Krafan er réttlæti Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 12. mars 2024 11:31 VR er öflugasta stéttarfélag landsins og stendur vörð um hagsmuni verslunar- og skrifstofufólks. Þetta er fjölbreyttur hópur fólks, enda eru störf fólks í verslun og þjónustu fjölbreytt. Miklu mun fjölbreyttari en marga grunar og verslunin er ein af þeim greinum sem nú gengur í gegnum miklar breytingar vegna tæknibreytinga og vegna loftslagsmála. Þessar tæknibreytingar hafa nú þegar haft áhrif á störf félagsfólks VR og fyrirséð er að þau áhrif munu bara aukast á komandi árum. Það er brýnt verkefni VR að leggja áherslu á endurmenntun og að gerð verði krafa um aukin tækifæri til starfs- og endurmenntunar. VR hefur verið leiðandi í umræðum um framtíðina og í störfum mínum í framtíðarnefnd VR hef ég lagt áherslu á þessi mál sem og þau málefni sem tengjast réttlátum umskiptum bæði vegna tækniframfara og innleiðingu gervigreindar. Huga þarf séstaklega að álögur sem leggjast á launafólk þegar kemur að aðgerðum vegna loftslagsmála verði skipt réttlátt en leggist ekki á launafólk með meiri þunga en tilefni er til. Þetta er, að mínu mati, okkar stærsta sameiginlega áskorun til að tryggja hagsæld til framtíðar fyrir okkur í VR. Áherslur á lýðræðisvæðingu og aðkomu launafólks í ákvarðanatöku eru jafnframt afar mikilvægar til þess að tryggja að horft sé til hagsmuna launafólks og samfélagsins alls, en ekki einvörðungu fjárfesta sem mögulega horfa eingöngu til skammtíma gróðavonar. Það er engin tilviljun að ég legg þessa miklu áherslu á réttlát umskipti, því það er megin verkefni VR að verja réttindi VR félaga í þeim breytingum sem við nú göngum í gegnum. Eldra félagsfólk Á sama tíma er mikilvægt að huga vel að málefnum eldra félagsfólks í VR. Mögulegir aldursfordómar á vinnumarkaði, húsnæðismál eldri félagsmanna, lífeyrismál og skerðingar eru dæmi um mál sem huga þarf að þegar kemur að eldra félagsfólki í VR. Því þessi hópur er sannarlega ein af þeim viðkvæmari þegar kemur að breytingum á vinnumarkaði. VR hefur verið í fararbroddi þegar kemur að hagsmunagæslu eldra félagsfólks og varð fyrst stéttarfélaga til þess að móta áherslur sem snúa beint að hagsmunum eldri félaga í VR. Ég legg á það áherslu að VR haldi þessu frumkvæði gagnvart hagsmunum eldri félaga. Eitt af stóru málunum í þessu efni er staðan á húsnæðismarkaði. Ég tel að jafnvægi á húsnæðismarkaði þurfi að vera til staðar á milli leigu- og eignarhúsnæðis og huga þurfi sérstaklega að bæði fyrstu kaupendum og eldra fólki sem hefur áhuga á að minnka við sig. Húsnæðismál Með frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar, ekki síst VR, hefur grettistaki verið lyft með stofnun Íbúðafélagsins Bjargs. Bjarg hefur nú þegar byggt um 1000 íbúðir. Með tilkomu Bjargs hófst nýr kafli óhagnaðardrifinna leigufélaga á Íslandi og kominn er vísir að öflugu almennu húsnæðisfélagi að norrænni fyrirmynd. Enn annar mikilvægur áfangi var stiginn síðastliðið haust þegar Blær leigufélag hóf framkvæmdir við 36 íbúðir í Úlfársdal og verða þær afhentar til leigu um næstu áramót. Þar með er formlega hafinn nýr áfangi í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Byggja þarf upp fjölbreyttan eigna-og leigumarkað og endurvekja félagslegt eignaíbúðakerfi. Ég hef verið í forystu um þennan málflokk innan VR og er verkefnið mitt hjartans mál. Ég tel að markvisst þurfi að byggja upp fjölbreyttan húsnæðismarkað hér á landi. Þar á ég við sterkt kerfi leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu sem Bjarg fellur undir og leigukerfi og hugmyndafræði sem Blær byggir á. Með því móti fæst nauðsynlegt aðhald fyrir félög sem rekin eru á markaðslegum forsendum og félög á borð við Ölmu starfi ekki á markaði þar sem ríkir skortur og sem endurspeglar hátt húsnæðisverð. Heilbrigt húsnæðiskerfi þarf að innihalda öll möguleg form af búsetuúrræðum, s.s. félagslegar leiguíbúðir, hagkvæmar leiguíbúðir í almenna íbúðakerfinu eins og Bjarg, sem og séreignakerfi eins og algengast er á Íslandi og einnig félagslegar eignaíbúðir. Endurvekja þarf félagslega eignaíbúðakerfið sem flestir kannast við sem verkamannabústaðakerfið, en var illu heilli aflagt upp úr 1990. Kröfur okkar eru ekki óeðlilegar eða ósanngjarnar. Þær eru krafa um réttlæti fyrir hönd launafólks, sem telur að ofur áhersla á hagnaðardrifinn leigumarkað hafi orðið til þess fólk á leigumarkaði býr við óöryggi, á meðan fjárfestar hafa mokað hundruðum milljóna ofan í eigi vasa. Höfundur er stjórnarmaður í VR og frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
VR er öflugasta stéttarfélag landsins og stendur vörð um hagsmuni verslunar- og skrifstofufólks. Þetta er fjölbreyttur hópur fólks, enda eru störf fólks í verslun og þjónustu fjölbreytt. Miklu mun fjölbreyttari en marga grunar og verslunin er ein af þeim greinum sem nú gengur í gegnum miklar breytingar vegna tæknibreytinga og vegna loftslagsmála. Þessar tæknibreytingar hafa nú þegar haft áhrif á störf félagsfólks VR og fyrirséð er að þau áhrif munu bara aukast á komandi árum. Það er brýnt verkefni VR að leggja áherslu á endurmenntun og að gerð verði krafa um aukin tækifæri til starfs- og endurmenntunar. VR hefur verið leiðandi í umræðum um framtíðina og í störfum mínum í framtíðarnefnd VR hef ég lagt áherslu á þessi mál sem og þau málefni sem tengjast réttlátum umskiptum bæði vegna tækniframfara og innleiðingu gervigreindar. Huga þarf séstaklega að álögur sem leggjast á launafólk þegar kemur að aðgerðum vegna loftslagsmála verði skipt réttlátt en leggist ekki á launafólk með meiri þunga en tilefni er til. Þetta er, að mínu mati, okkar stærsta sameiginlega áskorun til að tryggja hagsæld til framtíðar fyrir okkur í VR. Áherslur á lýðræðisvæðingu og aðkomu launafólks í ákvarðanatöku eru jafnframt afar mikilvægar til þess að tryggja að horft sé til hagsmuna launafólks og samfélagsins alls, en ekki einvörðungu fjárfesta sem mögulega horfa eingöngu til skammtíma gróðavonar. Það er engin tilviljun að ég legg þessa miklu áherslu á réttlát umskipti, því það er megin verkefni VR að verja réttindi VR félaga í þeim breytingum sem við nú göngum í gegnum. Eldra félagsfólk Á sama tíma er mikilvægt að huga vel að málefnum eldra félagsfólks í VR. Mögulegir aldursfordómar á vinnumarkaði, húsnæðismál eldri félagsmanna, lífeyrismál og skerðingar eru dæmi um mál sem huga þarf að þegar kemur að eldra félagsfólki í VR. Því þessi hópur er sannarlega ein af þeim viðkvæmari þegar kemur að breytingum á vinnumarkaði. VR hefur verið í fararbroddi þegar kemur að hagsmunagæslu eldra félagsfólks og varð fyrst stéttarfélaga til þess að móta áherslur sem snúa beint að hagsmunum eldri félaga í VR. Ég legg á það áherslu að VR haldi þessu frumkvæði gagnvart hagsmunum eldri félaga. Eitt af stóru málunum í þessu efni er staðan á húsnæðismarkaði. Ég tel að jafnvægi á húsnæðismarkaði þurfi að vera til staðar á milli leigu- og eignarhúsnæðis og huga þurfi sérstaklega að bæði fyrstu kaupendum og eldra fólki sem hefur áhuga á að minnka við sig. Húsnæðismál Með frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar, ekki síst VR, hefur grettistaki verið lyft með stofnun Íbúðafélagsins Bjargs. Bjarg hefur nú þegar byggt um 1000 íbúðir. Með tilkomu Bjargs hófst nýr kafli óhagnaðardrifinna leigufélaga á Íslandi og kominn er vísir að öflugu almennu húsnæðisfélagi að norrænni fyrirmynd. Enn annar mikilvægur áfangi var stiginn síðastliðið haust þegar Blær leigufélag hóf framkvæmdir við 36 íbúðir í Úlfársdal og verða þær afhentar til leigu um næstu áramót. Þar með er formlega hafinn nýr áfangi í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Byggja þarf upp fjölbreyttan eigna-og leigumarkað og endurvekja félagslegt eignaíbúðakerfi. Ég hef verið í forystu um þennan málflokk innan VR og er verkefnið mitt hjartans mál. Ég tel að markvisst þurfi að byggja upp fjölbreyttan húsnæðismarkað hér á landi. Þar á ég við sterkt kerfi leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu sem Bjarg fellur undir og leigukerfi og hugmyndafræði sem Blær byggir á. Með því móti fæst nauðsynlegt aðhald fyrir félög sem rekin eru á markaðslegum forsendum og félög á borð við Ölmu starfi ekki á markaði þar sem ríkir skortur og sem endurspeglar hátt húsnæðisverð. Heilbrigt húsnæðiskerfi þarf að innihalda öll möguleg form af búsetuúrræðum, s.s. félagslegar leiguíbúðir, hagkvæmar leiguíbúðir í almenna íbúðakerfinu eins og Bjarg, sem og séreignakerfi eins og algengast er á Íslandi og einnig félagslegar eignaíbúðir. Endurvekja þarf félagslega eignaíbúðakerfið sem flestir kannast við sem verkamannabústaðakerfið, en var illu heilli aflagt upp úr 1990. Kröfur okkar eru ekki óeðlilegar eða ósanngjarnar. Þær eru krafa um réttlæti fyrir hönd launafólks, sem telur að ofur áhersla á hagnaðardrifinn leigumarkað hafi orðið til þess fólk á leigumarkaði býr við óöryggi, á meðan fjárfestar hafa mokað hundruðum milljóna ofan í eigi vasa. Höfundur er stjórnarmaður í VR og frambjóðandi til stjórnar VR.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun