Fjárfestum í öflugum rannsóknarinnviðum Margrét Helga Ögmundsdóttir skrifar 13. mars 2024 11:31 Mikilvægi vísindastarfs hefur orðið ljóst í áskorunum síðustu ára, þar sem helst má nefna eldsumbrot á Reykjanesskaga og veirufaraldur. Við höfum orðið vitni að viðbrögðum sem hafa skipt sköpum og byggja á vísindalegri nálgun. Þessi skjótu viðbrögð eru vegna þess öfluga vísindastarfs sem stundað er við háskóla og rannsóknastofnanir á Íslandi og í góðu samstarfi við fyrirtæki í landinu. Öflugar rannsóknir eru forsenda þess að við verðum viðbúin næstu áskorunum og getum komið í veg fyrir einhverjar. Rannsóknir á Íslandi eru fjölbreyttar og margar á heimsmælikvarða hvað varðar áhrif og gæði. Rannsóknirnar eiga það sameiginlegt að skilja betur virkni lífs og hluta, umhverfis okkar og samfélags, til þess að geta haft áhrif til góðs. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að fjárfesting í vísindastarfi skilar sér í óbeinum verðmætum sem geta komið í ljós árum og jafnvel áratugum síðar. Vísindastarfið þarf að vera í samfellu og af miklum gæðum til þess að hafa raunveruleg áhrif. Rannsóknarinnviðir eru undirstaða þess að hægt sé að stunda rannsóknir. Slíkir innviðir geta verið tæki eins og smásjár og mælitæki en einnig rafrænir innviðir þar sem gögn eru tekin saman á þann hátt að hægt sé að varpa á þau rannsóknarspurningum. Mikið hefur unnist hér á landi undanfarna áratugi við að byggja upp góða rannsóknarinnviði, og ber einkum að þakka þrotlausu hugsjónastarfi frumkvöðla innan háskóla og rannsóknastofnana. Sem dæmi má nefna þá frumkvöðla sem stóðu að stofnun Krabbameinsskrár sem hefur að geyma upplýsingar um öll greind krabbamein á Íslandi frá 1955. Skráin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í því að Ísland hefur verið leiðandi á heimsvísu þegar kemur að krabbameinsrannsóknum. Innviðasjóður styrkir uppbyggingu stærri rannsóknarinnviða hér á landi. Slíkir sjóðir eru grundvöllur rannsókna og vísindastarfs í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Í Evrópulöndum eru margir rannsóknarinnviðir í hverju landi tengdir í gegnum samstarfsverkefni til þess að tryggja heildstæða uppbyggingu sem nýtist sem flestum á landsvísu. Slík verkefni hafa verið kölluð vegvísaverkefni (e. Research Infrastructure Roadmaps). Vegvísaverkefni ólíkra landa tengjast jafnframt í samevrópsk verkefni. Komið hefur berlega í ljós að uppbygging rannsóknarinnviða er sterkust með góðri samvinnu. Hér á landi var gerður fyrsti vegvísir um rannsóknarinnviði fyrir þremur árum, með það að markmiði að efla samstarf vísindafólks, auka aðgengi að rannsóknarinnviðum og auka þannig gæði og áhrif þeirra rannsókna sem stundaðar eru á Íslandi. Til þess að halda þessari vegferð áfram var ánægjulegt að sjá að Innviðasjóður hefur nú auglýst að uppfæra skuli vegvísinn og óskar eftir hugmyndum um nýja rannsóknarinnviði og samstarfsverkefni. Það er lykilatriði að við endurskoðum sífellt áherslur, metum árangur og bætum þau verkefni sem við vinnum að. En uppbyggingu þurfa að fylgja fjármunir. Það er því von mín að um mistök sé að ræða þegar í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir verulegum niðurskurði í Innviðasjóð úr þeim rúmu 500 milljónum sem varið hefur verið í hann árlega undanfarin ár. Uppbygging viðamikilla rannsóknarinnviða í gegnum Innviðasjóð byggir á gegnsæi og traustu gæðamati. Þetta er lykilatriði til þess að við endurmetum sífellt hvar best er að áherslur liggi og hverju rannsóknir skila. Þróun samstarfsverkefna í gegnum Innviðasjóð tryggir auk þess samstarf allra háskóla, stofnana og fyrirtækja í landinu. Þetta hefur strax skilað auknum árangri. Til þess að geta brugðist skjótt við þurfum við að hafa trausta og samhæfða rannsóknarinnviði. Ekki er síður mikilvægt að hafa slíka rannsóknarinnviði til þess að búa okkur undir óvænta atburði. Verum ekki bara viðbúin þegar áföllin dynja á heldur komum líka í veg fyrir þau sem hægt er að koma í veg fyrir. Til þess þurfum við sem samfélag að fjárfesta í rannsóknarinnviðum og vísindum. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Vísindi Skóla - og menntamál Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Mikilvægi vísindastarfs hefur orðið ljóst í áskorunum síðustu ára, þar sem helst má nefna eldsumbrot á Reykjanesskaga og veirufaraldur. Við höfum orðið vitni að viðbrögðum sem hafa skipt sköpum og byggja á vísindalegri nálgun. Þessi skjótu viðbrögð eru vegna þess öfluga vísindastarfs sem stundað er við háskóla og rannsóknastofnanir á Íslandi og í góðu samstarfi við fyrirtæki í landinu. Öflugar rannsóknir eru forsenda þess að við verðum viðbúin næstu áskorunum og getum komið í veg fyrir einhverjar. Rannsóknir á Íslandi eru fjölbreyttar og margar á heimsmælikvarða hvað varðar áhrif og gæði. Rannsóknirnar eiga það sameiginlegt að skilja betur virkni lífs og hluta, umhverfis okkar og samfélags, til þess að geta haft áhrif til góðs. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að fjárfesting í vísindastarfi skilar sér í óbeinum verðmætum sem geta komið í ljós árum og jafnvel áratugum síðar. Vísindastarfið þarf að vera í samfellu og af miklum gæðum til þess að hafa raunveruleg áhrif. Rannsóknarinnviðir eru undirstaða þess að hægt sé að stunda rannsóknir. Slíkir innviðir geta verið tæki eins og smásjár og mælitæki en einnig rafrænir innviðir þar sem gögn eru tekin saman á þann hátt að hægt sé að varpa á þau rannsóknarspurningum. Mikið hefur unnist hér á landi undanfarna áratugi við að byggja upp góða rannsóknarinnviði, og ber einkum að þakka þrotlausu hugsjónastarfi frumkvöðla innan háskóla og rannsóknastofnana. Sem dæmi má nefna þá frumkvöðla sem stóðu að stofnun Krabbameinsskrár sem hefur að geyma upplýsingar um öll greind krabbamein á Íslandi frá 1955. Skráin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í því að Ísland hefur verið leiðandi á heimsvísu þegar kemur að krabbameinsrannsóknum. Innviðasjóður styrkir uppbyggingu stærri rannsóknarinnviða hér á landi. Slíkir sjóðir eru grundvöllur rannsókna og vísindastarfs í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Í Evrópulöndum eru margir rannsóknarinnviðir í hverju landi tengdir í gegnum samstarfsverkefni til þess að tryggja heildstæða uppbyggingu sem nýtist sem flestum á landsvísu. Slík verkefni hafa verið kölluð vegvísaverkefni (e. Research Infrastructure Roadmaps). Vegvísaverkefni ólíkra landa tengjast jafnframt í samevrópsk verkefni. Komið hefur berlega í ljós að uppbygging rannsóknarinnviða er sterkust með góðri samvinnu. Hér á landi var gerður fyrsti vegvísir um rannsóknarinnviði fyrir þremur árum, með það að markmiði að efla samstarf vísindafólks, auka aðgengi að rannsóknarinnviðum og auka þannig gæði og áhrif þeirra rannsókna sem stundaðar eru á Íslandi. Til þess að halda þessari vegferð áfram var ánægjulegt að sjá að Innviðasjóður hefur nú auglýst að uppfæra skuli vegvísinn og óskar eftir hugmyndum um nýja rannsóknarinnviði og samstarfsverkefni. Það er lykilatriði að við endurskoðum sífellt áherslur, metum árangur og bætum þau verkefni sem við vinnum að. En uppbyggingu þurfa að fylgja fjármunir. Það er því von mín að um mistök sé að ræða þegar í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir verulegum niðurskurði í Innviðasjóð úr þeim rúmu 500 milljónum sem varið hefur verið í hann árlega undanfarin ár. Uppbygging viðamikilla rannsóknarinnviða í gegnum Innviðasjóð byggir á gegnsæi og traustu gæðamati. Þetta er lykilatriði til þess að við endurmetum sífellt hvar best er að áherslur liggi og hverju rannsóknir skila. Þróun samstarfsverkefna í gegnum Innviðasjóð tryggir auk þess samstarf allra háskóla, stofnana og fyrirtækja í landinu. Þetta hefur strax skilað auknum árangri. Til þess að geta brugðist skjótt við þurfum við að hafa trausta og samhæfða rannsóknarinnviði. Ekki er síður mikilvægt að hafa slíka rannsóknarinnviði til þess að búa okkur undir óvænta atburði. Verum ekki bara viðbúin þegar áföllin dynja á heldur komum líka í veg fyrir þau sem hægt er að koma í veg fyrir. Til þess þurfum við sem samfélag að fjárfesta í rannsóknarinnviðum og vísindum. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun