Frelsið er yndislegt Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 1. mars 2024 09:00 „Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna” 36 ár eru frá því að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður og formaður Vinstri grænna, lét þessi ummæli falla í umræðu um afléttingu bjórbannsins, en bjór var leyfður í sölu á forræði ríkisins þann 1. mars 1989. Í dag eru 35 ár síðan bjórbanninu var aflétt og síðan þá hafa ítrekað verið lögð fram lagafrumvörp til að auka frelsi í áfengismálum, t.d. um að heimila innlenda netverslun á áfengi, en frumvörpin hafa ekki náð fram að ganga. Þó náðist lítill áfangasigur á síðasta ári er brugghúsum var heimilt að selja áfengi beint frá sölustað. Innlendir framleiðendur standa höllum fæti Árið 1922 var einkaleyfi til smásölu á áfengi veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í þeim tilgangi að hefta aðgengi landsmanna að áfengi. Rökin fyrir tilvist verslunarinnar í dag þau sömu. Aftur á móti hefur landsmönnum um langt skeið verið heimilt að versla áfengi á netinu, svo lengi sem sú netverslun sé erlend. Þannig standa innlendir framleiðendur á áfengi höllum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. Ýmsir íslenskir framleiðendur hafa gripið til þess ráðs að selja afurðir sínar erlendum vefverslunum sem selja vöruna svo áfram til íslenskra neytenda. Varan ferðast þá frá Íslandi yfir Atlantshafið og aftur til baka með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Innlendum framleiðendum á áfengi er því óheimilt að selja vöruna sína annars staðar en í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - sem getur reynst mikil þrautarganga - nema þeir flytji hana út svo hægt sé að panta hana erlendis frá. Þá hafa innlendir innflytjendur á áfengi opnað vefverslanir sem eru skráðar í öðrum löndum og flokkast þær því sem erlendar vefverslanir. Aftur á móti er lagerinn staðsettur hér á landi og varan send á afhendingarstað skjótt. Þá hafa neytendur jafnvel þann möguleika að panta áfengi á netinu á bílaplani og sækja vöruna nokkrum mínútum seinna af lagernum. Afneitun löggjafans Dæmin hér að ofan sýna að núverandi lagaumhverfi er úrelt. Ítrekað hafa þingmenn, einkum úr ranni Sjálfstæðisflokksins, reynt að stíga lítil skref í átt að auknu frelsi með því að heimila innlenda netverslun þannig að innlendir framleiðendur standi jafnfætis erlendum. Þingmenn annarra flokka hafa sýnt málinu lítinn sem engan áhuga og hefur það ekki hlotið framgang. Enn eru stjórnmálamenn sem þrjóskast við og telja að ef annar en ríkisstarfsmaður afgreiði áfengi þá muni samfélagið riða til falls, líkt og Steingrímur J. Sigfússon hélt fram að myndi gerast ef við myndum heimila sölu á bjór. Það er síður en svo rétt enda er hægt að gera sömu kröfur til einkaaðila og ríkisstofnana þegar kemur að sölu áfengis. Þá hefur áfengisverslun ríkisins farið gegn upphaflegum markmiðum stofnun hennar, þ.e. að hefta aðgengi að áfengi þar sem afgreiðslustöðum hefur fjölgað á undanförnum misserum. Áfengi er lögleg vara og er einokun ríkisins á smásölu þess barns síns tíma. Einkaaðilar hafa fundið leiðir framhjá téðri einokun með því að opna erlendar vefverslanir til að selja sína vöru til íslenskra neytenda. Er það virkilega vilji löggjafans? Ég ætla rétt að vona ekki. En þangað til skálum við fyrir frelsinu á bjórdeginum. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn sambands ungra sjálfstæðismanna og ætlar að skála fyrir frelsinu í dag! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna” 36 ár eru frá því að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður og formaður Vinstri grænna, lét þessi ummæli falla í umræðu um afléttingu bjórbannsins, en bjór var leyfður í sölu á forræði ríkisins þann 1. mars 1989. Í dag eru 35 ár síðan bjórbanninu var aflétt og síðan þá hafa ítrekað verið lögð fram lagafrumvörp til að auka frelsi í áfengismálum, t.d. um að heimila innlenda netverslun á áfengi, en frumvörpin hafa ekki náð fram að ganga. Þó náðist lítill áfangasigur á síðasta ári er brugghúsum var heimilt að selja áfengi beint frá sölustað. Innlendir framleiðendur standa höllum fæti Árið 1922 var einkaleyfi til smásölu á áfengi veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í þeim tilgangi að hefta aðgengi landsmanna að áfengi. Rökin fyrir tilvist verslunarinnar í dag þau sömu. Aftur á móti hefur landsmönnum um langt skeið verið heimilt að versla áfengi á netinu, svo lengi sem sú netverslun sé erlend. Þannig standa innlendir framleiðendur á áfengi höllum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. Ýmsir íslenskir framleiðendur hafa gripið til þess ráðs að selja afurðir sínar erlendum vefverslunum sem selja vöruna svo áfram til íslenskra neytenda. Varan ferðast þá frá Íslandi yfir Atlantshafið og aftur til baka með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Innlendum framleiðendum á áfengi er því óheimilt að selja vöruna sína annars staðar en í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - sem getur reynst mikil þrautarganga - nema þeir flytji hana út svo hægt sé að panta hana erlendis frá. Þá hafa innlendir innflytjendur á áfengi opnað vefverslanir sem eru skráðar í öðrum löndum og flokkast þær því sem erlendar vefverslanir. Aftur á móti er lagerinn staðsettur hér á landi og varan send á afhendingarstað skjótt. Þá hafa neytendur jafnvel þann möguleika að panta áfengi á netinu á bílaplani og sækja vöruna nokkrum mínútum seinna af lagernum. Afneitun löggjafans Dæmin hér að ofan sýna að núverandi lagaumhverfi er úrelt. Ítrekað hafa þingmenn, einkum úr ranni Sjálfstæðisflokksins, reynt að stíga lítil skref í átt að auknu frelsi með því að heimila innlenda netverslun þannig að innlendir framleiðendur standi jafnfætis erlendum. Þingmenn annarra flokka hafa sýnt málinu lítinn sem engan áhuga og hefur það ekki hlotið framgang. Enn eru stjórnmálamenn sem þrjóskast við og telja að ef annar en ríkisstarfsmaður afgreiði áfengi þá muni samfélagið riða til falls, líkt og Steingrímur J. Sigfússon hélt fram að myndi gerast ef við myndum heimila sölu á bjór. Það er síður en svo rétt enda er hægt að gera sömu kröfur til einkaaðila og ríkisstofnana þegar kemur að sölu áfengis. Þá hefur áfengisverslun ríkisins farið gegn upphaflegum markmiðum stofnun hennar, þ.e. að hefta aðgengi að áfengi þar sem afgreiðslustöðum hefur fjölgað á undanförnum misserum. Áfengi er lögleg vara og er einokun ríkisins á smásölu þess barns síns tíma. Einkaaðilar hafa fundið leiðir framhjá téðri einokun með því að opna erlendar vefverslanir til að selja sína vöru til íslenskra neytenda. Er það virkilega vilji löggjafans? Ég ætla rétt að vona ekki. En þangað til skálum við fyrir frelsinu á bjórdeginum. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn sambands ungra sjálfstæðismanna og ætlar að skála fyrir frelsinu í dag!
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun