Innlent

Sjö hundruð manns drifu sig úr Bláa lóninu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Rýmingin gekk vel að sögn Úlfars.
Rýmingin gekk vel að sögn Úlfars. Vísir/Vilhelm

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að rýming í Grindavík og í Bláa lóninu hafi gengið vel. Örfáir voru í bænum að hans sögn, en sex- til sjöhundruð í Bláa lóninu.

Hann segir rýminguna, samkvæmt sínum upplýsingum, ekki hafa verið framkvæmd í neinum asa, þar sem að ekki hafi staðið bein hætta að þessum stöðum þegar gosið hófst.

Úlfar segist þó hafa áhyggjur af gosinu. Það renni bæði í átt að Grindavíkurvegi og að varnargörðum við austanverða Grindavík.

Rýmingin er enn sem komið er stærsta aðgerðin hjá lögreglunni í kvöld, en hún sér einnig um lokunarpósta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×