Hæstiréttur Alabama skilgreinir frosna fósturvísa sem manneskjur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2024 09:03 Við tæknifrjóvgun eru eggfrumur frjóvgaðar með sæðisfrumum og síðan frosnar eftir nokkra daga. Þessar frjóvguðu frosnu frumur njóta nú sömu réttarstöðu og börn í Alabama-ríki. Getty Hæstiréttur Alabama í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að frosnir fósturvísar væru börn og að sækja mætti fólk til saka fyrir að eyðileggja þá. Um það bil tugur ríkja í Bandaríkjunum hefur nú sett lög sem byggja á þeirri skilgreiningu að barn verði til strax við getnað en Alabama er fyrsta ríkið til að ákveða að fósturvísir sé manneskja. Sérfræðingar segja niðurstöðuna grafa undan tæknifrjóvgun og skapa mikla óvissu fyrir mikinn fjölda fólks sem glímir við ófrjósemi. Málið sem var til umfjöllunar fyrir dómstólnum varðaði spurninguna hvort sækja mætti sjúkling sem missti og eyðilagði þannig frosna fósturvísa annars pars til saka fyrir manndráp. Svar dómstólsins var að vissulega væri hægt að gera viðkomandi ábyrgan; það hefði löngum verið afstaða dómstólsins að „ófædd börn væru börn“ og sama ætti við um frosna fósturvísa. Þannig giltu lög um manndráp á börnum einnig um frjóvgaðar eggfrumur. „Lögin ná til allra barna, fæddra og ófæddra, án takmarkana,“ sagði í niðurstöðum dómsins. Það væri ekki hlutverk dómstólsins að ákveða takmarkanir eftir því hvað væri eða væri ekki skynsamleg stefnumótun. Undirréttur hafði vísað málinu frá á þeirri forsendu að fósturvísar væru ekki börn. Andstæðingar þungunarrofs hafa freistað þess að gera það ólöglegt að eyða fósturvísum en þetta er í fyrsta sinn sem dómstóll tekur undir þau sjónarmið að fósturvísir sé barn. Meirihluti kjósenda í Alabama ákvað árið 2018 að fóstur væru manneskjur en í umræddum tillögum var ekki fjallað um frosna fósturvísa. Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri Roe gegn Wade var þungunarrof bannað í ríkinu í nær öllum tilvikum og nærri helmingur allra sakamála sem tengjast þungunum í Bandaríkjunum eru höfðuð í Alabama. Niðurstaða dómstólsins í Alabama mun hafa ýmsar afleiðingar í för með sér og erfiðar ákvarðanir í tengslum við tæknifrjóvgun. Hingað til að mynda tíðkast að búa til nokkra fósturvísa í einu, bæði til að auka líkur á þungun en einnig til að eiga til seinni tíma. Nú munu foreldrar ekki aðeins standa frammi fyrir ákvörðuninni um það hvað á að gera við ónotaða fósturvísa, heldur eiga þeir einnig hættu á að vera sóttir til saka ef þeir ákveða að farga þeim. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Washington Post. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Frjósemi Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Um það bil tugur ríkja í Bandaríkjunum hefur nú sett lög sem byggja á þeirri skilgreiningu að barn verði til strax við getnað en Alabama er fyrsta ríkið til að ákveða að fósturvísir sé manneskja. Sérfræðingar segja niðurstöðuna grafa undan tæknifrjóvgun og skapa mikla óvissu fyrir mikinn fjölda fólks sem glímir við ófrjósemi. Málið sem var til umfjöllunar fyrir dómstólnum varðaði spurninguna hvort sækja mætti sjúkling sem missti og eyðilagði þannig frosna fósturvísa annars pars til saka fyrir manndráp. Svar dómstólsins var að vissulega væri hægt að gera viðkomandi ábyrgan; það hefði löngum verið afstaða dómstólsins að „ófædd börn væru börn“ og sama ætti við um frosna fósturvísa. Þannig giltu lög um manndráp á börnum einnig um frjóvgaðar eggfrumur. „Lögin ná til allra barna, fæddra og ófæddra, án takmarkana,“ sagði í niðurstöðum dómsins. Það væri ekki hlutverk dómstólsins að ákveða takmarkanir eftir því hvað væri eða væri ekki skynsamleg stefnumótun. Undirréttur hafði vísað málinu frá á þeirri forsendu að fósturvísar væru ekki börn. Andstæðingar þungunarrofs hafa freistað þess að gera það ólöglegt að eyða fósturvísum en þetta er í fyrsta sinn sem dómstóll tekur undir þau sjónarmið að fósturvísir sé barn. Meirihluti kjósenda í Alabama ákvað árið 2018 að fóstur væru manneskjur en í umræddum tillögum var ekki fjallað um frosna fósturvísa. Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri Roe gegn Wade var þungunarrof bannað í ríkinu í nær öllum tilvikum og nærri helmingur allra sakamála sem tengjast þungunum í Bandaríkjunum eru höfðuð í Alabama. Niðurstaða dómstólsins í Alabama mun hafa ýmsar afleiðingar í för með sér og erfiðar ákvarðanir í tengslum við tæknifrjóvgun. Hingað til að mynda tíðkast að búa til nokkra fósturvísa í einu, bæði til að auka líkur á þungun en einnig til að eiga til seinni tíma. Nú munu foreldrar ekki aðeins standa frammi fyrir ákvörðuninni um það hvað á að gera við ónotaða fósturvísa, heldur eiga þeir einnig hættu á að vera sóttir til saka ef þeir ákveða að farga þeim. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Washington Post.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Frjósemi Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira