„Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2024 08:01 Dagur Sigurðsson á ærið verk fyrir höndum en honum er ætlað að koma Króatíu aftur í fremstu röð. Instagram/@hrs_insta Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. Dagur skrifaði undir samning til fjögurra ára, eftir að hafa fengið sig lausan frá Japan, og þarf að hafa hraðar hendur í nýju starfi, hjá liði sem er í vissum öldudal. Eftir hálfan mánuð er nefnilega umspil um sæti á Ólympíuleikum, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti í París í sumar. „Þeir eru mjög spenntir. Ég er fyrsti erlendi þjálfarinn hjá þeim og þeir hafa skipt ört um þjálfara, þannig að ég er að fara í ljónagryfjuna. Þeir hafa skipt um þjálfara nánast á hálfs árs fresti síðustu árin. En þetta er mjög spennandi,“ segir Dagur í viðtali við Vísi. Króatar áttu mjög lengi lið í allra fremstu röð og hafa til að mynda unnið tvö ólympíugull (1996 og 2004), heimsmeistaratitil 2003 og alls 14 verðlaun á stórmótum, síðast brons á EM 2016. „Mér fannst mjög spennandi að komast í lið sem er með þessa hefð sem þeir hafa. Það hefur gengið illa síðustu árin en þeir eru með rosalega ástríðu. Þetta er fjögurra milljóna manna land og þeir eru ótrúlega vel inni í öllum íþróttum, ná ótrúlegum árangri miðað við fólksfjölda. Það er ótrúlega margt hérna sem tikkar í boxin hjá mér og svo finnst mér Króatía sem land mjög spennandi fyrir mig. Þetta styttir líka ferðalögin aðeins,“ segir Dagur sem ekki þarf lengur að ferðast yfir hálfan hnöttinn til móts við sitt lið. Fær þrjá daga með liðinu áður en barist verður um sæti á ÓL En pressan er mikil á honum, eins og fyrr segir: „Það verður nú eiginlega ekki til meiri pressa en fyrir fyrsta leik. Við spilum við Austurríki strax í umspili fyrir Ólympíuleika og ég fæ mannskapinn bara þremur dögum fyrir leik. Það tekur þá kannski pressuna aðeins af manni að geta ekki gert neitt, en það er gríðarleg pressa á að liðið komist á Ólympíuleikana. Ég nefndi það nú á blaðamannafundi að það eru margar góðar þjóðir sem eru ekki einu sinni í umspilinu, eins og Ísland til dæmis og Katar og fleiri. Það eru forréttindi að vera þó í þeirri stöðu. Svo verður ekki síðri pressa strax í janúar þegar heimsmeistaramótið fer að hluta til fram í Króatíu. Króatíska liðið kemur til með að spila sína leiki hér í Zagreb, í 15.000 manna höll þar sem að allt er vitlaust,“ segir Dagur. Líkt því þegar Dagur tók við Þýskalandi Dagur hefur áður þjálfað landslið Austurríkis, Þýskalands og Japans, og vakti mikla athygli með því að gera Þjóðverja að Evrópumeisturum og vinna brons með þeim á Ólympíuleikum, 2016. Hann sér margt líkt með stöðunni hjá Króatíu núna og þegar hann tók við Þýskalandi. Pogledajte ovu objavu na Instagramu. Objavu dijeli Hrvatski rukometni savez (@hrs_insta) „Þá var gullaldartímabili lokið og búið að vera hökt eftir það. Það eru leikmenn hérna sem eru á síðustu metrunum aldurslega, en á móti kemur að það eru feykilega öflugir strákar að koma upp sem eru rétt rúmlega tvítugir. Að mörgu leyti er því þetta ekkert ósvipuð staða og þegar ég tók við Þýskalandi. Svo á eftir að koma í ljós hvernig þetta raðast saman. Byrjunin verður mjög mikilvæg, og hún verður mjög erfið því það eru nokkrir lykilmenn meiddir eftir Evrópumótið. Ég þarf því aðeins að púsla þessu saman án þess að hafa mikla reynslu af þeim. Það hefði verið mjög gott að fá 2-3 vikur í æfingar og 4-5 æfingaleiki. En þrír dagar verða bara að duga,“ segir Dagur. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Dagur skrifaði undir samning til fjögurra ára, eftir að hafa fengið sig lausan frá Japan, og þarf að hafa hraðar hendur í nýju starfi, hjá liði sem er í vissum öldudal. Eftir hálfan mánuð er nefnilega umspil um sæti á Ólympíuleikum, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti í París í sumar. „Þeir eru mjög spenntir. Ég er fyrsti erlendi þjálfarinn hjá þeim og þeir hafa skipt ört um þjálfara, þannig að ég er að fara í ljónagryfjuna. Þeir hafa skipt um þjálfara nánast á hálfs árs fresti síðustu árin. En þetta er mjög spennandi,“ segir Dagur í viðtali við Vísi. Króatar áttu mjög lengi lið í allra fremstu röð og hafa til að mynda unnið tvö ólympíugull (1996 og 2004), heimsmeistaratitil 2003 og alls 14 verðlaun á stórmótum, síðast brons á EM 2016. „Mér fannst mjög spennandi að komast í lið sem er með þessa hefð sem þeir hafa. Það hefur gengið illa síðustu árin en þeir eru með rosalega ástríðu. Þetta er fjögurra milljóna manna land og þeir eru ótrúlega vel inni í öllum íþróttum, ná ótrúlegum árangri miðað við fólksfjölda. Það er ótrúlega margt hérna sem tikkar í boxin hjá mér og svo finnst mér Króatía sem land mjög spennandi fyrir mig. Þetta styttir líka ferðalögin aðeins,“ segir Dagur sem ekki þarf lengur að ferðast yfir hálfan hnöttinn til móts við sitt lið. Fær þrjá daga með liðinu áður en barist verður um sæti á ÓL En pressan er mikil á honum, eins og fyrr segir: „Það verður nú eiginlega ekki til meiri pressa en fyrir fyrsta leik. Við spilum við Austurríki strax í umspili fyrir Ólympíuleika og ég fæ mannskapinn bara þremur dögum fyrir leik. Það tekur þá kannski pressuna aðeins af manni að geta ekki gert neitt, en það er gríðarleg pressa á að liðið komist á Ólympíuleikana. Ég nefndi það nú á blaðamannafundi að það eru margar góðar þjóðir sem eru ekki einu sinni í umspilinu, eins og Ísland til dæmis og Katar og fleiri. Það eru forréttindi að vera þó í þeirri stöðu. Svo verður ekki síðri pressa strax í janúar þegar heimsmeistaramótið fer að hluta til fram í Króatíu. Króatíska liðið kemur til með að spila sína leiki hér í Zagreb, í 15.000 manna höll þar sem að allt er vitlaust,“ segir Dagur. Líkt því þegar Dagur tók við Þýskalandi Dagur hefur áður þjálfað landslið Austurríkis, Þýskalands og Japans, og vakti mikla athygli með því að gera Þjóðverja að Evrópumeisturum og vinna brons með þeim á Ólympíuleikum, 2016. Hann sér margt líkt með stöðunni hjá Króatíu núna og þegar hann tók við Þýskalandi. Pogledajte ovu objavu na Instagramu. Objavu dijeli Hrvatski rukometni savez (@hrs_insta) „Þá var gullaldartímabili lokið og búið að vera hökt eftir það. Það eru leikmenn hérna sem eru á síðustu metrunum aldurslega, en á móti kemur að það eru feykilega öflugir strákar að koma upp sem eru rétt rúmlega tvítugir. Að mörgu leyti er því þetta ekkert ósvipuð staða og þegar ég tók við Þýskalandi. Svo á eftir að koma í ljós hvernig þetta raðast saman. Byrjunin verður mjög mikilvæg, og hún verður mjög erfið því það eru nokkrir lykilmenn meiddir eftir Evrópumótið. Ég þarf því aðeins að púsla þessu saman án þess að hafa mikla reynslu af þeim. Það hefði verið mjög gott að fá 2-3 vikur í æfingar og 4-5 æfingaleiki. En þrír dagar verða bara að duga,“ segir Dagur.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira