Góð ráð gegn innbrotum fyrir vetrarfríið Ágúst Mogensen skrifar 14. febrúar 2024 07:30 Algengt er að þjófar nýti sér árstíðabundin frí fólks eins og vetrarfrí í skólum, páskafrí og sumarfrí til að brjótast inn á heimili fólks. Í ljósi þess að nú eru margir farnir að pakka í töskur fyrir skemmtilegt ferðalag í vetrarfríi skólanna er ekki úr vegi að kynna sér leiðir til að minnka líkur á að óprúttnir innbrotsþjófar brjótist inn í fjarveru fjölskyldunnar. Ærin ástæða er fyrir þessu því lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nú standi yfir innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu. Ítrekar lögreglan að ólæst hús bjóða hættunni heim og hvetur fólk að vera á varðbergi með eigur sínar. Margir eru á ferðalagi þessa dagana og innbrotsþjófar reyna að nýta þann tíma til að fara óáreittir inn í hús og bíla fólks. Nokkur ráð til að minnka líkurnar á innbroti Nágrannavarsla er ein besta forvörnin fyrir innbrotsþjófum og það að eiga nágranna sem hefur vökul augu í fjarveru þinni er ómetanlegt. Láttu því nágranna vita að þú sért á leið í fríið og biddu þau um að hafa augun opin fyrir ferðum ókunnugra við eign þína. Einnig er gott að biðja nágranna eða ættingja til að taka póstinn eða dagblöð. Þá getur verið gott að leggja aukabíl í stæðið þitt, það má svo auðvitað launa nágrannanum greiðann með því að lána honum bílastæðið. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skara skríða. Þess vegna er mikilvægt að sjálfsögðu að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. En einnig að skoða vandlega svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð því þær eru einnig inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Auk hreyfiskynjara til að varna innbrotum er hægt að tengja reykskynjara, vatnsnema og myndavélar við kerfin. Hægt er að hafa þau tengd stjórnstöð öryggisfyrirtækis eða fylgjast sjálfur með stöðu mála gegnum símann. Markmiðið með þessum forvörnum er að það sé ekki hægt að lesa úr aðstæðum, að heimilið sé yfirgefið. Séu þjófarnir ekki fullvissir um að heimilið sé mannlaust eru minni líkur á að brotist sé inn. Hvað ásælast þjófar? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að smærri hlutum sem auðvelt er að flytja úr eigninni svo lítið beri á og auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur, fatnaður, merkjavara, skartgripir og úr, peningar og listmunir. Skynsamlegt getur því verið að ganga vel frá slíkum verðmætum og færa í læstar hirslur ef hægt er. Reiðhjól Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Það er of auðvelt að klippa sundur ódýra víralása og þá ætti ekki að nota fyrir verðmæt hjól. Kaupið frekar sterkari lása úr hertu stáli, keðjur, tommustokkalása eða D-lása. Sölumenn í reiðhjólaverslunum veita ráðgjöf um val á lásum en líka er hægt að fletta upp á netinu hvaða lásar eru sterkastir. Þá eru þeir flokkaðir eftir styrk (t.d. brons-silfur-gull-demantur) sem segir til um hversu auðvelt eða erfitt er að brjóta þá upp. Ef við göngum vel frá eigum okkur áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. En munum líka að njóta vetrarfrísins og komum endurnærð heim. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Lögreglumál Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Algengt er að þjófar nýti sér árstíðabundin frí fólks eins og vetrarfrí í skólum, páskafrí og sumarfrí til að brjótast inn á heimili fólks. Í ljósi þess að nú eru margir farnir að pakka í töskur fyrir skemmtilegt ferðalag í vetrarfríi skólanna er ekki úr vegi að kynna sér leiðir til að minnka líkur á að óprúttnir innbrotsþjófar brjótist inn í fjarveru fjölskyldunnar. Ærin ástæða er fyrir þessu því lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nú standi yfir innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu. Ítrekar lögreglan að ólæst hús bjóða hættunni heim og hvetur fólk að vera á varðbergi með eigur sínar. Margir eru á ferðalagi þessa dagana og innbrotsþjófar reyna að nýta þann tíma til að fara óáreittir inn í hús og bíla fólks. Nokkur ráð til að minnka líkurnar á innbroti Nágrannavarsla er ein besta forvörnin fyrir innbrotsþjófum og það að eiga nágranna sem hefur vökul augu í fjarveru þinni er ómetanlegt. Láttu því nágranna vita að þú sért á leið í fríið og biddu þau um að hafa augun opin fyrir ferðum ókunnugra við eign þína. Einnig er gott að biðja nágranna eða ættingja til að taka póstinn eða dagblöð. Þá getur verið gott að leggja aukabíl í stæðið þitt, það má svo auðvitað launa nágrannanum greiðann með því að lána honum bílastæðið. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skara skríða. Þess vegna er mikilvægt að sjálfsögðu að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. En einnig að skoða vandlega svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð því þær eru einnig inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Auk hreyfiskynjara til að varna innbrotum er hægt að tengja reykskynjara, vatnsnema og myndavélar við kerfin. Hægt er að hafa þau tengd stjórnstöð öryggisfyrirtækis eða fylgjast sjálfur með stöðu mála gegnum símann. Markmiðið með þessum forvörnum er að það sé ekki hægt að lesa úr aðstæðum, að heimilið sé yfirgefið. Séu þjófarnir ekki fullvissir um að heimilið sé mannlaust eru minni líkur á að brotist sé inn. Hvað ásælast þjófar? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að smærri hlutum sem auðvelt er að flytja úr eigninni svo lítið beri á og auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur, fatnaður, merkjavara, skartgripir og úr, peningar og listmunir. Skynsamlegt getur því verið að ganga vel frá slíkum verðmætum og færa í læstar hirslur ef hægt er. Reiðhjól Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Það er of auðvelt að klippa sundur ódýra víralása og þá ætti ekki að nota fyrir verðmæt hjól. Kaupið frekar sterkari lása úr hertu stáli, keðjur, tommustokkalása eða D-lása. Sölumenn í reiðhjólaverslunum veita ráðgjöf um val á lásum en líka er hægt að fletta upp á netinu hvaða lásar eru sterkastir. Þá eru þeir flokkaðir eftir styrk (t.d. brons-silfur-gull-demantur) sem segir til um hversu auðvelt eða erfitt er að brjóta þá upp. Ef við göngum vel frá eigum okkur áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. En munum líka að njóta vetrarfrísins og komum endurnærð heim. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun