Dagur gat strax sungið þjóðsönginn og kallaður Sigurdssonić Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2024 23:01 Dagur Sigurðsson fagnar á hliðarlínunni í Hannover í gær, í sigrinum góða á Austurríki. Getty/Swen Pförtner Króatar eru ánægðir með Dag Sigurðsson eftir fyrsta leik króatíska handboltalandsliðsins undir hans stjórn, þegar liðið vann afar mikilvægan sex marka sigur gegn Austurríki í ólympíuumspilinu. Dagur og hans nýju lærisveinar fögnuðu 35-29 sigri og eru komnir langleiðina inn á ÓL í París í sumar. Þeir mæta Þýskalandi á morgun og loks Alsír, en tvö lið komast upp úr riðlinum og á leikana. Þó að aðeins tvær vikur séu síðan að Dagur tók við króatíska liðinu þá er hann samt nú þegar búinn að læra króatíska þjóðsönginn. Um þetta fjallar króatíski miðillinn 24sata og segir að Dagur hafi sungið hvert orð fyrir leikinn við Austurríki í gær, með hönd á hjarta, rétt eins og aðrir í þjálfarateymi og liði Króatíu. Eftir sönginn var Degi fagnað af félaga sínum og aðstoðarþjálfara, Denis Spoljaric, sem 24sata segir að hafi sennilega hjálpað honum að læra þjóðsönginn. Dagur eigi engu að síður hrós skilið og hafi þarna breyst úr Sigurðssyni í Sigurdssonić, í meiri takti við króatíska nafnahefð. Dagur hefur ekki bara sjálfur lært króatísku heldur einnig kennt lærisveinum sínum íslensku, eða að minnsta kosti íslenska orðið „berjast“. Og leikmenn hans börðust allt til enda gegn Austurríki. Dagur sá jafnframt til þess með því að taka leikhlé þegar Króatar voru fimm mörkum yfir, og skammt eftir, til að ítreka að markmiðið væri 6-7 marka sigur. Það ætti að veita öryggi gagnvart því ef Króatía, Þýskaland og Austurríki enda öll þrjú jöfn að stigum, því þá ræður innbyrðis markatala því hvert liðanna situr eftir. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Dagur og hans nýju lærisveinar fögnuðu 35-29 sigri og eru komnir langleiðina inn á ÓL í París í sumar. Þeir mæta Þýskalandi á morgun og loks Alsír, en tvö lið komast upp úr riðlinum og á leikana. Þó að aðeins tvær vikur séu síðan að Dagur tók við króatíska liðinu þá er hann samt nú þegar búinn að læra króatíska þjóðsönginn. Um þetta fjallar króatíski miðillinn 24sata og segir að Dagur hafi sungið hvert orð fyrir leikinn við Austurríki í gær, með hönd á hjarta, rétt eins og aðrir í þjálfarateymi og liði Króatíu. Eftir sönginn var Degi fagnað af félaga sínum og aðstoðarþjálfara, Denis Spoljaric, sem 24sata segir að hafi sennilega hjálpað honum að læra þjóðsönginn. Dagur eigi engu að síður hrós skilið og hafi þarna breyst úr Sigurðssyni í Sigurdssonić, í meiri takti við króatíska nafnahefð. Dagur hefur ekki bara sjálfur lært króatísku heldur einnig kennt lærisveinum sínum íslensku, eða að minnsta kosti íslenska orðið „berjast“. Og leikmenn hans börðust allt til enda gegn Austurríki. Dagur sá jafnframt til þess með því að taka leikhlé þegar Króatar voru fimm mörkum yfir, og skammt eftir, til að ítreka að markmiðið væri 6-7 marka sigur. Það ætti að veita öryggi gagnvart því ef Króatía, Þýskaland og Austurríki enda öll þrjú jöfn að stigum, því þá ræður innbyrðis markatala því hvert liðanna situr eftir.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira