað aftur á flótta á meðan þjóðarmorð geisar í heimalandi þeirra. Viðbrögð stjórnvalda verða ekki rakin í þessari grein. Þau hafa verið slæleg, hæg og farið hefur verið með alvarleg ósannindi um framkvæmdir annara landa við að koma fólki út af Gasa. Ákveðnir ráðherrar hafa nýtt tækifærið til að skapa upplýsingaóreiðu og glundroða um innflytjendamál heilt yfir. Þessir pólitísku leikir koma palestínsku fólki á flótta ekkert við en koma niður á þeim og fjölskyldum þeirra. Þetta er lítill hópur fólks sem þráir ekkert nema frið og öryggi, og tækifæri til að lifa lífinu sínu með mannlegri reisn. Staðreyndin er sú að íslensk stjórnvöld hafa veitt tæplega hundrað manns, aðallega konum og börnum, dvalarleyfi hér á landi og þar með veitt fjölskyldum von um að þær geti loksins sameinast. Í ljósi þess að nágrannalönd eins og Svíþjóð, Noregur, Finnland, og Danmörk hafa þegar sýnt fram á hægt er að veita þessum einstaklingum aðstoð, er það fordæmalaust og óásættanlegt að Ísland hafi enn ekki brugðist við með sama hætti. Hver dagur sem líður án aðgerða getur þýtt muninn á lífi og dauða fyrir þessar fjölskyldur. Á sama tíma er hópur fólks hérlendis sem til stendur að brottvísa á meðan þau bíða fregna af því hvort aðstendur þeirra og vinir séu lífs eða liðin. Við köllum eftir því að þessi hópur fái efnislega meðferð á umsóknum sínum um alþjóðlega vernd og sé ekki vísað úr landi. Palestínufólk sem er að flýja mannskæðustu hörmungar 21. aldarinnar á ekki að þurfa að bíða milli vonar og óttar um framtíð sína og afdrif fjölskyldna sinna. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað þar sem þess er krafist að íslensk stjórnvöld taki strax í taumana og grípi til allra nauðsynlegra aðgerða til að tryggja öryggi Palestínufólks hér á landi og sameiningu þessara fjölskyldna. Tíminn til aðgerða er núna! Höfundur er aðgerðasinni.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun