Fram tapaði í Eyjum og KA/Þór eygir von Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 20:01 Birna Berg Haraldsdóttir átti góðan leik fyrir ÍBV í dag. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann góðan sigur á Fram þegar liðin mættust í Olís-deild kvenna. Þá vann KA/Þór heimasigur á Aftureldingu og eygir enn von um að bjarga sæti sínu í deildinni. Í Vestmannaeyjum tók ÍBV á móti Fram en Eyjakonur hafa verið að ná vopnum sínum í síðustu leikjum og unnu meðal annars góðan sigur á Haukum í síðustu umferð. Eftir jafnar upphafsmínútur áttu Eyjakonur góðan endasprett í fyrri hálfleik og fóru með 16-11 forystu inn í hálfleikinn. Í síðari hálfleiknum náðu Framkonur að minnka muninn í eitt mark en tóku aldrei skrefið og jöfnuðu metin. ÍBV náði upp forystu á nýjan leik og vann að lokum 26-23 sigur. Birna Berg Haraldsdóttir átti stórleik hjá ÍBV og skoraði 10 mörk og Amelía Einarsdóttir skoraði 6 mörk. Marta Wawrzykowska var frábær í markinu með 45% markvörslu. Hjá Fram var Lena Margrét Valdimarsdóttir markahæst með 5 mörk. KA/Þór enn á lífi í fallbaráttunni Á Akureyri mættust tvö neðstu lið deildarinnar KA/Þór og Afturelding. Það var mikið undir því sigur Aftureldingar þýddi að KA/Þór væri fallið. Akureyringar lengdu hins vegar líftíma sinn í Olís-deildinni með góðum sigri. Eftir ágæta byrjun Mosfellinga náðu KA/Þór konur frumkvæðinu og leiddu 12-10 í hálfleik. Í síðari hálfleik tók KA/Þór svo algjörlega yfir leikinn. Liðið jók forystuna jafnt og þétt og vann að lokum átta marka sigur. lokatölur 26-18. Isabella Fraga var markahæst hjá KA/Þór með 8 mörk en þær Sylvía Björt Blöndal og Anna Katrín Bjarkadóttir skoruðu 4 mörk fyrir Aftureldingu. Matea Lonac og Saga Sif Gísladóttir vörðu báðar vel fyrir sín lið. Eftir sigurinn er KA/Þór aðeins einu stigi á eftir Aftureldingu í deildinni en neðsta lið deildarinnar fellur niður í 1. deild. Í lokaumferðinni tekur KA/Þór á móti Fram og Afturelding mætir Val. Stjarnan í úrslitakeppnina Þá tryggði Stjarnan sér síðasta sætið í úrslitakeppninni eftir góðan sigur á ÍR á útivelli. Garðbæingar voru 15-10 yfir eftir fyrri hálfleikinn og voru með tögl og haldir allan síðari hálfleikinn. Lokatölur 28-23 og Stjarnan því öruggt í 6. sæti deildarinnar sem er það síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Þar mun liðið mæta Haukum eða Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en ÍR mætir ÍBV. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði 9 mörk fyrir ÍR og þær Embla Steindórsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir skoruðu 7 fyrir Stjörnuna. Darija Zecevic var með 40% vörslu í marki Stjörnunnar en Hildur Öder Einarsdóttir varði sjö skot í marki ÍR. Olís-deild kvenna ÍBV Fram Þór Akureyri KA Afturelding ÍR Stjarnan Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Í Vestmannaeyjum tók ÍBV á móti Fram en Eyjakonur hafa verið að ná vopnum sínum í síðustu leikjum og unnu meðal annars góðan sigur á Haukum í síðustu umferð. Eftir jafnar upphafsmínútur áttu Eyjakonur góðan endasprett í fyrri hálfleik og fóru með 16-11 forystu inn í hálfleikinn. Í síðari hálfleiknum náðu Framkonur að minnka muninn í eitt mark en tóku aldrei skrefið og jöfnuðu metin. ÍBV náði upp forystu á nýjan leik og vann að lokum 26-23 sigur. Birna Berg Haraldsdóttir átti stórleik hjá ÍBV og skoraði 10 mörk og Amelía Einarsdóttir skoraði 6 mörk. Marta Wawrzykowska var frábær í markinu með 45% markvörslu. Hjá Fram var Lena Margrét Valdimarsdóttir markahæst með 5 mörk. KA/Þór enn á lífi í fallbaráttunni Á Akureyri mættust tvö neðstu lið deildarinnar KA/Þór og Afturelding. Það var mikið undir því sigur Aftureldingar þýddi að KA/Þór væri fallið. Akureyringar lengdu hins vegar líftíma sinn í Olís-deildinni með góðum sigri. Eftir ágæta byrjun Mosfellinga náðu KA/Þór konur frumkvæðinu og leiddu 12-10 í hálfleik. Í síðari hálfleik tók KA/Þór svo algjörlega yfir leikinn. Liðið jók forystuna jafnt og þétt og vann að lokum átta marka sigur. lokatölur 26-18. Isabella Fraga var markahæst hjá KA/Þór með 8 mörk en þær Sylvía Björt Blöndal og Anna Katrín Bjarkadóttir skoruðu 4 mörk fyrir Aftureldingu. Matea Lonac og Saga Sif Gísladóttir vörðu báðar vel fyrir sín lið. Eftir sigurinn er KA/Þór aðeins einu stigi á eftir Aftureldingu í deildinni en neðsta lið deildarinnar fellur niður í 1. deild. Í lokaumferðinni tekur KA/Þór á móti Fram og Afturelding mætir Val. Stjarnan í úrslitakeppnina Þá tryggði Stjarnan sér síðasta sætið í úrslitakeppninni eftir góðan sigur á ÍR á útivelli. Garðbæingar voru 15-10 yfir eftir fyrri hálfleikinn og voru með tögl og haldir allan síðari hálfleikinn. Lokatölur 28-23 og Stjarnan því öruggt í 6. sæti deildarinnar sem er það síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Þar mun liðið mæta Haukum eða Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en ÍR mætir ÍBV. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði 9 mörk fyrir ÍR og þær Embla Steindórsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir skoruðu 7 fyrir Stjörnuna. Darija Zecevic var með 40% vörslu í marki Stjörnunnar en Hildur Öder Einarsdóttir varði sjö skot í marki ÍR.
Olís-deild kvenna ÍBV Fram Þór Akureyri KA Afturelding ÍR Stjarnan Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira