Hafnarfjörður í fremstu röð sveitarfélaga Valdimar Víðisson skrifar 22. febrúar 2024 13:47 Níu af hverjum tíu íbúum eru ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað. Hafnarfjörður vermir nú annað sætið af stærstu sveitarfélögunum í ánægju bæjarbúa með heildarupplifun af þjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í nýrri þjónustukönnun Gallups sem kynnt var í bæjarráði í vikunni. Samkvæmt könnunni er Hafnarfjörður yfir meðaltali í 10 þáttum af þeim 12 sem mældir eru en í tveimur þáttum erum við í meðaltali. Bærinn er hærri þegar kemur að heildaránægju með sveitarfélagið, aðstöðu til íþróttaiðkunar, ánægju með menningarmálin, þjónustu við leik- og grunnskóla, þjónustu við eldra fólk, sorphirðu og skipulagsmál. Þessar niðurstöður staðfesta að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er á réttri leið. Við höfum m.a. lagt mikla áherslu á fjölskyldufólk og það sést með myndarlegum systkinaafsláttum í leik- og grunnskólum, flest ritföng í grunnskólum er foreldrum að kostnaðarlausu, við höfum endurskipulagt leikskóladaginn, styrkt dagforeldrakerfið og nýfæddir Hafnfirðingar fá gjöf frá bænum. Ánægja með menningarmálin skorar hátt í þessari könnun og erum við þar efst sveitarfélaga. Meirihlutinn hefur lagt mikla áherslu á menningu og listir og endurspeglast það í þeim fjölmörgu viðburðum sem haldnir eru allt árið um kring í Hafnarfirði. Á síðustu sex árum hafa verið opnaðir þrír nýir búsetukjarnar fyrir fatlað fólk. Ekkert annað sveitarfélag státar af öðrum eins árangri. Búsetukjarninn í Stuðlaskarði er í eigu íbúanna og er það einsdæmi hér á landi. Hafinn er undirbúningur að fjórða búsetukjarnanum og bindum við vonir við að hann rísi innan fárra ára. Ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar er annar þáttur sem kemur vel út í Hafnarfirði. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur stutt vel við íþróttalíf í bænum. Á vordögum opnar á Selhellu glæsilegasta brettahöll landsins. Brettafélag Hafnarfjarðar kemur að allri hönnun innanhús og þessi nýja brettahöll mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir þau börn og ungmenni sem stunda þessar íþróttir. Í lok þessa árs er stefnt að opnun glæsilegs knatthús Hauka á Ásvöllum og snemma á næsta ári opnar ný reiðhöll Sörla. Þess utan hefur aðstaðan hjá FH verið bætt. Þjónusta við eldra fólk skorar einnig yfir meðaltali í Hafnarfirði. Meirihlutinn hefur fest í sessi frístundastyrk fyrir eldra fólk, heilsuefling hefur verið efld og þjónustan bætt með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang. Aukin áhersla hefur verið á fegrun bæjarins síðustu ár. Það verkefni hefur tekist vel og bærinn skartar sínu fegursta allt árið um kring. Fallegur bær sem tekur vel á móti hverjum þeim sem sækir hann heim. Þessar niðurstöður Gallups sýna að við erum á réttri leið. Við erum kosin til að þjónusta íbúa bæjarins og þessi könnun sýnir svo ekki verður um villst að það erum við að gera og gerum það vel. Við ætlum að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Hafnfirðingar geta treyst því. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Níu af hverjum tíu íbúum eru ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað. Hafnarfjörður vermir nú annað sætið af stærstu sveitarfélögunum í ánægju bæjarbúa með heildarupplifun af þjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í nýrri þjónustukönnun Gallups sem kynnt var í bæjarráði í vikunni. Samkvæmt könnunni er Hafnarfjörður yfir meðaltali í 10 þáttum af þeim 12 sem mældir eru en í tveimur þáttum erum við í meðaltali. Bærinn er hærri þegar kemur að heildaránægju með sveitarfélagið, aðstöðu til íþróttaiðkunar, ánægju með menningarmálin, þjónustu við leik- og grunnskóla, þjónustu við eldra fólk, sorphirðu og skipulagsmál. Þessar niðurstöður staðfesta að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er á réttri leið. Við höfum m.a. lagt mikla áherslu á fjölskyldufólk og það sést með myndarlegum systkinaafsláttum í leik- og grunnskólum, flest ritföng í grunnskólum er foreldrum að kostnaðarlausu, við höfum endurskipulagt leikskóladaginn, styrkt dagforeldrakerfið og nýfæddir Hafnfirðingar fá gjöf frá bænum. Ánægja með menningarmálin skorar hátt í þessari könnun og erum við þar efst sveitarfélaga. Meirihlutinn hefur lagt mikla áherslu á menningu og listir og endurspeglast það í þeim fjölmörgu viðburðum sem haldnir eru allt árið um kring í Hafnarfirði. Á síðustu sex árum hafa verið opnaðir þrír nýir búsetukjarnar fyrir fatlað fólk. Ekkert annað sveitarfélag státar af öðrum eins árangri. Búsetukjarninn í Stuðlaskarði er í eigu íbúanna og er það einsdæmi hér á landi. Hafinn er undirbúningur að fjórða búsetukjarnanum og bindum við vonir við að hann rísi innan fárra ára. Ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar er annar þáttur sem kemur vel út í Hafnarfirði. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur stutt vel við íþróttalíf í bænum. Á vordögum opnar á Selhellu glæsilegasta brettahöll landsins. Brettafélag Hafnarfjarðar kemur að allri hönnun innanhús og þessi nýja brettahöll mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir þau börn og ungmenni sem stunda þessar íþróttir. Í lok þessa árs er stefnt að opnun glæsilegs knatthús Hauka á Ásvöllum og snemma á næsta ári opnar ný reiðhöll Sörla. Þess utan hefur aðstaðan hjá FH verið bætt. Þjónusta við eldra fólk skorar einnig yfir meðaltali í Hafnarfirði. Meirihlutinn hefur fest í sessi frístundastyrk fyrir eldra fólk, heilsuefling hefur verið efld og þjónustan bætt með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang. Aukin áhersla hefur verið á fegrun bæjarins síðustu ár. Það verkefni hefur tekist vel og bærinn skartar sínu fegursta allt árið um kring. Fallegur bær sem tekur vel á móti hverjum þeim sem sækir hann heim. Þessar niðurstöður Gallups sýna að við erum á réttri leið. Við erum kosin til að þjónusta íbúa bæjarins og þessi könnun sýnir svo ekki verður um villst að það erum við að gera og gerum það vel. Við ætlum að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Hafnfirðingar geta treyst því. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun