Léleg námslán eru pólitísk ákvörðun Rakel Anna Boulter skrifar 16. febrúar 2024 07:01 Tilgangur námslánakerfa er að veita öllum jöfn tækifæri til að fara í háskóla. Þjóðin græðir á því að fólk mennti sig og því er borðleggjandi að hafa gott námslánakerfi. Öll erum við sammála um að gera þurfi breytingar á íslenska námslánakerfinu, eins og kom fram í niðurstöðum skýrslu um endurskoðun námslánakerfisins sem unnin var í háskólaráðuneytinu í vetur. Við erum hins vegar ekki öll sammála um þær breytingar sem þarf að gera. Stúdentar hafa þegar gert sínum kröfum góð skil innan ráðuneytisins, þó enn sé óljóst hvað af ábendingum stúdenta verði tekið tillit til. Í megindráttum viljum við ráðast á tvö af vandamálum íslenska námslánakerfisins: Vandamálin Til að byrja með er styrkurinn frá ríkinu er ekki nægilega hár, sem endurspeglast í lélegum lánakjörum. Hitt vandamálið er að námslánakerfinu tekst ekki að vera það félagslega jöfnunartól sem það á að vera. Það er ekki einu sinni mögulegt fyrir alla námsmenn að taka námslán. Til þess þarf almennt að vera skráð að lágmarki í 22 einingar á önn, en fullt nám er 30 einingar á önn. Ef nemandi fellur í meira en 8 einingum þarf að endurgreiða lánið, ef undanþága fæst ekki. 30% niðurfelling á höfuðstól býðst aðeins þeim sem klára námið á tilskildum tíma. Ríkið styrkir sem sagt aðeins þau sem klára 22 einingar eða meira á önn og klára námið á tilskildum tíma. Rest situr uppi með lán á verri kjörum en buðust fyrir breytingarnar sem gerðar voru á námslánakerfinu árið 2020. Hvaða hópar eru ólíklegastir til að geta verið í fullu námi og klára námið á tilskildum tíma? Það er fjölskyldufólk, fólk með námsörðugleika eða annað mál en íslensku að móðurmáli. Þetta fólk er töluvert líklegra til að sitja uppi með lán á háum vöxtum og enga niðurfellingu. Einmitt fólkið sem þarf hvað mest á góðum námslánakjörum að halda! Lausnin Okkar tillögur til að bæta úr þessu er annars vegar að lækka vaxtaþakið og hækka niðurfellinguna. Hins vegar að lána fyrir hverri einingu og veita styrk eftir hverja önn. Við þurfum ekki að finna upp hjólið. Í Noregi er námsstyrkur veittur í formi 25% niðurfellingar á höfuðstól láns í lok hverrar annar. Styrkurinn fæst þó einungis fyrir þær einingar sem eru loknar sem skapar hvata til þess að ljúka námi. Til viðbótar er veitt 15% niðurfelling við námslok í Noregi. Lengst af fólst styrkur ríkisins til námsmanna í því að veita lán með lágum vöxtum. Með lagabreytingum 2020 var niðurfellingu bætt við en vextirnir hækkuðu gríðarlega í kjölfarið. Þessi breyting fól ekki í sér raunverulega aukningu á styrk til stúdenta á Íslandi. Núna er vaxtaþakið 4% af verðtryggðum lánum og 9% af óverðtryggðum lánum og þar standa vextirnir í dag. Þetta sér hver maður að eru óhagstæðir vextir. Hver ræður þessu? Íslendingar eiga til að gleyma því að það eru til aðrar lausnir. Við erum svo vön því að hlusta á afsakanir ráðamanna að við horfum fram hjá mjög mikilvægum punkti: pólitík eru ákvarðanir. Það er líka ákvörðun að gera engar breytingar. Íslenska námslánakerfið þarf ekki að vera svona, það eru til betri kerfi! Við þurfum ekki einu sinni að finna þau upp, þau eru til, bara ekki á Íslandi. Stúdentar hafa þegar komið kröfum sínum skýrt á framfæri. Við viljum að stjórnvöld forgangsraði menntun og stuðning við námsfólk, því allt samfélagið græðir á því. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Námslán Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Tilgangur námslánakerfa er að veita öllum jöfn tækifæri til að fara í háskóla. Þjóðin græðir á því að fólk mennti sig og því er borðleggjandi að hafa gott námslánakerfi. Öll erum við sammála um að gera þurfi breytingar á íslenska námslánakerfinu, eins og kom fram í niðurstöðum skýrslu um endurskoðun námslánakerfisins sem unnin var í háskólaráðuneytinu í vetur. Við erum hins vegar ekki öll sammála um þær breytingar sem þarf að gera. Stúdentar hafa þegar gert sínum kröfum góð skil innan ráðuneytisins, þó enn sé óljóst hvað af ábendingum stúdenta verði tekið tillit til. Í megindráttum viljum við ráðast á tvö af vandamálum íslenska námslánakerfisins: Vandamálin Til að byrja með er styrkurinn frá ríkinu er ekki nægilega hár, sem endurspeglast í lélegum lánakjörum. Hitt vandamálið er að námslánakerfinu tekst ekki að vera það félagslega jöfnunartól sem það á að vera. Það er ekki einu sinni mögulegt fyrir alla námsmenn að taka námslán. Til þess þarf almennt að vera skráð að lágmarki í 22 einingar á önn, en fullt nám er 30 einingar á önn. Ef nemandi fellur í meira en 8 einingum þarf að endurgreiða lánið, ef undanþága fæst ekki. 30% niðurfelling á höfuðstól býðst aðeins þeim sem klára námið á tilskildum tíma. Ríkið styrkir sem sagt aðeins þau sem klára 22 einingar eða meira á önn og klára námið á tilskildum tíma. Rest situr uppi með lán á verri kjörum en buðust fyrir breytingarnar sem gerðar voru á námslánakerfinu árið 2020. Hvaða hópar eru ólíklegastir til að geta verið í fullu námi og klára námið á tilskildum tíma? Það er fjölskyldufólk, fólk með námsörðugleika eða annað mál en íslensku að móðurmáli. Þetta fólk er töluvert líklegra til að sitja uppi með lán á háum vöxtum og enga niðurfellingu. Einmitt fólkið sem þarf hvað mest á góðum námslánakjörum að halda! Lausnin Okkar tillögur til að bæta úr þessu er annars vegar að lækka vaxtaþakið og hækka niðurfellinguna. Hins vegar að lána fyrir hverri einingu og veita styrk eftir hverja önn. Við þurfum ekki að finna upp hjólið. Í Noregi er námsstyrkur veittur í formi 25% niðurfellingar á höfuðstól láns í lok hverrar annar. Styrkurinn fæst þó einungis fyrir þær einingar sem eru loknar sem skapar hvata til þess að ljúka námi. Til viðbótar er veitt 15% niðurfelling við námslok í Noregi. Lengst af fólst styrkur ríkisins til námsmanna í því að veita lán með lágum vöxtum. Með lagabreytingum 2020 var niðurfellingu bætt við en vextirnir hækkuðu gríðarlega í kjölfarið. Þessi breyting fól ekki í sér raunverulega aukningu á styrk til stúdenta á Íslandi. Núna er vaxtaþakið 4% af verðtryggðum lánum og 9% af óverðtryggðum lánum og þar standa vextirnir í dag. Þetta sér hver maður að eru óhagstæðir vextir. Hver ræður þessu? Íslendingar eiga til að gleyma því að það eru til aðrar lausnir. Við erum svo vön því að hlusta á afsakanir ráðamanna að við horfum fram hjá mjög mikilvægum punkti: pólitík eru ákvarðanir. Það er líka ákvörðun að gera engar breytingar. Íslenska námslánakerfið þarf ekki að vera svona, það eru til betri kerfi! Við þurfum ekki einu sinni að finna þau upp, þau eru til, bara ekki á Íslandi. Stúdentar hafa þegar komið kröfum sínum skýrt á framfæri. Við viljum að stjórnvöld forgangsraði menntun og stuðning við námsfólk, því allt samfélagið græðir á því. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun