Innlent

Vaktin: Meiri gasmökkur nú en í öllum hinum gosunum

Samúel Karl Ólason, Margrét Björk Jónsdóttir, Eiður Þór Árnason og Jón Þór Stefánsson skrifa
AZ1A9012
Vísir/Vilhelm

Hraun flæðir enn frá eldgosi sem hófst milli Skógfells og Hagafells á níunda tímanum í gærkvöldi. Þó hefur dregið töluvert úr virkni og gosrennsli.

Hraunið hefur runnið til tveggja átta en það flæddi yfir Grindavíkurveg í nótt. Sunnan við Hagafell stöðvaðist hraunflæðið við hlið varnargarðs en hraunið er aftur byrjað að flæða til suðausturs, í átt að Suðurstrandavegi.

Öll nýjustu tíðindi má sjá í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.

Gosið má sjá í spilaranum hér að neðan og sömuleiðis í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi sem er á rás 5 á myndlyklum Vodafone og 8 hjá Símanum.

Að neðan má sjá vefmyndavél Vísis á Þorbirni sem sýnir Bláa lónið, Svartsengi og Grindavíkurveg.

Hér að neðan má svo sjá vefmyndavélina sem snýr að Grindavík og varnargörðunum fyrir norðan bæinn.

Öll nýjustu tíðindi má sjá í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×