Var í símanum undir stýri og fær kaskótryggingar ekki endurgreiddar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2024 16:20 Frá vettvangi slyssins í október 2020. Vísir Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að endurgreiða manni kaskótryggingar, sem félagið hafði endurkrafið manninn um í kjölfar umferðarslyss sem hann olli. Maðurinn hafði ekið aftan á röð bifreiða á Reykjanesbraut á meðan hann var í símanum undir stýri og urðu fjórir bílar fyrir skemmdum. Landsréttur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af kröfum mannsins í dag. Maðurinn hafði gert þá kröfu til Vátryggingafélagsins að það endurgreiddi honum 3,2 milljónir króna kaskótryggingu sem VÍ hafði krafið hann um að endurgreiða. Deiluna má rekja til umferðarslyss sem maðurinn olli 21. október 2020 á Reykjanesbrautinni, skammt sunnan gatnamóta hennar og Álftanesvegar. Maðurinn var á suðurleið eftir Reykjanesbrautinni og ók aftan á röð bíla, sem var kyrrstæð vegna umferðarteppu skammt sunnan við áðurnefnd gatnamót. Viðurkenndi að vera annars hugar Umferðarteppan hafði myndast á þarnæstu gatnamótum á mótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika. Slysið varð á virkum degi klukkan 16:23, á háannatíma. Að meðtalinni bifreið mannsins urðu fjórar til viðbótar fyrir skemmdum í árekstrinum. Bæði maðurinn sem varð valdur að slysinu og ökumaður bílsins sem hann keyrði aftan á kvörtuðu undan eymslum og voru fluttir á slysadeild. Mikil umferð var á Reykjanesbrautinni en veður þurrt og bjart, yfirborð vegarins þurrt, dagsbirta og akstursskilyrði góð. Fram kemur í frumskýrslu lögreglu að maðurinn hafi skyndilega, þegar hann nálgaðist gatnamóti Reykjanesbrautar og Álftanesvegar, séð kyrrstæða bifreið fyrir framan sig og reynt að hemla án árangurs. Hann hafi viðurkennt á vettvangi að hafa ekki haft hugann við aksturinn án þess þó að tilgreina nánari ástæður þess. Tvö vitni fullyrtu að maðurinn hafi verið á mikilli hraðferð. Þá fullyrti eitt vitni að hafa séð manninn skrifa á símann sinn og hann ekki verið með augun á veginum. Annað vitni var sömuleiðis handvisst um að maðurinn hafi verið í símanum við aksturinn. Sýndi af sér stórkostlegt gáleysi Maðurinn sjálfur sagðist fyrir héraðsdómi ekki hafa verið að skrifa skilaboð í síma sínum þegar slysið varð. Hann hafi þó verið utan við sig og ekki með hugann við aksturinn. Hann hafi nauðhemlað þegar hann sá kyrrstæða bifreiðina fyrir framan sig en það hafi ekki dugað til. Maðurinn viðurkenndi að hafa ekið á 60 eða 70 kílómetra hraða. Í niðurstöðu dómsins segir að taka verði mið af því að slysið varð á fjölfarinni leið á háannatíma undir lok vinnudags á virkum degi. Þá hafi slysið orðið á stað þar sem búast megi við að hægist verulega á umferð eða hún stöðvist vegna stórra og fjölfarinna gatnamóta framundan. Auk þess hafi maðurinn ekið mjög hratt og óvarlega miðað við fyrrgreindar aðstæður. „Samkvæmt öllu framangreindu þykir sannað að stefndi hafi ekið á eða yfir leyfðum hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður en á sama tíma beint allri athygli sinni að farsímanum. Hafi stefndi þannig ekki gætt að sér og ekki fylgst með umferð framundan. Var akstur stefnda mjög háskalegur en framundan voru ekki aðeins ein gatnamót heldur þrenn með stuttu millibili og umferð mikil,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. „Verður að meta þessa háttsemi stefnda honum til stórkostlegs gáleysis.“ Dómsmál Samgönguslys Hafnarfjörður Tryggingar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Landsréttur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af kröfum mannsins í dag. Maðurinn hafði gert þá kröfu til Vátryggingafélagsins að það endurgreiddi honum 3,2 milljónir króna kaskótryggingu sem VÍ hafði krafið hann um að endurgreiða. Deiluna má rekja til umferðarslyss sem maðurinn olli 21. október 2020 á Reykjanesbrautinni, skammt sunnan gatnamóta hennar og Álftanesvegar. Maðurinn var á suðurleið eftir Reykjanesbrautinni og ók aftan á röð bíla, sem var kyrrstæð vegna umferðarteppu skammt sunnan við áðurnefnd gatnamót. Viðurkenndi að vera annars hugar Umferðarteppan hafði myndast á þarnæstu gatnamótum á mótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika. Slysið varð á virkum degi klukkan 16:23, á háannatíma. Að meðtalinni bifreið mannsins urðu fjórar til viðbótar fyrir skemmdum í árekstrinum. Bæði maðurinn sem varð valdur að slysinu og ökumaður bílsins sem hann keyrði aftan á kvörtuðu undan eymslum og voru fluttir á slysadeild. Mikil umferð var á Reykjanesbrautinni en veður þurrt og bjart, yfirborð vegarins þurrt, dagsbirta og akstursskilyrði góð. Fram kemur í frumskýrslu lögreglu að maðurinn hafi skyndilega, þegar hann nálgaðist gatnamóti Reykjanesbrautar og Álftanesvegar, séð kyrrstæða bifreið fyrir framan sig og reynt að hemla án árangurs. Hann hafi viðurkennt á vettvangi að hafa ekki haft hugann við aksturinn án þess þó að tilgreina nánari ástæður þess. Tvö vitni fullyrtu að maðurinn hafi verið á mikilli hraðferð. Þá fullyrti eitt vitni að hafa séð manninn skrifa á símann sinn og hann ekki verið með augun á veginum. Annað vitni var sömuleiðis handvisst um að maðurinn hafi verið í símanum við aksturinn. Sýndi af sér stórkostlegt gáleysi Maðurinn sjálfur sagðist fyrir héraðsdómi ekki hafa verið að skrifa skilaboð í síma sínum þegar slysið varð. Hann hafi þó verið utan við sig og ekki með hugann við aksturinn. Hann hafi nauðhemlað þegar hann sá kyrrstæða bifreiðina fyrir framan sig en það hafi ekki dugað til. Maðurinn viðurkenndi að hafa ekið á 60 eða 70 kílómetra hraða. Í niðurstöðu dómsins segir að taka verði mið af því að slysið varð á fjölfarinni leið á háannatíma undir lok vinnudags á virkum degi. Þá hafi slysið orðið á stað þar sem búast megi við að hægist verulega á umferð eða hún stöðvist vegna stórra og fjölfarinna gatnamóta framundan. Auk þess hafi maðurinn ekið mjög hratt og óvarlega miðað við fyrrgreindar aðstæður. „Samkvæmt öllu framangreindu þykir sannað að stefndi hafi ekið á eða yfir leyfðum hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður en á sama tíma beint allri athygli sinni að farsímanum. Hafi stefndi þannig ekki gætt að sér og ekki fylgst með umferð framundan. Var akstur stefnda mjög háskalegur en framundan voru ekki aðeins ein gatnamót heldur þrenn með stuttu millibili og umferð mikil,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. „Verður að meta þessa háttsemi stefnda honum til stórkostlegs gáleysis.“
Dómsmál Samgönguslys Hafnarfjörður Tryggingar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira