Hrauntungan 100 metrum frá Njarðvíkuræðinni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. mars 2024 10:29 Víðir Reynisson segist vel fylgst með innviðum á svæðinu, svo sem háspennulögnum, heitu og köldu vatni og ljósleiðurum. Vísir/Vilhelm Sviðsstjóri almannavarna segir enn töluvert hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi. Hætta er á gufusprengingum og gasmengun nái hraunið út í sjó. Vindur og úrkoma verði þó líklega til þess að það dreifist mjög hratt úr því og ekki stafi hætta af, nema þá staðbundin. Hrauntungan norðan við Svartsengi á eftir um það bil 100 metra að Njarðvíkuræðinni. Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segist telja að búið sé að gera það sem hægt sé að gera til að verja lagnir í jörðu og háspennulínu. „Ef hrauntungan sem rennur í átt að Njarðvíkuræðinni hegðar sér eins og hún hefur gert síðustu klukkustundirnar er það jákvætt, hún virðist meira vera að dreifa úr sér frekar en sækja fram. Lögnin er varin og HS orka er tilbúin til að setja kaldara vatn eftir lögnina til að verja sig og þoli það að komi á hana þungi og hiti.“ Víðir segir hrauntunguna fara hægt yfir og einmitt núna sé lítil hreyfing á henni. „En sunnanmegin er farið að skríða fram hraun úr hrauntjörn. Það fer ekki mjög hratt í augnablikinu og við erum að vonast eftir að það verði áfram þannig. Við erum við öllu búin, en það eru 400 til 450 metrar frá fremstu tungunni þaðan og að Suðurstrandaveginum.“ Hætta á gufusprengingum og gasmengun Ef hraunið nær Suðurstrandarvegi segir Víðir þá stöðu upp komna að aðeins sé ein fær leið inn í Grindavík. Auk þess er hætta er á gufusprengingum og hugsanlegri gasmengun ef hraun nær út í sjó. Veðrið hjálpar til við slíkar ástæður, vindur og úrkoma verður til þess að það dreifist mjög hratt úr og ekki stafi hætta af, nema staðbundin. Ekki er hægt að spá fyrir um hvenær hraunið næði út í sjó, ef það gerist. Víðir segir að í gærkvöldi hafi hraun safnast saman í svolítinn tíma við Grindavíkurveg en þegar það fór af stað hafi það farið mjög hratt yfir en hægt svo aftur á sér. „Það er þannig atburðarrás sem við erum að sjá aftur og aftur. Það myndast tjarnir og svo rennur hratt úr þessu. Svo það er ómögulegt að segja en við fylgjumst vel og vonumst að það fari að hægja á gosinu. Það hefur svo sem lítið breyst í morgun, það er töluvert hraunrennsli ennþá, það er augljóst,“ segir Víðir Reynisson sviðstjóri almannavarna. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Hrauntungan norðan við Svartsengi á eftir um það bil 100 metra að Njarðvíkuræðinni. Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segist telja að búið sé að gera það sem hægt sé að gera til að verja lagnir í jörðu og háspennulínu. „Ef hrauntungan sem rennur í átt að Njarðvíkuræðinni hegðar sér eins og hún hefur gert síðustu klukkustundirnar er það jákvætt, hún virðist meira vera að dreifa úr sér frekar en sækja fram. Lögnin er varin og HS orka er tilbúin til að setja kaldara vatn eftir lögnina til að verja sig og þoli það að komi á hana þungi og hiti.“ Víðir segir hrauntunguna fara hægt yfir og einmitt núna sé lítil hreyfing á henni. „En sunnanmegin er farið að skríða fram hraun úr hrauntjörn. Það fer ekki mjög hratt í augnablikinu og við erum að vonast eftir að það verði áfram þannig. Við erum við öllu búin, en það eru 400 til 450 metrar frá fremstu tungunni þaðan og að Suðurstrandaveginum.“ Hætta á gufusprengingum og gasmengun Ef hraunið nær Suðurstrandarvegi segir Víðir þá stöðu upp komna að aðeins sé ein fær leið inn í Grindavík. Auk þess er hætta er á gufusprengingum og hugsanlegri gasmengun ef hraun nær út í sjó. Veðrið hjálpar til við slíkar ástæður, vindur og úrkoma verður til þess að það dreifist mjög hratt úr og ekki stafi hætta af, nema staðbundin. Ekki er hægt að spá fyrir um hvenær hraunið næði út í sjó, ef það gerist. Víðir segir að í gærkvöldi hafi hraun safnast saman í svolítinn tíma við Grindavíkurveg en þegar það fór af stað hafi það farið mjög hratt yfir en hægt svo aftur á sér. „Það er þannig atburðarrás sem við erum að sjá aftur og aftur. Það myndast tjarnir og svo rennur hratt úr þessu. Svo það er ómögulegt að segja en við fylgjumst vel og vonumst að það fari að hægja á gosinu. Það hefur svo sem lítið breyst í morgun, það er töluvert hraunrennsli ennþá, það er augljóst,“ segir Víðir Reynisson sviðstjóri almannavarna.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira