Fagnar ráðningu Dags: „Mjög gott dæmi hjá Króötunum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 10:02 Alfreð Gíslason mætir Degi Sigurðssyni í öðrum leik þess síðarnefnda með króatíska landsliðið. Mikið verður undir í leiknum. Samsett/Getty Alfreð Gíslason fagnar ákvörðun Dags Sigurðssonar að hætta með japanska landsliðið í handbolta og taka við því króatíska. Þeir félagar munu leiða saman hesta sína í vikunni. Dagur hætti nýverið með japanska landsliðið sem hann hafði stýrt frá 2017 sem kom á óvart þar sem liðið var á leið á Ólympíuleikana í París í sumar. Hann söðlaði um og tók við Króatíu og mætir beint í umspil um sæti á leikunum. Það kemur Alfreð ekki á óvart að Dagur hafi tekið þetta skref. „Ég skil hann mjög vel, fyrst hann fær þennan möguleika að taka við Króötunum. Í fyrsta lagi að vera nær Íslandi og annars vegar er Króatarnir með virkilega efnilegt lið. Þeir eru með þrjá til fjóra heimsklassa eldri leikmenn eins og Duvnjak, Cindric og Karacic. En að öðru leyti með mjög efnilegt lið sem verður bara betra og betra,“ segir Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands. Umdeilt í Króatíu Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn í sögu króatíska liðsins sem var misvel tekið heima fyrir. „Kröfurnar sem gerðar eru í Króatíu eru miklar. Maður tók eftir því að um leið og gengið var frá þessu, þá risu allir gömlu heims- og Evrópumeistararnir upp og vældu yfir því að það væri útlendingur í fyrsta skipti ráðinn sem landsliðsþjálfari sem væri vantraust á þá alla,“ „Ég held þetta hafi verið mjög gott dæmi hjá Króötunum að gera þetta,“ segir Alfreð. Verður athyglisvert að mæta Degi Það er því pressa sem fylgir þessu fyrsta verkefni en Þýskaland og Króatía eru saman í fjögurra liða riðli í umspilinu þar sem tvö komast á leikana í París. Vegna pressunnar segir Alfreð ágætt fyrir Dag að riðilinn sé leikinn í Þýskalandi. „Það verður mjög gott að vera ekki allan tímann í Króatíu eða þá að skilja ekki málið upp á allt þarna. Þetta er mjög blóðheitt og mikil handboltahefð í Króatíu.“ Eftir fyrsta leik á morgun mætast Króatía og Þýskaland á laugardag. Alfreð er spenntur fyrir því að mæta Degi sem hefur skamman tíma með liðinu fyrir fyrsta verkefnið. „Ég geri ekki ráð fyrir að Dagur kollsteypi leik króatíska liðsins á fjórum dögum, það væri ekki mjög gáfulegt. En þetta verður mjög athyglisvert og örugglega mjög skemmtilegt fyrir hann,“ segir Alfreð. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. 6. mars 2024 08:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Dagur hætti nýverið með japanska landsliðið sem hann hafði stýrt frá 2017 sem kom á óvart þar sem liðið var á leið á Ólympíuleikana í París í sumar. Hann söðlaði um og tók við Króatíu og mætir beint í umspil um sæti á leikunum. Það kemur Alfreð ekki á óvart að Dagur hafi tekið þetta skref. „Ég skil hann mjög vel, fyrst hann fær þennan möguleika að taka við Króötunum. Í fyrsta lagi að vera nær Íslandi og annars vegar er Króatarnir með virkilega efnilegt lið. Þeir eru með þrjá til fjóra heimsklassa eldri leikmenn eins og Duvnjak, Cindric og Karacic. En að öðru leyti með mjög efnilegt lið sem verður bara betra og betra,“ segir Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands. Umdeilt í Króatíu Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn í sögu króatíska liðsins sem var misvel tekið heima fyrir. „Kröfurnar sem gerðar eru í Króatíu eru miklar. Maður tók eftir því að um leið og gengið var frá þessu, þá risu allir gömlu heims- og Evrópumeistararnir upp og vældu yfir því að það væri útlendingur í fyrsta skipti ráðinn sem landsliðsþjálfari sem væri vantraust á þá alla,“ „Ég held þetta hafi verið mjög gott dæmi hjá Króötunum að gera þetta,“ segir Alfreð. Verður athyglisvert að mæta Degi Það er því pressa sem fylgir þessu fyrsta verkefni en Þýskaland og Króatía eru saman í fjögurra liða riðli í umspilinu þar sem tvö komast á leikana í París. Vegna pressunnar segir Alfreð ágætt fyrir Dag að riðilinn sé leikinn í Þýskalandi. „Það verður mjög gott að vera ekki allan tímann í Króatíu eða þá að skilja ekki málið upp á allt þarna. Þetta er mjög blóðheitt og mikil handboltahefð í Króatíu.“ Eftir fyrsta leik á morgun mætast Króatía og Þýskaland á laugardag. Alfreð er spenntur fyrir því að mæta Degi sem hefur skamman tíma með liðinu fyrir fyrsta verkefnið. „Ég geri ekki ráð fyrir að Dagur kollsteypi leik króatíska liðsins á fjórum dögum, það væri ekki mjög gáfulegt. En þetta verður mjög athyglisvert og örugglega mjög skemmtilegt fyrir hann,“ segir Alfreð. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. 6. mars 2024 08:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. 6. mars 2024 08:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni