Hvorki sakborningur né fórnarlamb kannast við skotárásina Árni Sæberg skrifar 18. mars 2024 18:29 Blóð úr hinum skotna í anddyri fjölbýlishúss við Silfratjörn í Úlfarsárdal. Stöð 2/Arnar Ungur karlmaður sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember síðasta árs þvertók fyrir að hafa beitt skotvopni í árásinni. Sá sem varð fyrir skoti í árásinni kvaðst ekkert muna eftir árásinni. Þetta segir í frétt í Ríkisútvarpsins um upphaf aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins á hendur Shokri Keryo, sænsks karlmanns á þrítugsaldri. Honum er gefið að sök að hafa reynt að verða mönnum að bana með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 2. nóvember í fyrra, á gatnamótum Skyggnisbrautar og Silfratjarnar, skotið fjórum skotum í áttina að fjórum mönnum. Keryo neitaði alfarið sök þegar málið var þinglýst í byrjun febrúar. Ríkisútvarpið hefur eftir Keryo að hann hafi aldrei séð byssu í bílnum, hann hafi ekkert kannast við mennina sem skotið var að og hefði ekkert haft við þá að sakast. Þó hefði hann talið að til stæði að slást við mennina, sem hafi verið mjög ógnandi. Gabríel man ekki neitt Einn varð fyrir skoti í árásinni. Gabríel Duane Boama, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarin ár, hlaut skotsár á kálfa í árásinni en særðist ekki alvarlega. Hann gaf skýrslu sem vitni fyrir dómi í dag. Ríkisútvarpið hefur eftir honum að hann muni ekkert eftir árásinni, viti ekkert um hana og að hann kannist ekkert við millifærslu upp á hundruð þúsunda, sem sækjandi málsins spurði hann út í. Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Lykilsönnunargagn ófundið í lífshættulegri skotárás Héraðssaksóknari hefur ákært Shokri Keryo, karlmann á 21. aldursári, fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember síðastliðnum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Skotvopnið er ófundið. 5. febrúar 2024 09:58 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Töluverður fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna slyss við Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Þetta segir í frétt í Ríkisútvarpsins um upphaf aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins á hendur Shokri Keryo, sænsks karlmanns á þrítugsaldri. Honum er gefið að sök að hafa reynt að verða mönnum að bana með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 2. nóvember í fyrra, á gatnamótum Skyggnisbrautar og Silfratjarnar, skotið fjórum skotum í áttina að fjórum mönnum. Keryo neitaði alfarið sök þegar málið var þinglýst í byrjun febrúar. Ríkisútvarpið hefur eftir Keryo að hann hafi aldrei séð byssu í bílnum, hann hafi ekkert kannast við mennina sem skotið var að og hefði ekkert haft við þá að sakast. Þó hefði hann talið að til stæði að slást við mennina, sem hafi verið mjög ógnandi. Gabríel man ekki neitt Einn varð fyrir skoti í árásinni. Gabríel Duane Boama, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarin ár, hlaut skotsár á kálfa í árásinni en særðist ekki alvarlega. Hann gaf skýrslu sem vitni fyrir dómi í dag. Ríkisútvarpið hefur eftir honum að hann muni ekkert eftir árásinni, viti ekkert um hana og að hann kannist ekkert við millifærslu upp á hundruð þúsunda, sem sækjandi málsins spurði hann út í.
Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Lykilsönnunargagn ófundið í lífshættulegri skotárás Héraðssaksóknari hefur ákært Shokri Keryo, karlmann á 21. aldursári, fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember síðastliðnum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Skotvopnið er ófundið. 5. febrúar 2024 09:58 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Töluverður fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna slyss við Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Lykilsönnunargagn ófundið í lífshættulegri skotárás Héraðssaksóknari hefur ákært Shokri Keryo, karlmann á 21. aldursári, fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember síðastliðnum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Skotvopnið er ófundið. 5. febrúar 2024 09:58