Á hafragrautur heima í mataræði leikskólabarna? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 07:32 Hafragrautur hefur lengi verið vinsæll morgunmatur enda er hann bragðgóður, ódýr, auðveldur að búa til og býður upp á margvíslegan heilsufarslegan ávinning. Undanfarið hefur þó farið að kræla á allskonar misgáfulegum sögusögnum um hann og ýmsar mýtur sprottið upp. Þessar mýtur hafa náð þó nokkuð miklu flugi og farið að valda því að sumir hreinlega forðast það að borða gamla góða hafragrautinn og aðrar hafravörur af ótta við að hann sé ekkert svo góður heilsunni eftir allt saman. Þetta er mikil synd þar sem að Íslendingar borða alltof lítið af trefjum og hafragrautur hefur lengi verið einn af fáum trefjagjöfum Íslendinga. Það er því mikill missir að taka þennan góða trefjagjafa út. Þegar að ég frétti svo að leikskólar eru farnir að fá pressu frá foreldrum að taka út hafragrautinn fyrir börn vegna útbreiddra mýta sem eru í gangi þá fannst mér rétt að leiðrétta aðeins nokkur atriði. Förum aðeins yfir mýturnar sem hafa verið í gangi undanfarið. Mýta 1 - Hafragrautur inniheldur ekki mikla næringu og er því ekki góður kostur sem morgunmatur Sannleikur: Hafragrautur er mjög næringarríkur en hann er bæði trefjaríkur og inniheldur ýmis vítamín og steinefni eins og járn, magnesíum, sink, selen og B-vítamín. Hann inniheldur þar að auki andoxunarefnið pólýfenól sem hefur bólgueyðandi eiginleika. Hafrar hafa hæga blóðsykurssvörun, geta lækkað kólesteról í blóði, hafa góð áhrif á þarmaflóruna og blóðþrýstingsstjórnun. Mýta 2 - Hafragrautur veldur mikilli blóðsykurshækkun vegna hás kolvetnainnihalds. Sannleikur: Meðal kornvara sýna hafrar hvað hægustu blóðsykurssvörunina, sem þýðir að þeir hækka blóðsykur hægt miðað við aðrar kornvörur. Til þess að hægja svo enn meira á blóðsykurshækkun má bæta hnetusmjöri/möndlusmjöri út á grautinn og jafnvel fræjum. Þá hefur vinnslustig hafrana einnig áhrif á hversu hratt blóðsykur hækkar og eru tröllahafrar og stálslegnir hafrar t.d. góðir kostir. Mýta 3 - Hafragrautur inniheldur fýtatsýru sem hindrar upptöku ýmissa næringarefna. Sannleikur: Fýtatsýra hindrar ekki upptöku á neinum efnum en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Það á bara við ef þessi efni eru borðuð í sömu máltíð en önnur efni í fæðunni vinna gegn þessu og auka upptöku eins og t.d. C vítamín en það eykur upptöku járns. Með því að leggja hafra í bleyti eins og í overnight oats má brjóta fýtatsýruna niður og auka þannig upptökuna á næringarefnum. Mýta 4 - Hafragrautur inniheldur mikið magn af skordýraeitrinu glýfosat sem er skaðlegt Sannleikur: Hafrar innihalda 0.703 mg/kg af glýfosati en samkvæmt EFSA er örugg inntaka glýfosats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Manneskja um 80 kg þyrfti því að borða 56,9 kg af höfrum eða um 1422 skálar af hafragraut á dag til að fara yfir efri mörk. Þar að auki losar mannslíkaminn það litla magn sem við innbyrðum út á um 48 klukkustundum og því ekki mikið áhyggjuefni. Þá má líka nefna að það sama á við um seríos sem að er hafravara sem að hefur líka verið umtöluð að undanförnu. Það er því ljóst að ekki þarf að hafa áhyggjur af hafragrautnum góða og er hann bæði næringarríkur og mikilvægur trefjagjafi sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar borða almennt alltof lítið af trefjum. Ég vona að eftir þennan lestur að þið haldið áfram að borða næringarríka hafragrautinn óhrædd. Hægt er að fá meiri fróðleik og sjá fleiri mýtur leiðréttar á instagram undir aðgangnum @naeringogjafnvaegi. Höfundur er meistaranemi í næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Hafragrautur hefur lengi verið vinsæll morgunmatur enda er hann bragðgóður, ódýr, auðveldur að búa til og býður upp á margvíslegan heilsufarslegan ávinning. Undanfarið hefur þó farið að kræla á allskonar misgáfulegum sögusögnum um hann og ýmsar mýtur sprottið upp. Þessar mýtur hafa náð þó nokkuð miklu flugi og farið að valda því að sumir hreinlega forðast það að borða gamla góða hafragrautinn og aðrar hafravörur af ótta við að hann sé ekkert svo góður heilsunni eftir allt saman. Þetta er mikil synd þar sem að Íslendingar borða alltof lítið af trefjum og hafragrautur hefur lengi verið einn af fáum trefjagjöfum Íslendinga. Það er því mikill missir að taka þennan góða trefjagjafa út. Þegar að ég frétti svo að leikskólar eru farnir að fá pressu frá foreldrum að taka út hafragrautinn fyrir börn vegna útbreiddra mýta sem eru í gangi þá fannst mér rétt að leiðrétta aðeins nokkur atriði. Förum aðeins yfir mýturnar sem hafa verið í gangi undanfarið. Mýta 1 - Hafragrautur inniheldur ekki mikla næringu og er því ekki góður kostur sem morgunmatur Sannleikur: Hafragrautur er mjög næringarríkur en hann er bæði trefjaríkur og inniheldur ýmis vítamín og steinefni eins og járn, magnesíum, sink, selen og B-vítamín. Hann inniheldur þar að auki andoxunarefnið pólýfenól sem hefur bólgueyðandi eiginleika. Hafrar hafa hæga blóðsykurssvörun, geta lækkað kólesteról í blóði, hafa góð áhrif á þarmaflóruna og blóðþrýstingsstjórnun. Mýta 2 - Hafragrautur veldur mikilli blóðsykurshækkun vegna hás kolvetnainnihalds. Sannleikur: Meðal kornvara sýna hafrar hvað hægustu blóðsykurssvörunina, sem þýðir að þeir hækka blóðsykur hægt miðað við aðrar kornvörur. Til þess að hægja svo enn meira á blóðsykurshækkun má bæta hnetusmjöri/möndlusmjöri út á grautinn og jafnvel fræjum. Þá hefur vinnslustig hafrana einnig áhrif á hversu hratt blóðsykur hækkar og eru tröllahafrar og stálslegnir hafrar t.d. góðir kostir. Mýta 3 - Hafragrautur inniheldur fýtatsýru sem hindrar upptöku ýmissa næringarefna. Sannleikur: Fýtatsýra hindrar ekki upptöku á neinum efnum en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Það á bara við ef þessi efni eru borðuð í sömu máltíð en önnur efni í fæðunni vinna gegn þessu og auka upptöku eins og t.d. C vítamín en það eykur upptöku járns. Með því að leggja hafra í bleyti eins og í overnight oats má brjóta fýtatsýruna niður og auka þannig upptökuna á næringarefnum. Mýta 4 - Hafragrautur inniheldur mikið magn af skordýraeitrinu glýfosat sem er skaðlegt Sannleikur: Hafrar innihalda 0.703 mg/kg af glýfosati en samkvæmt EFSA er örugg inntaka glýfosats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Manneskja um 80 kg þyrfti því að borða 56,9 kg af höfrum eða um 1422 skálar af hafragraut á dag til að fara yfir efri mörk. Þar að auki losar mannslíkaminn það litla magn sem við innbyrðum út á um 48 klukkustundum og því ekki mikið áhyggjuefni. Þá má líka nefna að það sama á við um seríos sem að er hafravara sem að hefur líka verið umtöluð að undanförnu. Það er því ljóst að ekki þarf að hafa áhyggjur af hafragrautnum góða og er hann bæði næringarríkur og mikilvægur trefjagjafi sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar borða almennt alltof lítið af trefjum. Ég vona að eftir þennan lestur að þið haldið áfram að borða næringarríka hafragrautinn óhrædd. Hægt er að fá meiri fróðleik og sjá fleiri mýtur leiðréttar á instagram undir aðgangnum @naeringogjafnvaegi. Höfundur er meistaranemi í næringarfræði.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun