Framlengir fjöldaflóttavernd fyrir fjögur þúsund Úkraínumenn Lovísa Arnardóttir skrifar 23. febrúar 2024 06:59 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur framlengt sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta frá Úkraínu. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra framlengir gildistíma 44. greinar laga um útlendinga um sameiginlega vernd Úkraínumanna vegna fjöldaflótta þeirra í kjölfar innrásar í Úkraínu. Tilkynnt verður um það í stjórnartíðindum í dag. Gildistími nýrrar framlengingar er til 2. mars á næsta ári. Úkraínumönnum var upphaflega veitt þessi vernd árið 2022 og var sú framlengd þann 1. febrúar í fyrra. Gildistími hennar er til 4. mars á þessu ári og eftir það tekur því sú nýja við. Um er að ræða vernd fyrir um fjögur þúsund manns. Árið 2022 fengu 2.316 frá Úkraínu mannúðarleyfi á Íslandi á grundvelli fjöldaflótta eða viðbótarverndar samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar. Í fyrra fengu 1.560 mannúðarleyfi vegna fjöldaflótta frá Úkraínu. Á þessu ári hafa fengu 95 einstaklingar fengið mannúðarleyfi vegna fjöldaflótta frá Úkraínu samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar. Samanlagt eru það 3.971 einstaklingar. Má framlengja í allt að þrjú ár Samkvæmt 44. grein útlendingalaga má endurnýja eða framlengja leyfið í allt að þrjú ár frá því að umsækjandi fékk það fyrst. Eftir þá framlengingu sem nú hefur verið samþykkt má því ekki gera það aftur. Einnig er tekið fram í lögunum að þegar heimildin fellur niður, eða þegar liðin eru þrjú ár frá því að einstaklingur fékk slíka vernd fyrst, eigi yfirvöld að tilkynna umsækjanda að umsókn hans um alþjóðlega vernd verði aðeins tekin til meðferðar láti hann í ljós ótvíræða ósk um það innan tiltekins frests. Sé umsóknin samþykkt má veita fólki dvalarleyfi vegna alþjóðlegrar verndar, mannúðarsjónarmiða eða mansals en kveðið er á um það í 74. grein útlendingalaganna. Að liðnu einu ári með slíkt leyfi er heimilt að gefa út ótímabundið dvalarleyfi enda séu skilyrðin fyrir því að halda leyfinu enn fyrir hendi og skilyrðum að öðru leyti fullnægt, samanber það sem kemur fram í 58. ákvæði laganna sem fjallar um ótímabundið dvalarleyfi. Samskonar framlenging í Evrópu Evrópusambandsríkin hafa framlengt samskonar fjöldaflóttavernd fyrir Úkraínumenn þar til á næsta ári en í Bretlandi, sem er utan sambandsins, var verndin upprunalega veitt til þriggja ára og rennur því út á næsta ári. Í Noregi, sem einnig er utan Evrópusambandsins, geta Úkraínumenn einnig fengið þessa sömu vernd en í janúar á þessu ári var tilkynnt, vegna mikils fjölda sem þangað hefur leitað, að Úkraínumenn með vernd eða tvöfalt ríkisfang í ríki sem Noregur metur öruggt fengju ekki vernd. Auk þess var tilkynnt að stuðningur við Úkraínumenn sem eru komnir í eigið húsnæði yrði minnkaður og að ferðir á milli Úkraínu og Noregs yrðu takmarkaðar. Þá var einnig tilkynnt að norsk yfirvöld myndu ekki lengur greiða fyrir komu og veru gæludýra í flóttamannamiðstöðvum sínum eða móttökumiðstöðinni. Tilkynnt var um þessar breytingar í lok janúar og tóku þær gildi um miðjan mánuð. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Úkraínumönnum var upphaflega veitt þessi vernd árið 2022 og var sú framlengd þann 1. febrúar í fyrra. Gildistími hennar er til 4. mars á þessu ári og eftir það tekur því sú nýja við. Um er að ræða vernd fyrir um fjögur þúsund manns. Árið 2022 fengu 2.316 frá Úkraínu mannúðarleyfi á Íslandi á grundvelli fjöldaflótta eða viðbótarverndar samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar. Í fyrra fengu 1.560 mannúðarleyfi vegna fjöldaflótta frá Úkraínu. Á þessu ári hafa fengu 95 einstaklingar fengið mannúðarleyfi vegna fjöldaflótta frá Úkraínu samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar. Samanlagt eru það 3.971 einstaklingar. Má framlengja í allt að þrjú ár Samkvæmt 44. grein útlendingalaga má endurnýja eða framlengja leyfið í allt að þrjú ár frá því að umsækjandi fékk það fyrst. Eftir þá framlengingu sem nú hefur verið samþykkt má því ekki gera það aftur. Einnig er tekið fram í lögunum að þegar heimildin fellur niður, eða þegar liðin eru þrjú ár frá því að einstaklingur fékk slíka vernd fyrst, eigi yfirvöld að tilkynna umsækjanda að umsókn hans um alþjóðlega vernd verði aðeins tekin til meðferðar láti hann í ljós ótvíræða ósk um það innan tiltekins frests. Sé umsóknin samþykkt má veita fólki dvalarleyfi vegna alþjóðlegrar verndar, mannúðarsjónarmiða eða mansals en kveðið er á um það í 74. grein útlendingalaganna. Að liðnu einu ári með slíkt leyfi er heimilt að gefa út ótímabundið dvalarleyfi enda séu skilyrðin fyrir því að halda leyfinu enn fyrir hendi og skilyrðum að öðru leyti fullnægt, samanber það sem kemur fram í 58. ákvæði laganna sem fjallar um ótímabundið dvalarleyfi. Samskonar framlenging í Evrópu Evrópusambandsríkin hafa framlengt samskonar fjöldaflóttavernd fyrir Úkraínumenn þar til á næsta ári en í Bretlandi, sem er utan sambandsins, var verndin upprunalega veitt til þriggja ára og rennur því út á næsta ári. Í Noregi, sem einnig er utan Evrópusambandsins, geta Úkraínumenn einnig fengið þessa sömu vernd en í janúar á þessu ári var tilkynnt, vegna mikils fjölda sem þangað hefur leitað, að Úkraínumenn með vernd eða tvöfalt ríkisfang í ríki sem Noregur metur öruggt fengju ekki vernd. Auk þess var tilkynnt að stuðningur við Úkraínumenn sem eru komnir í eigið húsnæði yrði minnkaður og að ferðir á milli Úkraínu og Noregs yrðu takmarkaðar. Þá var einnig tilkynnt að norsk yfirvöld myndu ekki lengur greiða fyrir komu og veru gæludýra í flóttamannamiðstöðvum sínum eða móttökumiðstöðinni. Tilkynnt var um þessar breytingar í lok janúar og tóku þær gildi um miðjan mánuð.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07