Innlent

Al­var­legt bíl­slys á Hafnar­fjarðar­vegi í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð um þrjúleytið í nótt. Myndin er úr safni.
Slysið varð um þrjúleytið í nótt. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt umferðarslys varð á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ um þrjúleytið í nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði þurfti að beita klippum til að ná ökumanni út úr bílnum.

Að sögn slökkviliðs varð slysið nærri Garðatorgi en ökumaðurinn var einn í bílnum og voru ekki aðrir bílar sem komu við sögu. Þá sé ekki hægt að veita nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×