Tölum um hvalrekaskatt Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 7. febrúar 2024 17:00 Hvalrekaskattar á banka hafa verið lagðir á í ýmsum ríkjum Evrópu að undanförnu og áform um slíkt hefur víða komið til tals. En hvað er hvalrekaskattur? Um að ræða sérstakan skatt sem stjórnvöld geta lagt á atvinnugreinar eða fyrirtæki sem hagnast óvænt vegna sérstakra aðstæðna, svo sem vegna hækkana á vöruverði, hagstæðra breyting á reglum eða annarra ytri þátta sem leitt geta til óvenjulegrar aukningar á hagnaði og hafa í raun ekkert með daglegt rekstrarumhverfi fyrirtækja og ákvarðanir því tengdu að gera. Ein helstu rökin fyrir notkun hvalrekaskatts eru að með honum er tímabundið hægt að vinna bug á tekjuójöfnuði með því að beina spjótum sínum að fyrirtækjum eða atvinnugreinum sem hagnast óeðlilega vegna fyrrnefnda ástæðna á kostnað heimila, fyrirtækja, neytenda eða skattgreiðenda. Stjórnvöld geta þannig með hvalrekaskatti stuðlað að sanngjarnari skiptingu byrða milli fólks og fyrirtækja. Þaulreynd aðferðafræði Hvalrekaskattur er ekki nýtt fyrirbæri en til hans hefur oft verið gripið á undanförnum áratugum í löndum sem við berum okkur saman við vegna óvenjulegra aðstæðna og aukningar í hagnaði af sérstökum aðstæðum. Skatturinn er samofinn ýmsum efnahagslegum og pólitískum viðburðum sem margir kannast við. Má þar nefna hvalrekaskatt á olíufyrirtæki í kjölfar olíukreppunnar árið 1970 sem var tilkomin vegna viðskiptabanns OPEC ríkjanna og leiddi til verulegrar hækkunar olíuverðs. Þá var skatturinn meðal annars settur á í Bandaríkjunum og Bretlandi. Aftur var hvalrekaskattur lagður á olíufyrirtæki í Bretlandi vegna óeðlilegs hagnaðar árið 1981 þegar hægristjórn Margrétar Thatcher var við völd. Þá kom Tony Blair, fyrrv. forsætisráðherra Breta og formaður verkamannaflokksins, hvalrekaskatti til leiðar á veitufyrirtæki. Undanfarið ár hefur talsverð umræða átt sér stað víða í heiminum um hvalrekaskatta og fjölmörg lönd í Evrópu hafa innleitt þá á orkufyrirtæki vegna mikillar hækkunar raforkuverðs og stóraukins hagnaðar orkufyrirtækja sem að stórum hluta má rekja til árásarstríðs Rússa í Úkraínu. Skattinum er þannig ætla að koma til móts við almenning sem tekið hefur á sig talsvert þyngri byrðar vegna hás orkuverðs. Ekki spurning um hægri eða vinstri Það er sannfæring mín og okkar í Framsókn að þegar óvenjulegur hagnaður verður vegna tímabundins ójafnvægis á markaðnum eða annarra tímabundinna ytri þátta getur hvalrekaskattur hjálpað til við að leiðrétta slíka röskun og stuðlað að meira jafnvægi í efnahagslífinu, heimilum og fyrirtækjum til hagsbóta. Slíkt er ekki spurning um hægri eða vinstri strauma í stjórnmálum eins og dæmin sanna erlendis frá, heldur eðlileg viðbrögð ríkisins við óvenjulegu ástandi í samfélaginu. Á tímum þar sem að stýrivextir hafa hækkað mikið og vaxtamunur bankanna hér á landi hafa aukist tel ég eðlilegt og sanngjarnt að íslensk stjórnvöld fari þá leið að setja á hvalrekaskatt með það að markmiði að styðja betur við þau heimili sem verst hafa orðið fyrir barðinu á hækkun vaxta. Til að mynda hafa hreinar vaxtatekjur íslensku bankanna margfaldast á árinu 2023 og hafa verið yfir arðsemismarkmiðum, það segir ákveðna sögu. Ég tel rétt á sama tíma að geta þess að ríkisstjórnin lagðist á árarnar á Covid tímabilinu og studdi við bakið á fyrirtækjum í landinu og nutu bankarnir þannig óbeint verulegs stuðnings frá hinu opinbera og hafa frá síðasta ári notið uppskeru þeirra aðgerða. Skattheimta getur stuðlað að jöfnum tækifærum Einn helsti átakapunktur stjórnmálanna snýr að skattheimtu og réttlátri skiptingu. Umræðu um skattheimtu hverju sinni, hvort sem hún snýr að fólki eða fyrirtækjum, þarf að taka með (fyrirsjáanlegum) yfirveguðum og málefnalegum hætti hverju sinni. Slæmar og illa ígrundaðar ákvarðanir í skattastefnustefnu stjórnvalda geta haft slæm áhrif á fyrirtæki og samfélagið í heild. Það gefur auga leið að slíkt er engu samfélagi til gagns. Það er hins vegar engum vafa undirorpið að skattheimta getur stuðlað að jöfnum tækifærum, félagslegum jöfnuði og sterkari samfélögum. Það eru til dæmis Norðurlöndin þekkt fyrir á heimsvísu sem við Íslendingar viljum oft og tíðum bera okkur saman við. Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Skattar og tollar Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Hvalrekaskattar á banka hafa verið lagðir á í ýmsum ríkjum Evrópu að undanförnu og áform um slíkt hefur víða komið til tals. En hvað er hvalrekaskattur? Um að ræða sérstakan skatt sem stjórnvöld geta lagt á atvinnugreinar eða fyrirtæki sem hagnast óvænt vegna sérstakra aðstæðna, svo sem vegna hækkana á vöruverði, hagstæðra breyting á reglum eða annarra ytri þátta sem leitt geta til óvenjulegrar aukningar á hagnaði og hafa í raun ekkert með daglegt rekstrarumhverfi fyrirtækja og ákvarðanir því tengdu að gera. Ein helstu rökin fyrir notkun hvalrekaskatts eru að með honum er tímabundið hægt að vinna bug á tekjuójöfnuði með því að beina spjótum sínum að fyrirtækjum eða atvinnugreinum sem hagnast óeðlilega vegna fyrrnefnda ástæðna á kostnað heimila, fyrirtækja, neytenda eða skattgreiðenda. Stjórnvöld geta þannig með hvalrekaskatti stuðlað að sanngjarnari skiptingu byrða milli fólks og fyrirtækja. Þaulreynd aðferðafræði Hvalrekaskattur er ekki nýtt fyrirbæri en til hans hefur oft verið gripið á undanförnum áratugum í löndum sem við berum okkur saman við vegna óvenjulegra aðstæðna og aukningar í hagnaði af sérstökum aðstæðum. Skatturinn er samofinn ýmsum efnahagslegum og pólitískum viðburðum sem margir kannast við. Má þar nefna hvalrekaskatt á olíufyrirtæki í kjölfar olíukreppunnar árið 1970 sem var tilkomin vegna viðskiptabanns OPEC ríkjanna og leiddi til verulegrar hækkunar olíuverðs. Þá var skatturinn meðal annars settur á í Bandaríkjunum og Bretlandi. Aftur var hvalrekaskattur lagður á olíufyrirtæki í Bretlandi vegna óeðlilegs hagnaðar árið 1981 þegar hægristjórn Margrétar Thatcher var við völd. Þá kom Tony Blair, fyrrv. forsætisráðherra Breta og formaður verkamannaflokksins, hvalrekaskatti til leiðar á veitufyrirtæki. Undanfarið ár hefur talsverð umræða átt sér stað víða í heiminum um hvalrekaskatta og fjölmörg lönd í Evrópu hafa innleitt þá á orkufyrirtæki vegna mikillar hækkunar raforkuverðs og stóraukins hagnaðar orkufyrirtækja sem að stórum hluta má rekja til árásarstríðs Rússa í Úkraínu. Skattinum er þannig ætla að koma til móts við almenning sem tekið hefur á sig talsvert þyngri byrðar vegna hás orkuverðs. Ekki spurning um hægri eða vinstri Það er sannfæring mín og okkar í Framsókn að þegar óvenjulegur hagnaður verður vegna tímabundins ójafnvægis á markaðnum eða annarra tímabundinna ytri þátta getur hvalrekaskattur hjálpað til við að leiðrétta slíka röskun og stuðlað að meira jafnvægi í efnahagslífinu, heimilum og fyrirtækjum til hagsbóta. Slíkt er ekki spurning um hægri eða vinstri strauma í stjórnmálum eins og dæmin sanna erlendis frá, heldur eðlileg viðbrögð ríkisins við óvenjulegu ástandi í samfélaginu. Á tímum þar sem að stýrivextir hafa hækkað mikið og vaxtamunur bankanna hér á landi hafa aukist tel ég eðlilegt og sanngjarnt að íslensk stjórnvöld fari þá leið að setja á hvalrekaskatt með það að markmiði að styðja betur við þau heimili sem verst hafa orðið fyrir barðinu á hækkun vaxta. Til að mynda hafa hreinar vaxtatekjur íslensku bankanna margfaldast á árinu 2023 og hafa verið yfir arðsemismarkmiðum, það segir ákveðna sögu. Ég tel rétt á sama tíma að geta þess að ríkisstjórnin lagðist á árarnar á Covid tímabilinu og studdi við bakið á fyrirtækjum í landinu og nutu bankarnir þannig óbeint verulegs stuðnings frá hinu opinbera og hafa frá síðasta ári notið uppskeru þeirra aðgerða. Skattheimta getur stuðlað að jöfnum tækifærum Einn helsti átakapunktur stjórnmálanna snýr að skattheimtu og réttlátri skiptingu. Umræðu um skattheimtu hverju sinni, hvort sem hún snýr að fólki eða fyrirtækjum, þarf að taka með (fyrirsjáanlegum) yfirveguðum og málefnalegum hætti hverju sinni. Slæmar og illa ígrundaðar ákvarðanir í skattastefnustefnu stjórnvalda geta haft slæm áhrif á fyrirtæki og samfélagið í heild. Það gefur auga leið að slíkt er engu samfélagi til gagns. Það er hins vegar engum vafa undirorpið að skattheimta getur stuðlað að jöfnum tækifærum, félagslegum jöfnuði og sterkari samfélögum. Það eru til dæmis Norðurlöndin þekkt fyrir á heimsvísu sem við Íslendingar viljum oft og tíðum bera okkur saman við. Höfundur er þingmaður Framsóknar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun