Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Árni Sæberg skrifar 18. mars 2024 22:28 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, og Lárus Blöndal, fyrrverandi stjórnarformaður Bankasýslunnar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. Þetta segir í bréfi Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslu ríkisins, til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra. Í bréfinu er vísað til bréfs fjármála- og efnahagsráðherra fyrr í dag þar sem Bankasýsla ríkisins er meðal annars spurð út í tilkynningu Kviku banka hf. í gær, þar sem upplýst var um að Kvika hafi ákveðið að taka tilboði Landsbankans hf. um kaup á 100 prósent hlutafjár í TM tryggingum hf.. Tekur undir áhyggjur ráðherra „BR upplýsir fjármála- og efnahagsráðherra hér með um að stofnuninni var alls ókunnugt um ofangreind viðskipti og tekur undir þau rök og þær áhyggjur sem fram koma í bréfi ráðherra. BR fékk ekki upplýsingar um fyrirætlanir Landsbankans að leggja fram skuldbindandi tilboð. Þá var stofnunin ekki upplýst um að skuldbindandi tilboð hafi verið lagt fram, heldur var einungis upplýst um þegar skuldbindandi tilboði var tekið um kl. 17 þann 17. mars síðastliðinn,“ segir í bréfinu. Ráðherra upplýsti um það í færslu á Facebook í gær að henni hugnaðist ekki að Landsbankinn bætti við sig vátryggingastarfsemi, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Lýsti yfir óformlegum áhuga Í bréfinu segir að það skuli hins vegar tekið fram að þann 11. júlí 2023 hafi Helga Björk Eiríksdóttir, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankans, upplýst Bankasýsluna um áhuga Landsbankans á að kaupa TM eftir að samrunaviðræðum Íslandsbanka og Kviku var slitið. Stjórn Bankasýslunnar hafi verið upplýst samdægurs um samskiptin á stjórnarfundi. Á þessum tíma hafi TM ekki verið í formlegu söluferli og Helga Björk hafi tilkynnt Bankasýslunni að hún myndi halda stofnuninni upplýstri um framgang mála. Þann 20. júlí 2023 hafi Bankasýslan verið upplýst um það að ekki hafi komist á formlegar viðræður milli Landsbankans og Kviku um kaup á TM. „Til frekari upplýsinga þá átti BR reglulegan fund með bankaráði Landsbankans þann 16. nóvember sl. án þess að þetta hafi komið til umræðu, en formlegt söluferli TM hófst daginn eftir. Engar frekari upplýsingar bárust BR um málið en formaður bankaráðs Landsbankans telur sig hafa minnst á endurvakinn áhuga Landsbankans á að taka þátt í söluferlinu. Það á að hafa komið fram í óformlegu símtali til stjórnarformanns BR vegna launauppbótar starfsmanna í desember 2023, sem þegar hafði verið ákveðin. Töldu einsýnt að ekkert yrði af kaupunum Engar formlegar upplýsingar hafi þó á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Þvert á móti hafi stjórn Bankasýslunnar talið einsýnt að ekki yrði af viðskiptunum af hálfu Landsbankans í kjölfar viðtals við fjármála- og efnahagsráðherra þann 6. febrúar síðasliðinn. „Var sú afstaða ráðherra rædd á stjórnarfundi BR þann 8. febrúar sl. og bókað að ráðherra hugnaðist ekki að Landsbankinn kaupi TM.“ Bankaráð hafi vitað af afstöðu ráðherra Í því skyni að upplýsa um málsatvik hafi Bankasýslan óskað eftir, og haldið, fund með bankaráði Landsbankans í dag þar sem bankaráðið hafi verið spurt út í viðskiptin. Það sé mat Bankasýslunnar að Landsbankanum hafi borið að upplýsa um fyrrgreind viðskipti með skýrum og formlegum hætti samkvæmt samningi aðila frá desember 2010. „Slíkt var því miður ekki gert. Það kom hins vegar fram á fundinum með bankaráði að því hafi verið ljóst fyrrgreind afstaða ráðherra til kaupanna.“ Í ljósi þess að Bankasýslan telji að þær upplýsingar, sem beðið er um í greinargerð Landsbankans, geti haft mikil áhrif á dagskrá, umræður og niðurstöður fyrirhugaðs aðalfundar Landsbankans þann 20. mars næstkomandi sé þess hér með krafist að bankaráð Landsbankans fresti aðalfundi um fjórar vikur. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Kvika banki Fjármálafyrirtæki Tryggingar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20 Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þetta segir í bréfi Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslu ríkisins, til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra. Í bréfinu er vísað til bréfs fjármála- og efnahagsráðherra fyrr í dag þar sem Bankasýsla ríkisins er meðal annars spurð út í tilkynningu Kviku banka hf. í gær, þar sem upplýst var um að Kvika hafi ákveðið að taka tilboði Landsbankans hf. um kaup á 100 prósent hlutafjár í TM tryggingum hf.. Tekur undir áhyggjur ráðherra „BR upplýsir fjármála- og efnahagsráðherra hér með um að stofnuninni var alls ókunnugt um ofangreind viðskipti og tekur undir þau rök og þær áhyggjur sem fram koma í bréfi ráðherra. BR fékk ekki upplýsingar um fyrirætlanir Landsbankans að leggja fram skuldbindandi tilboð. Þá var stofnunin ekki upplýst um að skuldbindandi tilboð hafi verið lagt fram, heldur var einungis upplýst um þegar skuldbindandi tilboði var tekið um kl. 17 þann 17. mars síðastliðinn,“ segir í bréfinu. Ráðherra upplýsti um það í færslu á Facebook í gær að henni hugnaðist ekki að Landsbankinn bætti við sig vátryggingastarfsemi, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Lýsti yfir óformlegum áhuga Í bréfinu segir að það skuli hins vegar tekið fram að þann 11. júlí 2023 hafi Helga Björk Eiríksdóttir, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankans, upplýst Bankasýsluna um áhuga Landsbankans á að kaupa TM eftir að samrunaviðræðum Íslandsbanka og Kviku var slitið. Stjórn Bankasýslunnar hafi verið upplýst samdægurs um samskiptin á stjórnarfundi. Á þessum tíma hafi TM ekki verið í formlegu söluferli og Helga Björk hafi tilkynnt Bankasýslunni að hún myndi halda stofnuninni upplýstri um framgang mála. Þann 20. júlí 2023 hafi Bankasýslan verið upplýst um það að ekki hafi komist á formlegar viðræður milli Landsbankans og Kviku um kaup á TM. „Til frekari upplýsinga þá átti BR reglulegan fund með bankaráði Landsbankans þann 16. nóvember sl. án þess að þetta hafi komið til umræðu, en formlegt söluferli TM hófst daginn eftir. Engar frekari upplýsingar bárust BR um málið en formaður bankaráðs Landsbankans telur sig hafa minnst á endurvakinn áhuga Landsbankans á að taka þátt í söluferlinu. Það á að hafa komið fram í óformlegu símtali til stjórnarformanns BR vegna launauppbótar starfsmanna í desember 2023, sem þegar hafði verið ákveðin. Töldu einsýnt að ekkert yrði af kaupunum Engar formlegar upplýsingar hafi þó á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Þvert á móti hafi stjórn Bankasýslunnar talið einsýnt að ekki yrði af viðskiptunum af hálfu Landsbankans í kjölfar viðtals við fjármála- og efnahagsráðherra þann 6. febrúar síðasliðinn. „Var sú afstaða ráðherra rædd á stjórnarfundi BR þann 8. febrúar sl. og bókað að ráðherra hugnaðist ekki að Landsbankinn kaupi TM.“ Bankaráð hafi vitað af afstöðu ráðherra Í því skyni að upplýsa um málsatvik hafi Bankasýslan óskað eftir, og haldið, fund með bankaráði Landsbankans í dag þar sem bankaráðið hafi verið spurt út í viðskiptin. Það sé mat Bankasýslunnar að Landsbankanum hafi borið að upplýsa um fyrrgreind viðskipti með skýrum og formlegum hætti samkvæmt samningi aðila frá desember 2010. „Slíkt var því miður ekki gert. Það kom hins vegar fram á fundinum með bankaráði að því hafi verið ljóst fyrrgreind afstaða ráðherra til kaupanna.“ Í ljósi þess að Bankasýslan telji að þær upplýsingar, sem beðið er um í greinargerð Landsbankans, geti haft mikil áhrif á dagskrá, umræður og niðurstöður fyrirhugaðs aðalfundar Landsbankans þann 20. mars næstkomandi sé þess hér með krafist að bankaráð Landsbankans fresti aðalfundi um fjórar vikur.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Kvika banki Fjármálafyrirtæki Tryggingar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20 Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20
Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22
Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09