Bjarni segir bókun 35 ekki ráða löggjöf Alþingis Heimir Már Pétursson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. febrúar 2024 19:06 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra segir bókun 35 við EES-samninginn ekki fela í sér framsal á fullveldi Íslands. Formaður Miðflokksins geldur varhug við frumvarpi um bókunina og segist munu berjast gegn því með kjafti og klóm. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf Alþingi skýrslu í dag um svo kallaða bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Ráðherra sagði ýmsa hafa misskilið málið þegar þáverandi utanríkisráðherra lagði fram frumvarp fyrir ári um nýja lögskýringarreglu vegna bókunarinnar, sem hefði verið í gildi í 30 ár. En í megindráttum gekk frumvarpið út á að gerðir Evrópusambandsins sem Alþingi hefur samþykkt, skuli ráða rekist þær á við íslensk lög. “Og um inntak bókunar 35 var samið við gerð EES samningsins. Í henni felst þjóðréttarleg skuldbinding sem hefur ekki haggast. Þrátt fyrir bókunina á Alþingi alltaf síðasta orðið um hvaða lög gilda í landinu. Þetta er algert grundvallaratriði. Það er enginn að leggja til að því sé breytt og í frumvarpinu sem hér lá fyrir var reyndar alltaf talað um gerðir sem hefðu réttilega verið innleiddar í íslenskan rétt,“ sagði Bjarni. Skýrslan sé sérstakt útspil Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkur hans hafa lýst mikilli andstöðu við frumvarp þáverandi utanríkisráðherra. Segja það framselja hluta af fullveldi þjóðarinnar til Evrópusambandsins. „Að okkar mati liggur fyrir, og við erum ekki einir um það, fyrrverandi dómarar, meira að segja hæstaréttardómari, hafa bent á að þetta standist ekki stjórnarskrá, að Alþingi hafi ekki heimild til að gefa eftir fullveldi með þessum hætti. Fleiri sérfræðingar hafa bent á hið sama,“ sagði Sigmundur Davíð þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá sagði hann að skýrslan væri sérstakt „útspil“. „Hér er fyrst og fremst verið að reyna að tína saman einhver rök, mjög einhliða rök, fyrir því að boða komu þessa frumvarps. En það er ekkert gert með allt hitt. Það er ekkert fjallað um, til að mynda, varnir Íslands í málinu. Því að síðasta ríkisstjórn, skipuð sömu flokkum, hélt uppi vörnum gegn Evrópusambandinu, ítrekað og mjög vel að mér skilst. Nú birtir hún skjal sem talar máli Evrópusambandsins,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Alvarleikinn komi í ljós eftir afgreiðslu Bjarni sagði að þetta hefði í raun og veru verið í gildi í praxís frá því að gerðin var gerð fyrir 30 árum síðan. Er fólkið í stjórnarflokkunum þá annað hvort svona illa upplýst eða illa innrætt að það vilji framselja fullveldið til Brussel? „Ég ætla nú ekki að saka þau um að vera illa innrætt, alls ekki. En maður heyrir þennan gamla frasa sem maður hefur heyrt svo mörgum sinnum áður: „Þetta er nú bara misskilningur hjá ykkur hinum. Þetta verður allt í lagi. Þetta skiptir engu máli.“ En svo þegar búið er að afgreiða þessa hluti kemur í ljós að þeir skipta máli.“ Ríkisstjórnin hafi áður haldið uppi öflugum vörnum, en tali nú máli ESB. Hún sé búin að skipta um lið. Miðflokksmenn muni berjast með kjafti og klóm gegn nýju frumvarpi um málið. „Það geturðu bókað.“ Utanríkismál Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf Alþingi skýrslu í dag um svo kallaða bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Ráðherra sagði ýmsa hafa misskilið málið þegar þáverandi utanríkisráðherra lagði fram frumvarp fyrir ári um nýja lögskýringarreglu vegna bókunarinnar, sem hefði verið í gildi í 30 ár. En í megindráttum gekk frumvarpið út á að gerðir Evrópusambandsins sem Alþingi hefur samþykkt, skuli ráða rekist þær á við íslensk lög. “Og um inntak bókunar 35 var samið við gerð EES samningsins. Í henni felst þjóðréttarleg skuldbinding sem hefur ekki haggast. Þrátt fyrir bókunina á Alþingi alltaf síðasta orðið um hvaða lög gilda í landinu. Þetta er algert grundvallaratriði. Það er enginn að leggja til að því sé breytt og í frumvarpinu sem hér lá fyrir var reyndar alltaf talað um gerðir sem hefðu réttilega verið innleiddar í íslenskan rétt,“ sagði Bjarni. Skýrslan sé sérstakt útspil Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkur hans hafa lýst mikilli andstöðu við frumvarp þáverandi utanríkisráðherra. Segja það framselja hluta af fullveldi þjóðarinnar til Evrópusambandsins. „Að okkar mati liggur fyrir, og við erum ekki einir um það, fyrrverandi dómarar, meira að segja hæstaréttardómari, hafa bent á að þetta standist ekki stjórnarskrá, að Alþingi hafi ekki heimild til að gefa eftir fullveldi með þessum hætti. Fleiri sérfræðingar hafa bent á hið sama,“ sagði Sigmundur Davíð þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá sagði hann að skýrslan væri sérstakt „útspil“. „Hér er fyrst og fremst verið að reyna að tína saman einhver rök, mjög einhliða rök, fyrir því að boða komu þessa frumvarps. En það er ekkert gert með allt hitt. Það er ekkert fjallað um, til að mynda, varnir Íslands í málinu. Því að síðasta ríkisstjórn, skipuð sömu flokkum, hélt uppi vörnum gegn Evrópusambandinu, ítrekað og mjög vel að mér skilst. Nú birtir hún skjal sem talar máli Evrópusambandsins,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Alvarleikinn komi í ljós eftir afgreiðslu Bjarni sagði að þetta hefði í raun og veru verið í gildi í praxís frá því að gerðin var gerð fyrir 30 árum síðan. Er fólkið í stjórnarflokkunum þá annað hvort svona illa upplýst eða illa innrætt að það vilji framselja fullveldið til Brussel? „Ég ætla nú ekki að saka þau um að vera illa innrætt, alls ekki. En maður heyrir þennan gamla frasa sem maður hefur heyrt svo mörgum sinnum áður: „Þetta er nú bara misskilningur hjá ykkur hinum. Þetta verður allt í lagi. Þetta skiptir engu máli.“ En svo þegar búið er að afgreiða þessa hluti kemur í ljós að þeir skipta máli.“ Ríkisstjórnin hafi áður haldið uppi öflugum vörnum, en tali nú máli ESB. Hún sé búin að skipta um lið. Miðflokksmenn muni berjast með kjafti og klóm gegn nýju frumvarpi um málið. „Það geturðu bókað.“
Utanríkismál Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira