Innlent

Stór skjálfti í Bárðar­bungu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bárðarbunga sést í fjarska.
Bárðarbunga sést í fjarska. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti upp á 4,4 stig reið yfir í öskjunni í Bárðarbungu þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í eitt í nótt.

Þetta er stærsti skjálfti í öskjunni í nokkurn tíma, eða frá því í október í fyrra þegar einn upp á 4,9 stig kom en skjálftar eru algengir á svæðinu.

Í janúar kom annar yfir fjórum, en sá var 4,1 stig að stærð. Sex minni skjálftar hafa mælst frá miðnætti að því er segir í athugasemdum jarðvísindamanns á Veðurstofunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×