Bláa lónið opnað á ný Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. mars 2024 13:08 Starfsstöðvar Bláa lónsins eru innan hættusvæðis vegna jarðhræringa, samkvæmt mati Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Allar starfsstöðvar Bláa lónsins hafa verið opnaðar á ný eftir lokun og rýmingu síðdegis á laugardag þegar allt benti til þess að eldgos væri yfirvofandi. Fimm til átta hundruð manns voru í Bláa lóninu síðdegis á laugardag þegar viðvörunarlúðrar fóru í gang og skilaboð bárust um að rýma skyldi svæðið. Búist hafði verið við eldgosi dagana áður þar sem magn kviku var orðið sambærilegt því sem var fyrir fyrri eldgos á svæðinu. Eftir nokkuð kröfuga skjálftahrinu sem stóð yfir í um tvær klukkustundir stöðvaðist kvikuhlaupið áður en kvika náði til yfirborðs. Á heimasíðu Bláa lónsins segir að opnunin nái til allra rekstrareininga, þar með talið Bláa Lónsins, Blue Café, veitingastaðanna Lava og Moss, hótelanna Retreat og Silica, Retreat Spa og verslunarinnar á svæðinu. Ákvörðun um að opna á ný hafi verið tekin í nánu samráði við yfirvöld. Starfstöðvar innan hættusvæðis Á heimasíðunni segir jafnframt að nýr vegkafli við afleggjarann að lóninu sé nú opinn og gestir geti því keyrt hefðbundna leið að því á ný. „Athygli gesta er vakin á því að starfsstöðvar okkar eru innan hættusvæðis vegna jarðhræringa samkvæmt mati Veðurstofu Íslands. Komi til stórra jarðskjálfta eða mögulegra eldhræringa verða gestir látnir vita og viðeigandi ráðstafanir gerðar. Veðurstofa Íslands fylgist gaumgæfilega með virkni á svæðinu og framgangi mála og á sú vöktun sér stað allan sólarhringinn. Starfsemi okkar tekur sem fyrr mið af hættumati og ráðleggingum yfirvalda á hverjum tíma,“ segir á vef Bláa lónsins. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að búast megi við því að dragi til tíðinda á ný í vikunni. Kvikuhólfið undir Svartsengi haldi áfram að fyllast og á morgun verði staðan líklega orðin eins og fyrir síðast kvikuhlaup. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir „Nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með“ Bláa lónið opnaði á ný í morgun eftir vikulokun. Framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.s segir enga ónotatilfinningu á meðal starfsfólks né gesta. Nýr veruleiki blasi við og ljóst að Bláa lónið muni koma til með að opna og loka á víxl næstu árin. 20. janúar 2024 16:31 Ferðamenn óhræddir við að fara í nýopnað lónið Bláa lónið var opnað aftur í dag eftir að hafa verið lokað í flýti síðastliðinn sunnudag vegna eldgossins við Grindavík. Framkvæmdastjóri segir gleðitíðindi að starfsemi sé hafin að nýju og ferðamenn, þeir eru ánægðir. 20. janúar 2024 21:51 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Fimm til átta hundruð manns voru í Bláa lóninu síðdegis á laugardag þegar viðvörunarlúðrar fóru í gang og skilaboð bárust um að rýma skyldi svæðið. Búist hafði verið við eldgosi dagana áður þar sem magn kviku var orðið sambærilegt því sem var fyrir fyrri eldgos á svæðinu. Eftir nokkuð kröfuga skjálftahrinu sem stóð yfir í um tvær klukkustundir stöðvaðist kvikuhlaupið áður en kvika náði til yfirborðs. Á heimasíðu Bláa lónsins segir að opnunin nái til allra rekstrareininga, þar með talið Bláa Lónsins, Blue Café, veitingastaðanna Lava og Moss, hótelanna Retreat og Silica, Retreat Spa og verslunarinnar á svæðinu. Ákvörðun um að opna á ný hafi verið tekin í nánu samráði við yfirvöld. Starfstöðvar innan hættusvæðis Á heimasíðunni segir jafnframt að nýr vegkafli við afleggjarann að lóninu sé nú opinn og gestir geti því keyrt hefðbundna leið að því á ný. „Athygli gesta er vakin á því að starfsstöðvar okkar eru innan hættusvæðis vegna jarðhræringa samkvæmt mati Veðurstofu Íslands. Komi til stórra jarðskjálfta eða mögulegra eldhræringa verða gestir látnir vita og viðeigandi ráðstafanir gerðar. Veðurstofa Íslands fylgist gaumgæfilega með virkni á svæðinu og framgangi mála og á sú vöktun sér stað allan sólarhringinn. Starfsemi okkar tekur sem fyrr mið af hættumati og ráðleggingum yfirvalda á hverjum tíma,“ segir á vef Bláa lónsins. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að búast megi við því að dragi til tíðinda á ný í vikunni. Kvikuhólfið undir Svartsengi haldi áfram að fyllast og á morgun verði staðan líklega orðin eins og fyrir síðast kvikuhlaup.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir „Nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með“ Bláa lónið opnaði á ný í morgun eftir vikulokun. Framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.s segir enga ónotatilfinningu á meðal starfsfólks né gesta. Nýr veruleiki blasi við og ljóst að Bláa lónið muni koma til með að opna og loka á víxl næstu árin. 20. janúar 2024 16:31 Ferðamenn óhræddir við að fara í nýopnað lónið Bláa lónið var opnað aftur í dag eftir að hafa verið lokað í flýti síðastliðinn sunnudag vegna eldgossins við Grindavík. Framkvæmdastjóri segir gleðitíðindi að starfsemi sé hafin að nýju og ferðamenn, þeir eru ánægðir. 20. janúar 2024 21:51 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
„Nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með“ Bláa lónið opnaði á ný í morgun eftir vikulokun. Framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.s segir enga ónotatilfinningu á meðal starfsfólks né gesta. Nýr veruleiki blasi við og ljóst að Bláa lónið muni koma til með að opna og loka á víxl næstu árin. 20. janúar 2024 16:31
Ferðamenn óhræddir við að fara í nýopnað lónið Bláa lónið var opnað aftur í dag eftir að hafa verið lokað í flýti síðastliðinn sunnudag vegna eldgossins við Grindavík. Framkvæmdastjóri segir gleðitíðindi að starfsemi sé hafin að nýju og ferðamenn, þeir eru ánægðir. 20. janúar 2024 21:51