Í fréttatímanum verður farið yfir atburðarrásina frá því að eldgosið hófst klukkan 20:23 í gærkvöldi milli Hagafells og Stóra-Skógfells.
Kristján Már Unnarsson fréttamaður verður við gosstöðvarnar auk þess sem við verðum í beinni útsendingu frá samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð og ræðum við ýmsa viðbragðsaðila.
Þrátt fyrir að eldgosið verði sannarlega fyrirferðarmest í tímanum þá verðum við einnig í beinni útsendingu frá blaðamannafundi Höllu Tómasardóttur í Grósku, þar sem gera má ráð fyrir að hún muni tilkynna um forsetaframboð sitt.
Sjá má aukasjónvarpsfréttatímann í heild sinni í spilaranum að neðan.