Var í símanum undir stýri og fær kaskótryggingar ekki endurgreiddar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2024 16:20 Frá vettvangi slyssins í október 2020. Vísir Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að endurgreiða manni kaskótryggingar, sem félagið hafði endurkrafið manninn um í kjölfar umferðarslyss sem hann olli. Maðurinn hafði ekið aftan á röð bifreiða á Reykjanesbraut á meðan hann var í símanum undir stýri og urðu fjórir bílar fyrir skemmdum. Landsréttur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af kröfum mannsins í dag. Maðurinn hafði gert þá kröfu til Vátryggingafélagsins að það endurgreiddi honum 3,2 milljónir króna kaskótryggingu sem VÍ hafði krafið hann um að endurgreiða. Deiluna má rekja til umferðarslyss sem maðurinn olli 21. október 2020 á Reykjanesbrautinni, skammt sunnan gatnamóta hennar og Álftanesvegar. Maðurinn var á suðurleið eftir Reykjanesbrautinni og ók aftan á röð bíla, sem var kyrrstæð vegna umferðarteppu skammt sunnan við áðurnefnd gatnamót. Viðurkenndi að vera annars hugar Umferðarteppan hafði myndast á þarnæstu gatnamótum á mótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika. Slysið varð á virkum degi klukkan 16:23, á háannatíma. Að meðtalinni bifreið mannsins urðu fjórar til viðbótar fyrir skemmdum í árekstrinum. Bæði maðurinn sem varð valdur að slysinu og ökumaður bílsins sem hann keyrði aftan á kvörtuðu undan eymslum og voru fluttir á slysadeild. Mikil umferð var á Reykjanesbrautinni en veður þurrt og bjart, yfirborð vegarins þurrt, dagsbirta og akstursskilyrði góð. Fram kemur í frumskýrslu lögreglu að maðurinn hafi skyndilega, þegar hann nálgaðist gatnamóti Reykjanesbrautar og Álftanesvegar, séð kyrrstæða bifreið fyrir framan sig og reynt að hemla án árangurs. Hann hafi viðurkennt á vettvangi að hafa ekki haft hugann við aksturinn án þess þó að tilgreina nánari ástæður þess. Tvö vitni fullyrtu að maðurinn hafi verið á mikilli hraðferð. Þá fullyrti eitt vitni að hafa séð manninn skrifa á símann sinn og hann ekki verið með augun á veginum. Annað vitni var sömuleiðis handvisst um að maðurinn hafi verið í símanum við aksturinn. Sýndi af sér stórkostlegt gáleysi Maðurinn sjálfur sagðist fyrir héraðsdómi ekki hafa verið að skrifa skilaboð í síma sínum þegar slysið varð. Hann hafi þó verið utan við sig og ekki með hugann við aksturinn. Hann hafi nauðhemlað þegar hann sá kyrrstæða bifreiðina fyrir framan sig en það hafi ekki dugað til. Maðurinn viðurkenndi að hafa ekið á 60 eða 70 kílómetra hraða. Í niðurstöðu dómsins segir að taka verði mið af því að slysið varð á fjölfarinni leið á háannatíma undir lok vinnudags á virkum degi. Þá hafi slysið orðið á stað þar sem búast megi við að hægist verulega á umferð eða hún stöðvist vegna stórra og fjölfarinna gatnamóta framundan. Auk þess hafi maðurinn ekið mjög hratt og óvarlega miðað við fyrrgreindar aðstæður. „Samkvæmt öllu framangreindu þykir sannað að stefndi hafi ekið á eða yfir leyfðum hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður en á sama tíma beint allri athygli sinni að farsímanum. Hafi stefndi þannig ekki gætt að sér og ekki fylgst með umferð framundan. Var akstur stefnda mjög háskalegur en framundan voru ekki aðeins ein gatnamót heldur þrenn með stuttu millibili og umferð mikil,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. „Verður að meta þessa háttsemi stefnda honum til stórkostlegs gáleysis.“ Dómsmál Samgönguslys Hafnarfjörður Tryggingar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Landsréttur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af kröfum mannsins í dag. Maðurinn hafði gert þá kröfu til Vátryggingafélagsins að það endurgreiddi honum 3,2 milljónir króna kaskótryggingu sem VÍ hafði krafið hann um að endurgreiða. Deiluna má rekja til umferðarslyss sem maðurinn olli 21. október 2020 á Reykjanesbrautinni, skammt sunnan gatnamóta hennar og Álftanesvegar. Maðurinn var á suðurleið eftir Reykjanesbrautinni og ók aftan á röð bíla, sem var kyrrstæð vegna umferðarteppu skammt sunnan við áðurnefnd gatnamót. Viðurkenndi að vera annars hugar Umferðarteppan hafði myndast á þarnæstu gatnamótum á mótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika. Slysið varð á virkum degi klukkan 16:23, á háannatíma. Að meðtalinni bifreið mannsins urðu fjórar til viðbótar fyrir skemmdum í árekstrinum. Bæði maðurinn sem varð valdur að slysinu og ökumaður bílsins sem hann keyrði aftan á kvörtuðu undan eymslum og voru fluttir á slysadeild. Mikil umferð var á Reykjanesbrautinni en veður þurrt og bjart, yfirborð vegarins þurrt, dagsbirta og akstursskilyrði góð. Fram kemur í frumskýrslu lögreglu að maðurinn hafi skyndilega, þegar hann nálgaðist gatnamóti Reykjanesbrautar og Álftanesvegar, séð kyrrstæða bifreið fyrir framan sig og reynt að hemla án árangurs. Hann hafi viðurkennt á vettvangi að hafa ekki haft hugann við aksturinn án þess þó að tilgreina nánari ástæður þess. Tvö vitni fullyrtu að maðurinn hafi verið á mikilli hraðferð. Þá fullyrti eitt vitni að hafa séð manninn skrifa á símann sinn og hann ekki verið með augun á veginum. Annað vitni var sömuleiðis handvisst um að maðurinn hafi verið í símanum við aksturinn. Sýndi af sér stórkostlegt gáleysi Maðurinn sjálfur sagðist fyrir héraðsdómi ekki hafa verið að skrifa skilaboð í síma sínum þegar slysið varð. Hann hafi þó verið utan við sig og ekki með hugann við aksturinn. Hann hafi nauðhemlað þegar hann sá kyrrstæða bifreiðina fyrir framan sig en það hafi ekki dugað til. Maðurinn viðurkenndi að hafa ekið á 60 eða 70 kílómetra hraða. Í niðurstöðu dómsins segir að taka verði mið af því að slysið varð á fjölfarinni leið á háannatíma undir lok vinnudags á virkum degi. Þá hafi slysið orðið á stað þar sem búast megi við að hægist verulega á umferð eða hún stöðvist vegna stórra og fjölfarinna gatnamóta framundan. Auk þess hafi maðurinn ekið mjög hratt og óvarlega miðað við fyrrgreindar aðstæður. „Samkvæmt öllu framangreindu þykir sannað að stefndi hafi ekið á eða yfir leyfðum hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður en á sama tíma beint allri athygli sinni að farsímanum. Hafi stefndi þannig ekki gætt að sér og ekki fylgst með umferð framundan. Var akstur stefnda mjög háskalegur en framundan voru ekki aðeins ein gatnamót heldur þrenn með stuttu millibili og umferð mikil,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. „Verður að meta þessa háttsemi stefnda honum til stórkostlegs gáleysis.“
Dómsmál Samgönguslys Hafnarfjörður Tryggingar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira