Vandi fylgir vegsemd hverri: Biskupsforval í höndum fámennrar stéttar Skúli S. Ólafsson skrifar 7. mars 2024 10:30 Framundan er forval til biskupskjörs. Hópur vígðra þjóna kirkjunnar, alls 164 einstaklingar, tilnefnir einhvern þeirra sjö sem hafa „rétt upp hönd“ til að gefa kost á sér í sjálfu biskupskjörinu. Mikil ábyrgð er lögð á herðrar þessa fólks og hefur þetta fyrirkomulag sætt gagnrýni sem vel má taka undir. Það orkar tvímælis að setja svo mikil völd í hendur þeirra sem starfa í innsta kjarna Þjóðkirkjunnar. Má færa rök fyrir því að slíkt forval stangist ekki eingöngu á við grunnreglur lýðræðis um val á forystufólki, heldur sé það á skjön við sjálft eðli Þjóðkirkjunnar. Í lögum um Þjóðkirkjuna (77/2021) segir: „Þjóðkirkjunni ber að halda úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni“ (3. gr.). Hér er með öðrum orðum kveðið á um það að Þjóðkirkjan hafi skyldum að gegna út fyrir þann hóp 225.902 eintaklinga sem nú tilheyra trúfélaginu. Hér erum við komin að kjarna þess sem kalla má „Þjóðkirkjuhugsjónina“. Þar er átt við þá köllun að vinna landi og þjóð gagn í krafti kærleiksboðskapar Jesú Krists í nafni jafnréttis og velferðar. Í þeirri þjónustu gegnir biskup lykilhlutverki. Biskup þarf að geta talað til fólks, á stundum mótlætis, þegar þjóðin fagnar tyllidögum eða stendur frammi fyrir álitamálum. Annað meginhlutverk biskups er að gegna forystu í þeim hópi sem veitir kirkjulega þjónustu. Sá flokkur er að sönnu fjölbreyttur. Þar ber vitanlega að nefna téðan hóp vígðra þjóna kirkjunnar, en þar er þó ekki öll sagan sögð. Á vegum kirkjunnar starfar fjöldi launaðra starfsmanna auk enn stærri hóps sjálfboðaliða. Starfsemi Þjóðkirkjunnar fellur undir óhagnaðardrifinn rekstur. Því er mikilvægt að skilgreina markmið og stefnu sem birtist ekki nema að takmörkuðu leyti í niðurstöðum ársreikninga. Þessu þarf biskupinn að sinna og umfram allt stuðla að því að fólkið sem vinnur í anda Þjóðkirkjuhugsjónarinnar, starfi sem einn hópur. Tilnefningarvaldið fellur í skaut aðeins lítils hluta þess samfélags sem þjónar á vettvangi kirkjunnar. Hér gildir hið fornkveðna, að vandi fylgir vegsemd hverri. Mikilvægt er að tilnefnendur horfi út fyrir þrönga stéttarhagsmuni þegar ákvörðun er tekin. Fólk hlýtur að meta hvort og þá hvernig einstaklingar úr hópi þessara sjö hafa tjáð sig á opinberum vettvangi og miðlað forystu. Með því móti einu verður hægt að segja að tilnefnendur hafi axlað þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Framundan er forval til biskupskjörs. Hópur vígðra þjóna kirkjunnar, alls 164 einstaklingar, tilnefnir einhvern þeirra sjö sem hafa „rétt upp hönd“ til að gefa kost á sér í sjálfu biskupskjörinu. Mikil ábyrgð er lögð á herðrar þessa fólks og hefur þetta fyrirkomulag sætt gagnrýni sem vel má taka undir. Það orkar tvímælis að setja svo mikil völd í hendur þeirra sem starfa í innsta kjarna Þjóðkirkjunnar. Má færa rök fyrir því að slíkt forval stangist ekki eingöngu á við grunnreglur lýðræðis um val á forystufólki, heldur sé það á skjön við sjálft eðli Þjóðkirkjunnar. Í lögum um Þjóðkirkjuna (77/2021) segir: „Þjóðkirkjunni ber að halda úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni“ (3. gr.). Hér er með öðrum orðum kveðið á um það að Þjóðkirkjan hafi skyldum að gegna út fyrir þann hóp 225.902 eintaklinga sem nú tilheyra trúfélaginu. Hér erum við komin að kjarna þess sem kalla má „Þjóðkirkjuhugsjónina“. Þar er átt við þá köllun að vinna landi og þjóð gagn í krafti kærleiksboðskapar Jesú Krists í nafni jafnréttis og velferðar. Í þeirri þjónustu gegnir biskup lykilhlutverki. Biskup þarf að geta talað til fólks, á stundum mótlætis, þegar þjóðin fagnar tyllidögum eða stendur frammi fyrir álitamálum. Annað meginhlutverk biskups er að gegna forystu í þeim hópi sem veitir kirkjulega þjónustu. Sá flokkur er að sönnu fjölbreyttur. Þar ber vitanlega að nefna téðan hóp vígðra þjóna kirkjunnar, en þar er þó ekki öll sagan sögð. Á vegum kirkjunnar starfar fjöldi launaðra starfsmanna auk enn stærri hóps sjálfboðaliða. Starfsemi Þjóðkirkjunnar fellur undir óhagnaðardrifinn rekstur. Því er mikilvægt að skilgreina markmið og stefnu sem birtist ekki nema að takmörkuðu leyti í niðurstöðum ársreikninga. Þessu þarf biskupinn að sinna og umfram allt stuðla að því að fólkið sem vinnur í anda Þjóðkirkjuhugsjónarinnar, starfi sem einn hópur. Tilnefningarvaldið fellur í skaut aðeins lítils hluta þess samfélags sem þjónar á vettvangi kirkjunnar. Hér gildir hið fornkveðna, að vandi fylgir vegsemd hverri. Mikilvægt er að tilnefnendur horfi út fyrir þrönga stéttarhagsmuni þegar ákvörðun er tekin. Fólk hlýtur að meta hvort og þá hvernig einstaklingar úr hópi þessara sjö hafa tjáð sig á opinberum vettvangi og miðlað forystu. Með því móti einu verður hægt að segja að tilnefnendur hafi axlað þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun